Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 209

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
14.10.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Anna Berglind Halldórsdóttir varamaður,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða, almennt mál, verði dagskrárliður 24.
Mál.nr.: 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar, almennt mál, verði dagskrárliður 25.
Mál.nr.: 2109004F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 50, fundargerð til staðfestingar, verði dagskrárliður 27.
Mál.nr.: 2110002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 120, fundargerð til staðfestingar, verði dagskrárliður 33.
Mál.nr.: 2101006 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2021, fundargerð til kynningar, verði dagskrárliður 43.
Aðrir dagskrárliðir færist til í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109016 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VI
Úr fundargerð 277. fundar byggðarráðs 11.10.2021, dagskrárliður 2:
2109016 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VI
Viðauki VI lagður fram.
Viðauki VI samþykktur og vísað til sveitarstjórnar.

Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 2.

Skatttekjur hækka um kr. 3.123.000. Kostnaður vegna fræðslu- og uppeldismála hækkar um kr. 1.267.000 (tekjur hækka um kr.2.233.000 og útgjöld um kr. 3.500.000). Kostnaður vegna menningarmála hækkar um kr. 50.000 (styrkur), umhverfismál um kr. 150.000 og eignasjóður um kr. 500.000. Í fjárfestingum eru kr. 200.000 vegna Vínlandsseturs, kr. 900.000 vegna Dalabúðar, kr. 1.950.000 vegna fráveitu og kr. 120.000 vegna vatnsveitu. Tekjur vatns- og fráveitu á móti eru kr. 350.000 og einnig færast á Vínlandssetur kr. 5.300.000 sem er styrkur sem sótt var um 2020 en greiddur á árinu 2021.

Til máls tók: Kristján.

Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2021- Viðauki VI.a.pdf
2. 2110025 - Lausn frá störfum í sveitarstjórn
Sigríður Huld Skúladóttir óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn og nefndum til loka kjörtímabilsins.
Til máls tóku: Anna, Eyjólfur.

Lausn Sigríðar frá störfum í sveitarstjórn og nefndum borin upp fyrir fundinn.
Samþykkt samhljóða.
3. 2109002 - Erindi vegna inngöngu Strandabyggðar í sameiginlegt Öldungaráð Dalabyggðar og Reykhólahrepps
Úr fundargerð 276. fundar byggðarráðs 22.09.2021, dagskrárliður 4:
2109002 - Erindi vegna inngöngu Strandabyggðar í sameiginlegt Öldungaráð Dalabyggðar og Reykhólahrepps
Strandabyggð hefur óskað eftir aðild að Öldungaráði Dalabyggðar og Reykhólahrepps. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur fallist á óskina fyrir sitt leiti.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að beiðni Strandabyggðar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Ragnheiður.

Samþykkt samhljóða.
SKM_C22721090909200.pdf
4. 2110002 - Fjárhagsáætlun 2022 fyrir Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Úr fundargerð stjórnar Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. 22.09.2021, dagskrárliður 1:
Fjárhagsáætlun 2022.
Áætlun næsta árs er kr. 26.321.000. Áætlun yfirstandandi árs var kr. 24.700.000. Hækkun er fyrst og fremst vegna launakostnaðar sem hækkar um 6%.
Áætlunin samþykkt samhljóða og verður send sveitarstjórnum til afgreiðslu.

Til máls tóku: Anna, Kristján, Pálmi, Kristján (annað sinn), Skúli.

Samþykkt samhljóða.
Áætlun Slökkvistjóra 2022.B.pdf
5. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Minnisblað lagt fram.
Til máls tóku: Kristján, Anna, Einar, Ragnheiður, Skúli, Anna (annað sinn), Jón, Ragnheiður (annað sinn), Pálmi.

Minnisblað starfshóps um íþróttamannvirki lagt fyrir fundinn.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga Önnu lögð fyrir fundinn:
"Sveitarstjórn Dalabyggðar hvetur Fræðslunefnd Dalabyggðar til að taka upp þá umræðu hvað börnunum okkar er fyrir bestu hvað íþróttastarf í grunnskóla varðar í nútíð, og skili af sér greinargerð um málið fyrir næsta sveitarstjórnarfund."

Lagt til að tillögunni verði vísað til fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 1911028 - íþróttamannvirki undirbúningur_staðan okt21.pdf
Tillaga Önnu Berglindar ásamt greinargerð.pdf
6. 2101036 - Sala á Sælingsdalstungu
Úr fundargerð 276. fundar byggðarráðs 22.09.2021, dagskrárliður 9:
2101036 - Sala á Sælingsdalstungu
Tillaga um að selja hluta Sælingsdalstungu eftir að landskiptum er lokið.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hluti Sælingsdalstungu verði boðinn til sölu, eftir að landskiptingu er lokið.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Ragnheiður Pálsdóttir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason víkja af fundi undir dagskrárlið 7. Skúli Hreinn Guðbjörnsson tekur við stjórn fundarins undir þessum dagskrárlið.
7. 1207002 - Sælingsdalstunga - Leigusamningur 2013
Úr fundargerð 276. fundar byggðarráðs 22.09.2021, dagskrárliður 10:
1207002 - Sælingsdalstunga - Leigusamningur 2013
Tillaga um að leigusamningi verði sagt upp frá og með áramótum með 18 mánaða fyrirvara þar sem ætlunin er að selja jörðina.
Þar sem fyrir liggur tillaga að setja hluta Sælingsdalstungu í sölu, eftir að landskiptingu er lokið, leggur byggðarráð til að leigusamningi verði sagt upp með samningsbundnum fyrirvara miðað við áramót.
Samþykkt samhljóða.
Ragnheiður Pálsdóttir vék af fundi undir dagskrárlið 10.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Eyjólfur og Ragnheiður koma aftur inn á fundinn og Eyjólfur tekur við fundarstjórn.
8. 2109022 - Auglýsing á lóðum
Úr fundargerð 277. fundar byggðarráðs 11.10.2021, dagskrárliður 4:
2109022 - Auglýsing á lóðum
Tillaga um að auglýsa þær lóðir sem til eru í deiliskipulagi með fyrirvara um að þær séu ekki tilbúnar.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
9. 2109027 - Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Úr fundargerð 277. fundar byggðarráðs 11.10.2021, dagskrárliður 5:
2109027 - Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Dalabyggð lýsi yfir stuðningi við stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Kristján, Skúli, Anna, Kristján (annað sinn).

Samþykkt samhljóða.
husnaedisstudningur-hins-opinbera-a-landsbyggd.pdf
Viljayfirlýsing um málefni VH.pdf
Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni.pdf
Minnisblað HMS um landsbyggðar hses..pdf
Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.pdf
10. 2110006 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna fjarfunda.
Úr fundargerð 277. fundar byggðarráðs 11.10.2021, dagskrárliður 8:
2110006 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna fjarfunda.
Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið hefur á grundvelli 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Samhliða nýjum leiðbeiningum hefur ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem ráðuneytinu ber að gefa út sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga.
Fyrir liggur bréf ráðuneytisins þar sem tilkynnt er um helstu breytingar á gildandi framkvæmd ásamt fyrrgreindum leiðbeiningum og fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaga.

Byggðarráð leggur til við sveitarsjórn að 14. grein samþykkta um stjórn sveitarfélagisns Dalabyggðar verði tekin til endurskoðunar í samræmi við auglýsingu um leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.
Leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna.pdf
Leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna.pdf
Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga.pdf
Bréf til sveitarfélaga.pdf
11. 2104020 - Haukabrekka, deiliskipulag
Bókun úr fundargerð 119. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.10.2021, dagskrárliður 2, fylgir með í viðhengi.

Samþykkt samhljóða.
Bókun úr fundargerð 119 fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08_10_2021 dagskrárliður 2.pdf
8885-001-DSK-001-V03 HaukabrekkaEFTIRAUGL.pdf
8885-001-DSK-002-V01 HaukabrekkaEFTIRAUGL.pdf
Minjastofnun, deiluskipulag Haukabrekka.pdf
2021 0628 Dalabyggð Haukabrekka Skógarströnd HEV.pdf
Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 (22.7.2021) - Umsögn - Dalabyggð - Haukabrekka í Stóra-Langadal.pdf
HEV umsögn.pdf
Hraunbrekka DSK Vegagerðin umsögn.pdf
12. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Úr fundargerð 119. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.10.2021, dagskrárliður 4:
2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Fyrir liggur að fyrirhugaður er íbúafundur í tengslum við vinnu við endurskoðun aðalskipulags Dalabyggðar í október.
Skipulagsnefnd leggur til að íbúafundur í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins verði haldinn þriðjudaginn 26. október. Til vara leggur nefndin til dagsetningarnar 27. eða 28. október.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Anna

Íbúafundur í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins verði haldinn þriðjudaginn 26. október.

Samþykkt samhljóða.
13. 2109020 - Umsókn um nafnabreytingu á staðfangi.
Úr fundargerð 119. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.10.2021, dagskrárliður 8:
2109020 - Umsókn um nafnabreytingu á staðfangi.
Eigendur fasteignar á Fellsendalandi lóð 1 óska eftir að nafni eignarinnar verði breytt formlega í Leiðarenda.
Nefndin gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Fellsendi lóð eitt nafnabreyting.pdf
14. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 120. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 12.10.2021, dagskrárliður 2:
2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar með bréfi dags. 3. september 2021 í kjölfar ítrekunar Dalabyggðar um staðfestingu stofnunarinnar á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í landi Sólheima.
Lögð er fram til afgreiðslu uppfærð skipulagstillaga í samræmi við ábendingar Skiplagsstofnunar dags. 3.9.2021.

Bætt er við ákvæðum í kafla 3.2 um mótvægisaðgerðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í samræmi við kafla 4.3. Í kafla 3.2.4 Iðnaðarsvæði í greinargerð er bætt við eftirfarandi línum: „Halda skal öllu raski í lágmarki og eftir því sem kostur er skal endurnýta svarðlag við frágang og aðlaga land að óröskuðu landi. Ef votlendi tapast skal endurheimta sambærilega stærð votlendis innan sveitarfélagsins. Efni til slóða og mannvirkjagerðar verður að mestu leyti tekið innan skilgreinds iðnaðarsvæðis aðallega úr uppgreftri."

Þá er í kafla 3.2.4. Iðnaðarsvæði í greinargerð ennfremur fellt út orðalagið: „Hámarkshæð í miðju hverfils 150 m.“ Í staðinn er bætt við línunni: „Hámarkshæð í miðju hverfils 120 m og hámarkshæð með spaða í hæstu stöðu er 200 m.“

Jafnframt er bætt við uppfærðri dagsetningu á forsíðu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framangreindar breytingar á aðalskipulagi verði samþykktar og í framhaldi ítrekuð fyrri beiðni um afgreiðslu af hálfu Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða

Til máls tóku: Ragnheiður, Kristján, Anna, Eyjólfur, Ragnheiður (annað sinn), Anna (annað sinn), Eyjólfur (annað sinn), Ragnheiður (þriðja sinn), Einar, Anna (þriðja sinn), Eyjólfur (þriðja sinn), Einar (annað sinn), Skúli, Anna (fjórða sinn), Ragnheiður (fjórða sinn), Eyjólfur (fjórða sinn).

Breytingar á skipulagstillögu samþykkt með 6 atkvæðum (SHG, EJG, EIB, JEJ, PJ, RP), 1 á móti (ABH).

Sveitarstjóra falið að svara Skipulagsstofnun í samræmi við álitsgerð lögmanns sveitarfélagsins.

Samþykkt með 6 (SHG, EJG, EIB, JEJ, PJ, RP) atkvæðum , 1 (ABH) situr hjá.
Vindorkuver í landi Sólheima.pdf
15. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 120. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 12.10.2021, dagskrárliður 1:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar með bréfi dags. 3. september 2021 í kjölfar ítrekunar Dalabyggðar um staðfestingu stofnunarinnar á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða.
Lögð er fram til afgreiðslu uppfærð skipulagstillaga í samræmi við ábendingar Skiplagsstofnunar dags. 3.9.2021.

Bætt var við ákvæðum í kafla 3.2 um mótvægisaðgerðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í samræmi við kafla 4.3. Í kafla 3.2.4 Iðnaðarsvæði í greinargerð er bætt við eftirfarandi línum: „Halda skal öllu raski í lágmarki og eftir því sem kostur er skal endurnýta svarðlag við frágang og aðlaga land að óröskuðu landi. Ef votlendi tapast skal endurheimta sambærilega stærð votlendis innan sveitarfélagsins. Efni til slóða og mannvirkjagerðar verður að mestu leyti tekið innan skilgreinds iðnaðarsvæðis aðallega úr uppgreftri."

Þá er í kafla 3.2.4. Iðnaðarsvæði í greinargerð ennfremur fellt út orðalagið: „Hámarkshæð í miðju hverfils 150 m.“ Í staðinn er bætt við línunni: „Hámarkshæð í miðju hverfils 120 m og hámarkshæð með spaða í hæstu stöðu er 180 m.“

Jafnframt er bætt við uppfærðri dagsetningu á forsíðu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framangreindar breytingar á aðalskipulagi verði samþykktar og í framhaldi ítrekuð fyrri beiðni um afgreiðslu af hálfu Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða.

Breytingar á skipulagstillögu samþykkt með 6 (SHG, EJG, EIB, JEJ, PJ, RP) atkvæðum, 1 (ABH) á móti.

Sveitarstjóra falið að svara Skipulagsstofnun í samræmi við álitsgerð lögmanns sveitarfélagsins.

Samþykkt með 6 (SHG, EJG, EIB, JEJ, PJ, RP) atkvæðum, 1 (ABH) situr hjá.
7358-003-ASK-007-001 Hróðnýjarstaðir vindorkugarður askbr.pdf
Vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða.pdf
16. 2110009 - Stofnun lóðar úr landi Ytri Hrafnabjarga 137939
Úr fundargerð 119. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.10.2021, dagskrárliður 12:
2110009 - Stofnun lóðar úr landi Ytri Hrafnabjarga 137939
Óskað er eftir að stofnuð verði lóð úr landi Ytri Hrafnabjarga L137939 skv. uppdrætti frá Eflu, dags. 10.9.2021.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið og felur byggingarfulltrúa að afla fullnægjandi gagna og afgreiða málið.
Samþykkt samhljóða

Samþykkt samhljóða.
9088_001_01_LOB_001_Hrafnabjörg.pdf
17. 2110016 - Hróðnýjarstaðir - lausn úr landbúnaðarnotum
Úr fundargerð 120. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 12.10.2021, dagskrárliður 3:
2110016 - Hróðnýjarstaðir - lausn úr landbúnaðarnotum
Fyrir liggur erindi um lausn úr landbúnaðarnotum fyrir hluta jarðarinnar Hróðnýjarstaðir í tengslum við breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að 419 ha svæði í landi Hróðnýjastaða verði leyst úr landbúnaðarnotum í samræmi við breytingar á jarðalögum er tóku gildi 1. júlí sl. Uppdráttur af svæðinu liggur fyrir. Stærð svæðisins og afmörkun er takmörkuð við þau mannvirki sem nauðsynleg eru fyrir iðnaðarsvæði vindorkuvers. Á fyrirhugðu iðnaðarsvæði er áfram gert ráð fyrir óbreyttri nýtingu landsins til beitar.

Samþykkt samhljóða.

Samþykkt með 6 (SHG, EJG, EIB, JEJ, PJ, RP) atkvæðum, 1 (ABH) á móti.
Lausn úr landbúnaðarnotum - uppdráttur.pdf
18. 2110017 - Sólheimar - lausn úr landbúnaðarnotum
Úr fundargerð 120. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 12.10.2021, dagskrárliður 4:
2110017 - Sólheimar - lausn úr landbúnaðarnotum
Fyrir liggur erindi um lausn úr landbúnaðarnotum fyrir hluta jarðarinnar Sólheimar í tengslum við breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að 408 ha svæði í landi Sólheima verði leyst úr landbúnaðarnotum í samræmi við breytingar á jarðalögum er tóku gildi 1. júlí sl. Uppdráttur af svæðinu liggur fyrir. Stærð svæðisins og afmörkun er takmörkuð við þau mannvirki sem nauðsynleg eru fyrir iðnaðarsvæði vindorkuvers. Á fyrirhugðu iðnaðarsvæði er áfram gert ráð fyrir óbreyttri nýtingu landsins til beitar.

Samþykkt samhljóða.

Samþykkt með 6 (SHG, EJG, EIB, JEJ, PJ, RP) atkvæðum, 1 (ABH) á móti.
Lausn úr landbúnaðarnotum - uppdráttur.pdf
19. 2110014 - Umsókn um landskipti fyrir lóðina Stekkjarhlíð út úr jörðinni Geirshlíð 137918
Úr fundargerð 119. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.10.2021, dagskrárliður 14:
2110014 - Umsókn um landskipti fyrir lóðina Stekkjarhlíð út úr jörðinni Geirshlíð 137918
Fyrir liggur umsókn um landskipti fyrir lóðina Stekkjarhlíð út úr jörðinni Geirshlíð L137918.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Stekkjarhlíð_lóðaruppdráttur_undirritaður.pdf
20. 2110015 - Sælingsdalstunga - skipting jarðar á Svínadal
Úr fundargerð 119. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.10.2021, dagskrárliður 15:
2110015 - Sælingsdalstunga - skipting jarðar á Svínadal
Dalabyggð óskar eftir að skipta upp jörðinni Sælingsdalstungu á Svínadal. Útskipt land er um 714 ha að stærð og nær yfir vegsvæði þjóðvegar 60 allt að jarðarmörkum þar austan við. Innan þessa svæðis er vatnsból sveitarfélagsins ásamt vatnsverndarsvæði, sem ætlað er að verði í eigu sveitarfélagsins óháð væntanlegri sölu á jörðinni.
Tillaga að skiptingu jarðarinnar, teiknuð af Kristjáni Inga Arnarsyni, liggur fyrir.
Nefndin hefur yfirfarið tillögu að skiptingu jarðarinnar Sælingsdalstungu og gerir ekki athugasemdir við hana, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi jarða.
Samþykkt samhljóða

Málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.
Sælingsdalst_Aþjóðvegar_uppdráttur-DRÖG.pdf
21. 2110018 - Ósk um nafnabreytingu
Úr fundargerð 119. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.10.2021, dagskrárliður 18:
2110018 - Ósk um nafnabreytingu
Veiðifélag Hörðudalsár sækir um nafnabreytingu á lóðinni. Nafnið Fremri-Hrafnabjörg verði breytt í Kornmúla.
Nefndin gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
veidifelag Hordudalsar.pdf
22. 2110021 - Úttekt HMS á starfsemi Slökkviliðs Dalbyggðar.
Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) lagt fram.
Til máls tóku: Anna, Skúli, Pálmi.

Slökkviliðsstjóra falið að gera umsögn um úttekt HMS ásamt tímasettri áætlun um úrbætur. Frá slökkviliðsstjóra fari úttektin til umfjöllunar í byggðarráði.

Samþykkt með 6 (SHG, ABH, EJG, JEJ, RP, EIB) atkvæðum, 1 (PJ) situr hjá.
Bréf til sveitastjórnar-Dalir.pdf
23. 2110023 - Samstarf um rekstur öldrunarheimilis.
Úr fundargerð 50. fundar stjórnar Silfurtúns 12.10.2021, dagskrárliður 2:
2110023 - Samstarf um rekstur öldrunarheimilis.
Umræða um hvort leita eigi eftir samstarfi við Reykhólahrepp.
Stjórn Silfurtúns leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir viðræðum við Reykhólahrepp um samstarf milli Barmahlíðar og Silfurtúns.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Ragnheiður.

Samþykkt samhljóða.

24. 2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða.
Bakkahvammur hses. sækir um stofnframlag frá Dalabyggð vegna byggingar þriggja almennra leiguíbúða.
Til máls tóku: Kristján, Anna, Skúli, Einar, Jón, Pálmi, Skúli (annað sinn).

Lagt til að stofnframlag verði að upphæð 11.760.000 kr. Þar af 6.760.000 kr. vegna lóða og opinberra gjalda og 5.000.000 kr. fjárframlag.

Samþykkt samhljóða.
umsokn_stofnframlag_sveitarstjorn.pdf
25. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Úr fundargerð 208. fundar sveitarstjórnar 09.09.2021, dagskrárliður 4:
2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Dalabyggðar lögð fram og óskað eftir umfjöllun sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Ragnheiður, Skúli.

Lagt til að málinu sé frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Ragnheiður, Skúli, Anna, Ragnheiður (annað sinn), Anna (annað sinn), Ragnheiður (þriðja sinn).

Samþykkt samhljóða.
Loftslagsstefna Dalabyggðar - drög til umsagnar.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
26. 2108001F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 49
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. Framlenging samnings um Silfurtún - 2109001

Samþykkt samhljóða.
27. 2109004F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 50
1. Fundur stjórnar með starfsfólki - 2012023
2. Samstarf um rekstur öldrunarheimilis - 2110023
3. Erindi frá SFV 2021 - 2102015

Samþykkt samhljóða.
28. 2109003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 276
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
2. Viðauki VI - 2109016
3. Íbúafundur haust 2022 - 2109009
4. Erindi vegna inngöngu Strandabyggðar í sameiginlegt Öldungaráð Dalabyggðar og Reykhólahrepps - 2109002
5. Sýning - Nr.4 Umhverfing - 2109010
6. Alþingiskosningar 2021 - 2011009
7. Sirkus Íslands til Búðardals - 2103009
8. Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum - 2109015
9. Sala á Sælingsdalstungu - 2101036
10. Sælingsdalstunga - Leigusamningur 2013 - 1207002
11. Eignarhald félagsheimila - 2001030
12. Umsögn vegna vatnsveitu - Gillastaðir 137559 - 2109008
13. Krafa um endurgreiðslu ofgreidds fasteignaskatts - 2109006
14. Kvörtun til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa - 2103005
15. Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi. - 2105018
16. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - 2109012
17. Fjármálaráðstefna Sambands ísl. sveitarfélaga 2021 - 2109011
18. Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2021 - 2109014
19. Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019 - 2102018
20. Framkvæmdir 2021 - 2105020

Samþykkt samhljóða.
29. 2109007F - Byggðarráð Dalabyggðar - 277
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
2. Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VI - 2109016
3. Erindi varðandi hundasvæði í Búðardal - 2109021
4. Auglýsing á lóðum - 2109022
5. Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - 2109027
6. Umsókn um styrk - Björgunarsv.Ósk - fasteignagjöld 2021 - 2104027
7. Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins - 2110005
8. Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna fjarfunda - 2110006
9. Umsagnarbeiðni v. rekstrarleyfi G.III-Gil gistiheimili, Skriðulandi,Dalabyggð - 2110011
10. Umsagnarbeiðni V. umsókn Veiðifélag Hörðudalsár um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús - 2110013
11. Styrkunsókn - skilti við Flæðilæk - 2110019
12. Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022 - 2110020
13. Sala á slökkvibíl - 2102023
14. Tilkynning um niðurfellingu, Hallsstaðavegur (5913-01) af vegaskrá - 2109023
15. Ársfundur Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. 2021 - 2002008
16. Framkvæmdir 2021 - 2105020

Samþykkt samhljóða.
30. 2109001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 19
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
2. Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi - 2009015
3. Menningarmálaverkefnasjóður - 2009004
4. Sýning - Nr.4 Umhverfing - 2109010
5. Samstarf safna á Vesturlandi - 2006010

Samþykkt samhljóða.
31. 2109006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 25
1. Kræklingaræktun í Breiðafirði - 2011022
2. Stefna atvinnumálanefndar 2021 - 2102016
3. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022

Samþykkt samhljóða.
32. 2108004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 119
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
2. Haukabrekka, deiliskipulag - 2104020
3. Skógræktaráform á jörðinni Barmi - 2103016
4. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
5. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. - 2012016
6. Umsókn um merkingu stika og staura - 2109018
7. Umsókn um byggingarleyfi - eldsneytisafgreiðsla - 2106026
8. Umsókn um nafnabreytingu á staðfangi. - 2109020
9. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
10. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041
11. Erindi varðandi hundasvæði í Búðardal - 2109021
12. Stofnun lóðar úr landi Ytri Hrafnabjarga 137939 - 2110009
13. Umsókn um byggingarleyfi, Þrándarkot - 2110012
14. Umsókn um landskipti fyrir lóðina Stekkjarhlíð út úr jörðinni Geirshlíð 137918 - 2110014
15. Sælingsdalstunga - skipting jarðar á Svínadal - 2110015
16. Hróðnýjarstaðir - lausn úr landbúnaðarnotum - 2110016
17. Sólheimar - lausn úr landbúnaðarnotum - 2110017
18. Ósk um nafnabreytingu - 2110018

Samþykkt samhljóða.
33. 2110002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 120
1. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
2. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041
3. Hróðnýjarstaðir - lausn úr landbúnaðarnotum - 2110016
4. Sólheimar - lausn úr landbúnaðarnotum - 2110017

Samþykkt samhljóða.
34. 2106003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 105
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
2. Starfsáætlun Auðarskóla 2021-2022 - 2109024
3. Innra mat Auðarskóla 2020 - 2021 - 2008013
4. Erindi vegna sérfræðiþjónustu í grunnskóla - 2109017
5. Fundartími fræðslunefndar veturinn 2021-2022 - 2109026
6. Auðarskóli - skólastarf 2021 - 2022 - 2109025
7. Skýrsla starfshóps um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum - 2109007

Samþykkt samhljóða.
35. 2104002F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 60
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
2. Trúnaðarbók félagsmálanefndar - 2101011
3. Félagsmálanefnd - erindisbréf - 2103043

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
36. 2101003 - Fundargerðir stjórnar - Dalaveitur - 2021
Fundargerð frá 24.09.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Dalaveitur ehf - 39.pdf
37. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Fundargerð frá 24.09.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 901.pdf
38. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Fundargerð frá 21.09.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
AVN fundur 2021-09-21 Minnispunktar.pdf
39. 2101005 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.- 2021
Fundargerð frá 27.09.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Dalagisting ehf 86.pdf
40. 2002008 - Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Fundargerð frá 22.09.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð Brunavarna Dala Reykhóla og Stranda 22_09_2021.pdf
41. 2101004 - Fundargerðir 2021 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerð frá 05.10.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 05_10_2021.pdf
42. 2103003 - Aðalfundur Veiðifélags Laxdæla 2021
Fundargerð aðalfundar 28.05.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: Anna, Kristján.
Fundargerð aðalfundar 2021.pdf
43. 2101006 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2021
Fundargerð stjórnar 13.10.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 13102021.pdf
Mál til kynningar
44. 2109013 - Ársreikningur og skattframtal Dalaveitna ehf. 2020
Ársreikningur 2020 lagður fram.
Lagt fram til kynningar.
Ársreikningur Dalaveitur 2020 undirritaður.pdf
Staðfestingarbréf stjórnenda óendursk reiknskil_Dalaveitur undirritað.pdf
Skattframtal Dalaveitur v 2020 undirritað.pdf
45. 2110001 - Ársfundur SKSS 2021
Fundarboð lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Ársfundur SSKS .pdf
46. 2108020 - Haustþing SSV 2021
Gögn frá haustþingi lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Drög að menningarstefnu Vesturlands.pdf
Starfsáætlun SSV 2022.pdf
Fjárhagsáætlun SSV 2022.pdf
Dagskrá haustþings 2021.pdf
Samgönguáætlun - kynning á haustþingi.pdf
Samband íslenskra sveitarfélaga kynning Guðjón.pdf
47. 2110008 - Ungmennaþing Vesturlands 2021
Fundarboð lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
UMÞV-Boð.pdf
48. 2110010 - Sjúkraþjálfun í Dalabyggð
Bréf frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur lagt fram.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tók: Eyjólfur.
Bref_sjukrathjalfun_sveitarstjorn.pdf
49. 2110027 - Breyting á reglugerð 1212_2015 vegna reikningsskil sveitarfélaga
Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Bréf til sveitarstjórna.pdf
50. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
punktar_covid_sveitarstjórn okt.pdf
51. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra október 2021.pdf
52. 2008005 - Málefni Auðarskóla
Fært í trúnaðarbók.
Einar Jón Geirsson vék af fundi undir dagskrárlið 52. Kristján Sturluson sá um ritun fundargerðar undir þessum dagskrárlið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei