Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 123

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.09.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir fulltrúi foreldra,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Svanhvít Lilja Viðarsdóttir fulltrúi starfsmanna,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Skólastjóri kynnti stöðu mála og hvað hafi gerst á síðustu vikum í upphafi nýs skólaárs.
Skólastjóri rakti aðkomu Ásgarðs að starfinu á fyrstu vikunum, fór yfir þær endurbætur sem hafa verið í gangi á grunnskólahúsinu og annað sem viðkemur grunnskólastarfinu. Einnig sagði hún frá endurskoðun á rýmingaráætlunum og fleiri öryggisþáttum, t.a.m. varðandi Dalabúð sem er nú í æ ríkara mæli notað sem skólahúsnæði með einum eða öðrum hætti.
Samstarf við verktaka í mötuneyti og þrifum er að fara vel af stað.
2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Skólastjóri kynnti stöðu mála og hvað hafi gerst á síðustu vikum í upphafi nýs skólaárs.
Það er helst mannekla sem sett hefur sett strik í reikninginn í starfssemi leikskólans nú á fystu dögum starfsins í haust. Búið að auglýsa laust starf á leikskólanum en um er að ræða eitt fullt starf sem vantar í, að öðru leiti er leikskólinn full mannaður.
Að öðru leiti eru ýmis verkefni að fara af stað, m.a. í samstarfi við Ásgarð sem mun veita leikskólanum samskonar þjónustu og grunnskólanum.
Samstarf við verktaka í mötuneyti er að fara vel af stað í leikskólanum eins og í grunnskólanum.
Foreldrafélag Auðarskóla mun bjóða upp á haustfagnað á næstu dögum, fræðslunefnd þakkar foreldrafélaginu fyrir þetta góða framtak.
Eins mun foreldrafélagið standa fyrir fræðslu til handa foreldrum þann 26. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti foreldra og barna, fræðslunefnd fagnar sömuleiðis þessu framtaki foreldrafélagsins. Sagt var frá hugmyndum um fleiri fræðsluerindi sem eru í bígerð á vegum foreldrafélagsins.
3. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar
Farið yfir stöðu mála og þau verkefni sem framundan eru í tengslum við gerð nýrrar skólastefnu fyrir Dalabyggð.
Næstu skref verða mótuð í samstarfi við Ásgarð og í kjölfar þess verða starfsmenn virkjaðir í vinnunni.
4. 2110050 - Farsæld barna - samstarf við Heimili og skóla
Formaður fræðslunefndar fór yfir þau samtöl og samskipti sem átt hafa sér stað við Heimili og skóla og kynnti gögn því tengdu.
Fræðslunefnd fagnar því að samtal sé komið á við samtökin Heimili og skóla og líst vel á að boðað verði til fundar með þeim í Búðardal t.d. í október sem yrði opin öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu.
5. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar í fræðslumálum og þeim málaflokkum sem undir fræðslunefnd heyra.
Að loknum umræðum um lið 1 til 5 yfirgáfu skólastjóri og fulltrúi starfsmanna fundinn.
6. 2010009 - Framhaldsnám - akstur í MB
Staða málsins kynnt.
7. 2308005 - Tómstundir íþróttir skólaárið 2023-2024
Kynnt staða mála hvað tómstundir og íþróttaiðkun varðar, sjá fylgigögn.
Skátar haustið 2023..pdf
Tómstundir íþróttir skólaárið 2023.pdf
Undri haust dagskrá 2023.pdf
8. 2308011 - Ungmennaráð 2023-2024
Í erindisbréfi ungmennaráðs stendur:
"Kjósa verður fulltrúa í stjórn ungmennaráðs fyrir 15. september ár hvert."

Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs ber að kjósa í ungmenna ráð fyrir 15. september ár hvert, tvo fulltrúa í senn. Auglýsing nú kom seint fram og því samþykkir fræðslunefnd að framlengja frest til og með 27. september nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei