Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 69

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.04.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason formaður,
Guðrún Erna Magnúsdóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2403032 - Notendaráð Dalabyggðar 2024
Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 er fjallað um samráð við notendur félagsþjónustu í 8. grein laganna:
Samráð skal haft við notendur félagsþjónustunnar með það að markmiði að þeir séu virkir þátttakendur í undirbúningi ákvörðunar um þjónustu og hvernig henni verður háttað. Þá skal hafa samráð við notendur við almenna stefnumörkun innan sveitarfélagsins. Sveitarfélög skulu a.m.k. árlega funda með hagsmunasamtökum notenda félagsþjónustunnar og skulu starfrækja sérstök notendaráð sem tryggi aðkomu hagsmunasamtaka notenda við stefnumörkun og áætlanagerð sveitarfélags í málefnum er varða meðlimi þeirra. Tryggja skal þátttakendum stuðning og þjálfun til virkrar þátttöku í notendasamráði.

Dalabyggð fékk tilkynningu um notendaráðið þegar ákvæðið kom inn við breytingar á lögunum 2019 og var þáverandi þjónustuaðila (félagsþjónustu Borgarbyggðar) falið málið. Fyrr á árinu barst Dalabyggð fyrirspurn frá ÖBÍ þar sem spurt var um stöðu mála.

Félagsmálanefnd er falið að rýna leiðbeiningar frá ÖBÍ og gera tillögu að fyrirkomulagi notendaráðs Dalabyggðar.

Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir hvernig málum er háttað varðandi notendaráð hjá öðrum sveitarfélögum.
Félagsmálanefnd óskar eftir tillögum frá verkefnastjóra um hvernig þessum mikilvæga þætti væri best fyrirkomið innan stjórnsýslu Dalabyggðar.
2. 2402007 - Félagsmál 2024
Rætt um gildandi reglur í stoð- og stuðningsþjónustu s.s. eins og fjárhagsaðstoð og heimaþjónustu og fleiri reglum.
Samþykkt að fela verkefnastjóra að koma með drög að uppfærðum reglum og framsetningu þeirra á næsta fundi sem áætlað er að halda 6. júní n.k.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:50 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei