Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 185

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
16.01.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Anna Berglind Halldórsdóttir varamaður,
Magnína G Kristjánsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Magnína Kristjánsdóttir, Skrifstofustjóri
Lagt er til að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá:
1911003 - Heimild til framsals lóðaréttinda, Bakkahvammur 8d og 8e, almennt mál, sem verði dagskrárliður 12.
2001018 - Boð í kynnisferð Samtaka orkusveitarfélaga til Noregs um vindorku 16.-20.mars, almennt mál, sem verði dagskrárliður 13.
Aðrir dagskrárliðir færast til í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001004 - Þorrablót Ólafs Pá - tækifærisleyfi
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 25. febrúar með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14.03.2019 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði í eigu Dalabyggðar, þar sem áfengi er haft um hönd, vera 18 ár. Sama á að gilda hvort sem eignarhald húsnæðis er að fullu á hendi Dalabyggðar eða sameiginlegt með öðrum aðilum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Dalabúð 25.01.2020.
Samþykkt samhljóða.
Ums.b.tækif.l.-Þorrablót, Dalabúð 25.1.2020.pdf
2. 2001015 - Þorrablót Stjörnunar - tækifærisleyfi
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 1. febrúar með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
UMF Stjarnan hefur tilkynnt um breytingu á umsókninni þ.e. að 18 ára aldurstakmark verði 18 ár í stað 16 ár.

Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14.03.2019 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði í eigu Dalabyggðar, þar sem áfengi er haft um hönd, vera 18 ár. Sama á að gilda hvort sem eignarhald húsnæðis er að fullu á hendi Dalabyggðar eða sameiginlegt með öðrum aðilum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Tjarnarlundi 01.02.2020 sé miðað við 18. ára aldurstakmark eins og fram kemur í tölvupósti frá UMF Stjörnunni.
Samþykkt samhljóða.
Ums.b.tækif.l.-Þorrablót,Tjarnarlundi,1.2.2020.pdf
Ragnheiður víkur af fundi undir þessum lið.
3. 2001016 - Þorrablót Suðurdala - tækifærisleyfi
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 8. febrúar með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14.03.2019 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði í eigu Dalabyggðar, þar sem áfengi er haft um hönd, vera 18 ár. Sama á að gilda hvort sem eignarhald húsnæðis er að fullu á hendi Dalabyggðar eða sameiginlegt með öðrum aðilum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Árbliki 08.02.2020.
Samþykkt samhljóða.
ums.b.tækif.l.-Þorrablót Suðurdala,Árbliki 8.2.2020.pdf
4. 2001010 - Umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
Úr fundargerð 101. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 13.01.2020, dagskrárliður 1:
2001010 - Umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
Bergþóra Jónsdóttir, formaður Félags skógarbænda á Vesturlandi, óskar svara vegna umsókna um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum.
Bergþóra Jónsdóttir kynnti erindi sitt á fundinum. Nefndin þakkar fyrir góðar athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu formlega.

Til máls tóku: Ragnheiður, Einar Jón, Sigríður, Þuríður, Eyjólfur.
Tillaga frá umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkt samhljóða.
Bréf til Dalabyggðar jan 2020.pdf
5. 1909024 - Minningargarðar í Dalabyggð
Úr fundargerð 183. fundar sveitarstjórnar 14.11.2019, dagskrárliður 8:
1909024 - Minningargarðar í Dalabyggð
Úr fundargerð 99. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 01.11.2019, dagskrárliður 3:
1909024 - Minningargarðar í Dalabyggð
Óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til stofnun grafreitar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Einar, Ragnheiður
Tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Dalabyggðar þakkar forsvarsmönnum Tré Lífsins fyrir erindið og felur umsjónarmanni framkvæmda hjá Dalabyggð að ræða við forsvarsmenn verkefnisins og afla frekari gagna.
Samþykkt af sex fulltrúum (EJG, SHG, SHS, RP; PJ, ÞJS), einn situr hjá (ABH)

Úr fundargerð 101. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 13.01.2020, dagskrárliður 2: 1909024 - Minningargarðar í Dalabyggð
Óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til stofnun grafreitar.
Nefndin tekur vel í erindið og leggur til að skipulag grafreita verða tekið fyrir í aðalskipulagsvinnu sem er að hefjast.

Til máls tók: Einar Jón.
Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
Minningargarðar.pdf
6. 1912015 - Stefna Dalabyggðar í loftslagsmálum
Úr fundargerð 101. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 13.01.2020, dagskrárliður 4:
1912015 - Stefna Dalabyggðar í loftslagsmálum
Með lögum nr. 86/2019 var gerð breyting á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 sem m.a. kveður á um skyldu sveitarfélaga til að setja sér loftslagsstefnu.
Nefndin leggur til að stefnan verði unnin samhliða endurskoðun á aðalskipulagi.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
7. 2001007 - Ólafsdalur - breyting á deiliskipulagi
Úr fundargerð 101. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 13.01.2020, dagskrárliður 5:
2001007 - Ólafsdalur - breyting á deiliskipulagi
Minjavernd hf. óskar eftir því að gera breytingu á deiliskipulagi í Ólafsdal.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að þessi breyting á deiliskipulagi Ólafsdals verði samþykkt, þar sem um óverulega breytingu er að ræða. Ekki er þörf á grenndarkynningu, vegna þess að engir hagsmunaaðilar eru að málinu nema eigendur Ólafsdals.

Nefndin vekur athygli á að á svæðinu er merkt gröf með miltisbrandssýkingu, sem ekki má hrófla við.

Til máls tók : Einar Jón.

Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal samþykkt samhljóða.
DÞ1601B_D01_T1-A2-1000-000.pdf
8. 1902037 - Umsögn um matsáætlun vegna vindorkuvers á jörð Sólheima
Úr fundargerð 101. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 13.01.2020, dagskrárliður 6:
1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Dalabyggðar vegna tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðs Vindorkugarðs í landi Sólheima í Dalabyggð.
Umsögn Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar:

Skipulagsstofnun leitaði álits nefndarinnar á tillögu að matáætlun. Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir.
1. Í skýrslunni er fuglaathugun ekki innan tímaramma mats á umhverfisáhrifum, þannig að niðurstöður athugunarinnar koma eftir að frummatsskýrsla er gefin út. Ekki verður hægt að taka frummatsskýrsluna til afgreiðslu fyrr en niðurstöður athugunarinnar liggja fyrir. Jafnframt bendir nefndin á að nauðsylegt er að athugunin nái fram í júní, til að ná marktækri niðurstöðu um varp. Nefndin telur bann við rjúpnaveiði á framkvæmdasvæði ekki vera mótvægisaðgerð sem hafi áhrif á fuglalíf almennt.
2. Nefndin leggur áherslu á að gætt verði ýtrustu varúðar við meðferð á úrgangsvatni, þar sem hagsmunir sem snúa að fiskveiði eru mikilvægir á þessu svæði. Gerð verði nánari grein fyrir meðferð vatns.
3. Þótt vegur 59 sé ekki fjölfarinn, þá fara um hann mikilvægir gestir ferðaþjóna í Dölum, þeir gestir sem gista í héraði. Því er mikilvægt að haft verði samráð við hagsmunaaðila í Dölum, s.s. ferðamálasamtök, varðandi umferð á framkvæmdatíma verkefnisins.
4. Ekki er skilgreint með hvaða hætti fjármögnun á frágangi svæðisins við lok eða óvænta stöðvun verkefnis sé tryggð.

Umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar samþykkt samhljóða.
Sólheimar - tillaga að matsáætlun.pdf
9. 1908001 - Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu
Úr fundargerð 101. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 13.01.2020, dagskrárliður 11:
1908001 - Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu
Samningur við Verkís kynntur.

Samningur við Verkís lagður fram til staðfestingar í sveitarstjórn.

Samningurinn samþykktur samhljóða.
Samningur um vinnu við aðalskipulag - undirritaður.pdf
10. 1909005 - Breyting á notkun sumarhúss, Hrafnagil í Haukadal
Úr fundargerð 178. fundar sveitarstjórnar 12.09.2019, dagskrárliður 14:
1909005 - Breyting á notkun sumarhúss (Hrafnagil í Haukadal)
Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 9:
Breyting á notkun sumarhúss - 1909005
Sótt um breytingu á notkun núverandi sumarhúss, auk viðbyggingar í íbúðahús
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna áður en tillagan kemur til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Sigríður vék af fundi undir dagskrárlið 14.


Niðurstöður grenndarkynningar eiga að berast fyrir sveitarstjórnarfund.

Grenndarkynningu er ekki lokið og málinu því frestað.
11. 2001005 - Ábending varðandi sjóvörn við Ægisbraut
Úr fundargerð 101. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 13.01.2020, dagskrárliður 3:
2001005 - Ábending varðandi sjóvörn við Ægisbraut
Ábending frá Boga Kristinssyni að sjóvörn verði færð utar við komandi endurnýjun.
Nefndin þakkar Boga fyrir ábendinguna. Hún er nokkuð seint komin fram og mun hafa í för með sér kostnað, sem ekki er gert ráð fyrir. Nefndin leggur því til að erindinu verði hafnað.

Til máls tóku: Einar Jón, Kristján.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.

Búðardalshöfn_.pdf
12. 1911003 - Heimild til framsals lóðaréttinda, Bakkahvammur 8d og 8e.
Hrafnshóll ehf (540217-1300) Óskar eftir heimild til að framselja lóðarréttindi á tveimur íbúðum/fastanúmerum við Bakkahvamm 8d og 8e, til Nýjatúns ehf. (kt. 470219-1220, F2508240 Bakkahvammur 8d og F2508241 Bakkahvammur 8e.
Í lóðarleigusamningi Hrafnshóls ehf. frá 17. desember 2019 um Bakkahvamm 8a-e, kemur fram (í 9. grein) að framsal lóðarréttinda er óheimilt nema með sérstöku leyfi sveitarstjórnar.

Til máls tók: Kristján.

Samþykkt samhljóða að heimila Hrafnshóli ehf. að framselja lóðarréttindi á tveimur íbúðum/fastanúmerum við Bakkahvamm 8d og 8e til Nýjatúns ehf.

Tölvupóstur - Ósk um heimild til að lóðirnar Bakkahvammur 8d og 8e færist frá Hrafnshóli til Nýjatúns.pdf
13. 2001018 - Boð í kynnisferð Samtaka orkusveitarfélaga til Noregs um vindorku 16.-20.mars.
Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur ákveðið að fara í kynnisferð til Noregs dagana 16. - 20. mars nk. Markmiðið með ferðinni er að fræðast um orkugeirann í Noregi með áherslu á vindorku og vindorkugarða. Dalabyggð er boðin þátttaka í ferðinni.
Til máls tók: Kristján.

Eyjólfur bar upp eftirfarandi tillögu:
Samþykkt samhljóða að taka þátt í ferðinni og Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður umhverfis- og skipulagsnefndar fari í ferðina.
Tölvupóstur - Boð í kynnisferð Samtaka orkusveitarfélaga til Noregs um vindorku 16-20 mars.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
14. 1912003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 239
Til máls tóku: Einar Jón, Kristján, Eyjólfur.

Tillaga að bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á Alþingi að nýta arðgreiðslur úr orkugeiranum til uppbyggingar í flutningskerfi raforku svo kerfið standist veðuráhlaup líkt og þau sem komið hafa undanfarnar vikur. Margir íbúar landsins hafa upplifað öryggisleysi vegna rafmagns- og fjarskiptaleysis.
Jafnframt er skorað á alþingismenn að því verði komið á að arðgreiðslur orkufyrirtækja verði nýttar til að koma á fullri verðjöfnun í raforkuafhendingu til notenda í dreifbýli og þéttbýli.
Bókunin samþykkt samhljóða.
Fundargerð byggðráðs samþykkt samhljóða.


15. 1912002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 101
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
16. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses
Lagt fram til kynningar.
Bakkahvammur hses - fundargerð 4.pdf
17. 1903011 - Fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands 2019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð.stjórnarfundar.11.des.2019.pdf
18. 1807004 - Dalagisting ehf - fundargerðir
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Dalagisting ehf 72.pdf
19. 1902003 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 13.12.2019 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 877 fundur.pdf
20. 1902027 - Dalaveitur - fundargerðir 2019
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Dalaveitur ehf - hluthafafundur 19_12_2019.pdf
Dalaveitur ehf 22.pdf
Mál til kynningar
21. 2001013 - Breytingar á samþykktum Dalaveitna 19.12.2019
Breytingarnar felst í því að rekstur hitaveitu á Laugum verður hluti af Dalaveitum og heimilt verður að kjósa þrjá varamenn í stjórn.
Lagt fram til kynningar.
Dalaveitur ehf breyttar samþykktir 19_12_2019.pdf
22. 1905022 - Stefnumótun í málefnum sveitarfélaga.
Samskipti við sveitarfélög sem leggjast gegn lögþvingaðri sameiningu.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók: Kristján.
23. 1912029 - Jafnréttisþing 2020
Jafnréttisþing 2020 verður haldið 20. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
jafnrettisthing-2020-lod.pdf
24. 1912021 - Aðalfundur Menningar- og framfarasjóðs Dalasýslu 2019
Ársreikningur 2018 og aðalfundur 2019.
Lagt fram til kynningar.
Ársreikn MoF 2018.pdf
Adalfundur MoF 2019.pdf
25. 2001011 - Ósk um að erindi v. fjarlægðar á bílhræjum yrði svarað
Erindi frá Umboðsmanni Alþingis en til hans hefur leitað Svavar Garðarsson.
Lagt fram til kynningar.
Ósk um að erindi v. fjarlægðar á bílhræjum yrði svarað.pdf
26. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Úr fundargerð 101. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 13.01.2020, dagskrárliður 9:
1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Fyrsta umræða um fyrirkomulag sorphirðu í Dalabyggð vegna fyrirhugaðs útboðs í vor.
Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Sorphirðing útboð-minnisblað_09.01.2020.pdf
27. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Hálendisþjóðgarður
Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð í samráðsgátt.pdf
28. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra janúar 2020.pdf
29. 1909009 - Trúnaðarbók sveitarstjórnar
Fundargerðin lesin yfir, samþykkt og undirrituð.

Næsti fundur sveitarstjórnar verður 13. febrúar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei