Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 290

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.05.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2204016 - Sælingsdalslaug 2022
Ekki hefur tekist að ráða sundlaugaverði í Sælingsdalslaug fyrir sumarið. Það er því óljóst hvað hægt er að halda henni opinni.

Tjaldsvæðið hefur verið rekið í tengslum við sundlaugina. Verði opnunartími laugarinnar óreglulegur þarf að leysa afgreiðslu fyrir tjaldsvæðið með öðrum hætti.

Sveitarstjóra falið að aðlaga opnunartíma sundlaugarinnar í júní að mönnuninni í samráði við umsjónarmann íþróttamannvirkja.
Leitað verði til rekstaraðila Hótels Lauga og tjaldsvæða í Dalabyggð um hvort þeir geti tekið að sér rekstur tjaldsvæðis og fyrir hvaða þóknun. Samið verði við lægstbjóðanda.
Samþykkt samhljóða.
2. 2204017 - Vinnuskóli Dalabyggðar 2022
10 umsóknir bárust um vinnuskólann. Ekki hefur tekist að manna störf stuðningsfulltrúa/flokksstjóra sem getur haft áhrif á hversu mikla vinnu er hægt að bjóða.
Vegna stöðunnar verður ekki hægt að taka inn í vinnuskólann eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Samþykkt samhljóða.
3. 2205023 - Römpum upp Ísland
Tölvupóstur með erindi sem barst 12. apríl sl. hafnaði í ruslpósti. Eftir að það uppgötvaðist var kallað eftil þeim og barst erindið 20. maí.
Byggðarráð fagnar erindinu og vísar því til umsjónarmanns framkvæmda.
Samþykkt samhljóða.
Römpum upp Ísland bréf.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei