Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 140

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.05.2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Svanhvít Lilja Viðarsdóttir fulltrúi starfsmanna,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri, Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri DalaAuðs og Guðný Erna Bjarnadóttir lýðheilsufulltrúi sátu fundinn undir lið 1
1. 2404001 - DalaAuður - staða mála
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðs kemur fyrir fundinn og fer yfir stöðuna.
Ársskýrsla DalaAuðs 2024 hefur verið birt á heimasíðu Byggðastofnunar og hægt að nálgast hana á heimasíðu Dalabyggðar.
Linda fór einnig yfir þau verkefni sem stuðningur hefur fengist til í gegnum C1 sjóð Byggðarstofnunar ætlaðan til sértækara verkefna á landsbyggðinni.

Nefndin þakkar Lindu fyrir komuna á fundinn og kynningu á stöðu DalaAuðs og yfirferð verkefna sem stuðningur hefur fengist við í gegnum C1.
2. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í grunnskólanum. Fór yfir stöðu í starfsmannamálum og horfur á komandi skólaári.
Lögð fram tillaga að skóladagatali fyrir komandi skólaár.
Skólastjóri sagði frá nemendaþingi sem í gangi var fyrr í dag.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að skóladagatali fyrir næsta skólaár, þ.m.t. að Skólaþing verði haldið þann 28.ágúst 2025.
3. 2501010 - Málefni leikskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í leikskólanum. Einnig var rætt um hvort taka ætti upp reiknireglu varðandi mönnun í anda barngilda eins og var á sínum tíma.
Lögð fram tillaga að skóladagatali fyrir komandi skólaár.

Fræðslunefnd samþykkir tillögu skólastjóra að skilgreiningu á barngildum sem verði notað til að ákvarða varðandi t.a.m. mönnunarþörf leikskólans.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti drög að skóladagatali fyrir næsta skólaár en með þeim fyrirvara að starfsfólk samþykki það upplegg sem lagt er upp með.
4. 2505004 - Leikskólamál - verklagsreglur
Rætt um gildandi verklagsreglur um starfsemi leikskólans, s.s. um viðmið um viðbragð þegar mannekla er vegna veikinda eða annarra aðstæðna sem upp kunna að koma í starfseminni.
Samþykkt að skoða gildandi verklagsreglur vegna manneklu m.a. m.t.t. gildandi kjarasamninga fyrir næsta fund.
Jón Egill Jóhannsson vék af fundi að loknum 4.lið.
5. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í tónlistarskólanum og um starfsmannahald á komandi skólaári.
Guðný Erna Bjarnadóttir sat fundinn undir liðum 6, 7, 8 og 9.
6. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála varðandi innleiðingu farsældarlaga í Dalabyggð.
Samþykkt að nota tækifærið á væntanlegu Skólaþingi í upphafi næsta skólaárs til að ræða um farsæld barna og verkefni því tengdu.
7. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran
Farið yfir stöðu mála í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar það sem af er og ennig rætt um mögulega útfærslu á starfsemi á komandi hausti.
8. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfs í málaflokknum n.k. sumar í framhaldi af umræðum á síðasta fundi.
Búið er að manna starfið hjá Íþróttafélaginu Undra í sumar varðandi leikjanámskeið fyrir 1. til 6 bekk og er það ánægjuefni.
Verið er að kortleggja hvernig staðið verður að íþróttaæfingum í sumar og verður skipulagið kynnt þegar mál skýrast frekar.
Fyrirhugað er að bjóða upp á reiðnámskeið á vegum hestamannafélagsins Glaðs í sumar og verður fyrirkomulagið kynnt þegar mál skýrast frekar.
9. 2505001 - Lýðheilsa
Rætt um verkefni tengd lýðheilsu í Dalabyggð og möguleika til að verða t.d. aðili að landsverefni sbr. "Heilsueflandi samfélag".
Fræðslunefnd felur lýðheilsufulltrúa að taka saman minnisblað um hvað Dalabyggð þarf að gera til að verða aðili að heilsueflandi samfélagi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei