Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 243

Haldinn á fjarfundi,
16.04.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtalin mál verði tekið á dagskrá:
2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna (almennt mál) sem verði dagskrárliður 7.
1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga (mál til kynningar) sem verði dagskrárliður 12.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004011 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki III
Endurskoðun fjárhagsáætlunar vegna covid-19.
Samþykkt að leggja fram viðauka, kr. 7.000.000 vegna fráveitu og kr. 1.500.000 vegna viðgerða í Skarðsstöð. Verði tekið af handbæru fé.
Unnið verði að endurskoðun fjárhagsáætlunar út fá því að halda óbreyttum rekstri, auka viðhald og flýta fjárfestingum vegna íþróttamannvirkja.
Samþykkt samhljóða.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Rætt um stöðu aðila í ferðaþjónustu.
Aflað verður frekari upplýsinga um rekstrarleyfi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
3. 2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum
Úr fundargerð 190. fundar sveitarstjórnar 02.04.2020, dagskrárliður 15:
2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum
Verktakar í skólaakstri óska eftir að ákvæði um 50% greiðslu þegar skólaakstur fellur niður verði endurskoðað.
Til máls tóku: Kristján.
Oddviti leggur fram tillögu:
Erindi frá verktökum í skólaakstri vísað til fullnaðarafgreiðslu í byggðarráði. Við afgreiðslu málsins þarf að gæta að því að hún sé í samræmi við 90. gr. laga um opinber innkaup.
Greiðslur vegna mars verða samkvæmt ákvæði 5. mgr. greinar 1.5.6 í útboðsskilmálum.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að óska eftir frekari upplýsingum frá verktökum.
Samþykkt samhljóða.
Erindi frá verktökum í skólaakstri vegna niðurfellingar á akstri í samkomubanni.pdf
4. 2004009 - Afskriftir 2020
Afskriftir að upphæð kr. 1.450.194 samþykktar samhljóða.
5. 2004008 - Sorphirðugjald - gjaldskrá
Bréf vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð.
Gjaldskrá er sett miðað við umfang heildarflutninga og er endurskoðuð árlega. Í henni er lögð áhersla á að gæta meðalhófs.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
6. 2003044 - Hnitsetning landamerkja fyrir Sælingsdal 137739
Ríkiseignir senda skráðum eiganda aðliggjandi jarða, Laugar, lnr.137722 og Sælingsdalstunga, lnr.137737, til skoðunar meðfylgjandi drög að hnitsetningu landamerkja fyrir ríkisjörðina, Sælingsdal og uppskiptingu hennar í jörð og fjalllendi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við hnitsetninguna og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
Bréf sent til skráðra eiganda aðliggjandi jarða, Lauga 137722 og Sælingsdalstunga 1377387.pdf
Loftmyndakort með hnitum.pdf
7. 2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna
Lagt fram umboð til Hjalta Steinþórssonar lögmanns til að sinna málinu fyrir hönd Dalabyggðar.
Umboð til Hjalta Steinþórssonar lögmanns til að koma fram í málinu fyrir hönd Dalabyggðar samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
8. 2004001 - Umsókn í styrkvegasjóð 2020
Lagt fram til kynningar.
Umsókn um styrk til samgönguleiða.pdf
9. 2003039 - Eign í Laxá og útgreiddur arður 2019
Lagt fram til kynningar. Gögn ekki birt vegna persónuverndar.
10. 2004007 - Umsögn vegna vatnsveitu á Háafelli, Dalabyggð, landnr. 137926.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn vegna vatnsveitu á Háafelli Dalabyggð landnr_137926.pdf
11. 2004010 - Stjórnsýsluendurskoðun 2019
Helstu ábendingar:
Uppfærsla húsnæðisáætlunar.
Fjöldi varamanna í fjallskilanefndum og uppfærsla á samþykkt Dalabyggðar.
Uppfærsla á erindisbréfum fastanefnda.
Endurskoðun innkaupareglna.
Viðaukar samþykktir á undan eða samtímis ákvörðun um aðgerðir sem kalla á útgjöld.
Uppfærsla lóðarleigusamninga.

Lagt fram til kynningar.
12. 1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga.
Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands hefur verið kærður til Landsréttar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei