| |
Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri DalaAuðs og Guðný Erna Bjarnadóttir lýðheilsufulltrúi sátu fundinn undir lið 1
| 1. 2404001 - DalaAuður - staða mála | |
Nefndin þakkar Lindu fyrir komuna á fundinn og kynningu á stöðu DalaAuðs og yfirferð verkefna sem stuðningur hefur fengist við í gegnum C1. | | |
|
2. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025 | |
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að skóladagatali fyrir næsta skólaár, þ.m.t. að Skólaþing verði haldið þann 28.ágúst 2025.
| | |
|
3. 2501010 - Málefni leikskóla 2025 | |
Fræðslunefnd samþykkir tillögu skólastjóra að skilgreiningu á barngildum sem verði notað til að ákvarða varðandi t.a.m. mönnunarþörf leikskólans. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti drög að skóladagatali fyrir næsta skólaár en með þeim fyrirvara að starfsfólk samþykki það upplegg sem lagt er upp með. | | |
|
4. 2505004 - Leikskólamál - verklagsreglur | |
Samþykkt að skoða gildandi verklagsreglur vegna manneklu m.a. m.t.t. gildandi kjarasamninga fyrir næsta fund. | | Jón Egill Jóhannsson vék af fundi að loknum 4.lið.
| |
|
5. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025 | |
| |
|
Guðný Erna Bjarnadóttir sat fundinn undir liðum 6, 7, 8 og 9.
| 6. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð | |
Samþykkt að nota tækifærið á væntanlegu Skólaþingi í upphafi næsta skólaárs til að ræða um farsæld barna og verkefni því tengdu. | | |
|
7. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran | |
| |
|
8. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð | |
Búið er að manna starfið hjá Íþróttafélaginu Undra í sumar varðandi leikjanámskeið fyrir 1. til 6 bekk og er það ánægjuefni. Verið er að kortleggja hvernig staðið verður að íþróttaæfingum í sumar og verður skipulagið kynnt þegar mál skýrast frekar. Fyrirhugað er að bjóða upp á reiðnámskeið á vegum hestamannafélagsins Glaðs í sumar og verður fyrirkomulagið kynnt þegar mál skýrast frekar. | | |
|
9. 2505001 - Lýðheilsa | |
Fræðslunefnd felur lýðheilsufulltrúa að taka saman minnisblað um hvað Dalabyggð þarf að gera til að verða aðili að heilsueflandi samfélagi. | | |
|