Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 109

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
13.04.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Þuríður Jóney Sigurðardóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal varamaður,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir fulltrúi foreldra,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldu máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2202004 - Skóladagatal Auðarskóla 2022-2023, almennt mál, verði dagskrárliður 4.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Úr fundargerð 217. fundar sveitarstjórnar 05.04.2022, dagskrárliður 34:
2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Lagt er til að ærslabelgur verði settur niður á strandblakvellinum í Búðardal.
Til máls tók: Kristján, Jón Egill, Anna, Pálmi, Skúli og Kristján (annað sinn).
Tillaga að staðsetning verði lögð fyrir ungmennaráð, umhverfis- og skipulagsnefnd og fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd mælir með því að ærslabelgurinn verði settur niður á strandblakvellinum.
Samþykkt samhljóða.
2. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Úr fundargerð 215. fundar sveitarstjórnar 10.03.2022 lagði Anna Berglind Halldórsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi fram eftirfarandi bókun í umræðu um fundargerð fræðslunefndar, dagskrárliður 17:
Ég harma vinnubrögð Fræðslunefndar er varðar, tillögu sveitarstjórnar sem tekin var fyrir í Fræðslunefnd 4. nóvember 2021. Tillagan var samþykkt af öllum aðilum í sveitarstjórn Dalabyggðar og hvatti Fræðslunefnd Dalabyggðar til að taka upp þá umræðu hvað börnunum okkar er fyrir bestu hvað íþrótta starf í grunnskóla varðar í nútíð, og skili af sér greinargerð um málið fyrir næsta sveitarstjórnarfund. Til stóð að skila af sér greinargerð fyrir skipulagðan fund sveitarstjórnar í febrúar 2022. 2. desember er málið sent frá Fræðslunefnd til umsagnar hjá skólastjóra, skólaráði og ungmennaráði. Enginn tímarammi hefur hins vegar verið settur á þær umsagnir fyrr en núna fyrst í fundargerð Fræðslunefndar núna 3. mars síðastliðinn. En sá tímarammi nær eingöngu til ungmennaráðs og skólaráðs. Ekki hefur verið bókað hvenær skólastjóri og Fræðslunefnd skilar af sér sinni vinnu sem er algjörlega óásættanlegt og getur ekki talist til faglegra vinnubragða.

Skólaráð og ungmennaráð hafa fundað um málið.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða niðurstöðu skólaráðs og gerir hana að sinni greinargerð.
"Skólaráð metur sem svo að íþróttakennslu barna sé fullnægt í Búðardal fyrir utan sundkennslu á elsta stigi. Að því sögðu mælist skólaráð til þess að nýta sundaðstöðuna á Laugum til að fullnægja sundkennslu elstu nemenda á tímabilinu ágúst-október og mars-maí. Skólaráð telur að yngri nemendum sé ekki fyrir bestu að ferðast á milli Búðardals og Lauga yfir skólaárið í hverri viku. Upphafleg ákvörðun sveitastjórnar að nýta aðstöðuna í Búðardal var að nemendur úr dreifbýli voru að eyða of löngum tíma í skólabíl út frá lögum (4. gr. reglugerð nr. 656/2009. Reglur um skólaakstur í grunnskóla). Þá mælist skólaráð einnig til þess að sveitarstjórn beri saman kostnað aksturs á milli Búðardals og Lauga á móti því að dýpka og lengja núverandi sundlaug í Búðardal."
Skólaráðsfundur 13. apríl 2022.pdf
2. fundur Ungmennaráðs Dalabyggðar.pdf
3. 2109017 - Erindi vegna sérfræðiþjónustu í grunnskóla
Lagt fram bréf frá Stefaníu Björgu Jónsdóttur.
Verið er að auglýsa nokkur störf í Auðarskóla og meðal þeirra er staða þroskaþjálfa.
4. 2202004 - Skóladagatal Auðarskóla 2022-2023
Skóladagatal 2022-2023 staðfest.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
5. 2201031 - Ráðning skólastjóra Auðarskóla
Úr fundargerð 217. fundar sveitarstjórnar 05.04.2022, dagskrárliður 5:
Einar Jón Geirsson vék af fundi undir dagskrárlið 5.
5. 2201031 - Ráðning skólastjóra
Úr fundargerð 287. fundar byggðarráðs 29.03.2022, dagskrárliður 2, bókað í trúnaðarbók:
Samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Herdís Erna Gunnarsdóttir verði ráðin skólastjóri Auðarskóla.
Til máls tóku: Skúli og Anna.
Samþykkt samhljóða.
Einar Jón Geirsson mætir aftur til fundar að loknum dagskrárlið 5.

Fræðslunefnd býður Herdísi velkomna til starfa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei