| |
| 1. 2004011 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki III | |
Samþykkt að leggja fram viðauka, kr. 7.000.000 vegna fráveitu og kr. 1.500.000 vegna viðgerða í Skarðsstöð. Verði tekið af handbæru fé. Unnið verði að endurskoðun fjárhagsáætlunar út fá því að halda óbreyttum rekstri, auka viðhald og flýta fjárfestingum vegna íþróttamannvirkja. Samþykkt samhljóða. | | Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
| |
|
| 2. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19 | Rætt um stöðu aðila í ferðaþjónustu. Aflað verður frekari upplýsinga um rekstrarleyfi frá Sýslumanninum á Vesturlandi. | | |
|
| 3. 2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum | |
Sveitarstjóra falið að óska eftir frekari upplýsingum frá verktökum. Samþykkt samhljóða. | | Erindi frá verktökum í skólaakstri vegna niðurfellingar á akstri í samkomubanni.pdf | | |
|
| 4. 2004009 - Afskriftir 2020 | | Afskriftir að upphæð kr. 1.450.194 samþykktar samhljóða. | | |
|
| 5. 2004008 - Sorphirðugjald - gjaldskrá | |
Gjaldskrá er sett miðað við umfang heildarflutninga og er endurskoðuð árlega. Í henni er lögð áhersla á að gæta meðalhófs. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 6. 2003044 - Hnitsetning landamerkja fyrir Sælingsdal 137739 | |
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við hnitsetninguna og felur sveitarstjóra að svara erindinu. Samþykkt samhljóða. | | Bréf sent til skráðra eiganda aðliggjandi jarða, Lauga 137722 og Sælingsdalstunga 1377387.pdf | | Loftmyndakort með hnitum.pdf | | |
|
| 7. 2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna | |
| Umboð til Hjalta Steinþórssonar lögmanns til að koma fram í málinu fyrir hönd Dalabyggðar samþykkt samhljóða. | | |
|
| |
| 8. 2004001 - Umsókn í styrkvegasjóð 2020 | | Lagt fram til kynningar. | | Umsókn um styrk til samgönguleiða.pdf | | |
|
| 9. 2003039 - Eign í Laxá og útgreiddur arður 2019 | | Lagt fram til kynningar. Gögn ekki birt vegna persónuverndar. | | |
|
| 10. 2004007 - Umsögn vegna vatnsveitu á Háafelli, Dalabyggð, landnr. 137926. | | Lagt fram til kynningar. | | Umsögn vegna vatnsveitu á Háafelli Dalabyggð landnr_137926.pdf | | |
|
| 11. 2004010 - Stjórnsýsluendurskoðun 2019 | |
| Lagt fram til kynningar. | | |
|
| 12. 1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga. | |
| |
|