Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 118

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
20.08.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2106018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Snæfellsvegur (54)
Lögð er fram umsókn frá Vegagerðinni, dags. 15. júní 2021 um framkvæmdaleyfi vegna Snæfellsvegar (54-22): Ketilstaðir ? Gunnarsstaðir. Í fyrirhugaðri framkvæmd felst endurbygging, breikkun, styrking og nýlögn ræsa ásamt lagfæringu og lagningu á bundnu slitlagi á um 5,4 km kafla. Einnig er innifalið í framkvæmdinni gerð tveggja nýrra brúa yfir Skraumu og Dunká. Um er að ræða bitabrú í þremur höfum með samverkandi stáli og steypu yfir Skraumu en uppspennt steypt plötubrú í tveimur höfum með steyptum súlum í Dunká. Efnistaka vegna framkvæmda verður 102.500 m3 í fimm námum. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið 15. júní 2023.

Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 og 6. gr. reglugerðar nr. 771/2012 um framkvæmdaleyfi.

Það er mat skipulagsnefndar að lagaskilyrði séu uppfyllt til útgáfu umsótts framkvæmdaleyfis sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur nefndin til við sveitarstjórn Dalabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli heimilda aðalskipulags sveitarfélagsins.
Framkvæmdaleyfiumsókn_15.6.2021Snæfellsnesvegur.pdf
2. 2106028 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt á jörðinni Hallsstaðir
Fyrir liggur umsókn frá Konráði Lúðvíkssyni um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðinni Hallsstaðir. Um er að ræða svæði sem er 30 ha að stærð.
Með vísun í 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi er umrædd framkvæmd leyfisskyld sem felur í sér að leita þarf umsagnar viðeigandi stofnana.

Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi jörðum og leita eftir umsögnum frá viðeigandi stofnunum.

Nefndin bendir á að með útgáfu framkvæmdaleyfis þarf að liggja fyrir skógræktarsamningur um viðkomandi svæði. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu.
Hallsstaðir samningssvæði.pdf
3. 2107004 - Skoravík L137786 og Skoravíkurland 3 L218570; Sameining jarða
Lögð fram umsókn frá Árna Alvari Arasyni og Elsu Ævarsdóttur f.h. Skoravíkur ehf. þar sem óskað er eftir sameiningu jarðanna Skoravík L137786 og Skoravíkurland 3 L218570 með þeim hætti að Skoravíkurland 3 verði fellt aftur inn í upprunajörðina Skoravík. Báðar jarðirnar eru í eigu sömu landeigenda.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu jarðanna.
4. 2107005 - Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna br. á aðalskipulagi
Borgarbyggð óskar eftir umsögn Dalabyggðar um vinnslutillögu fyrir aðalskipulagsbreytingu í Húsafelli. Fyrirhugað er að skilgreina landnotkun og samgöngukerfi fyrir verslun, þjónustu, íbúða- og frístundabyggð sunnan þjóðvegar í Húsafelli
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við vinnslutillögu fyrir aðalskipulagsbreytingu í Húsafelli í Borgarbyggð.
Borgarbyggð - ósk um umsögn.pdf
Borgarbyggð - Húsafell, breyting á aðalskipulagi - tillaga til kynningar.pdf
5. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur bréf frá Húnaþingi vestra er varðar umsögn um breytingu á aðalskipulagi í landi Sólheima í Dalabyggð.

Í umsögninni kemur fram að skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra áskilur sér rétt til að leggja fram athugasemdir síðar í skipulagsferlinu eftir því sem við á.

Skipulagsnefnd þakkar Húnaþingi vestra fyrir bréfið og er sammála afstöðu Húnaþings vestra um aðkomu þeirra enda um nágrannasveitarfélag að ræða.
Bréf 334 SU mál 4 - Sólheimar (umsögn Húnaþings vestra, barst seint).pdf
6. 2108002 - Stofnun lóðar í landi Þverfells, L137897
Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðarinnar, Húsatúns, í landi Þverfells, L137897, í Saurbæ.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar í landi Þverfells sbr. jarðalög nr. 81/2004 og skipulagslög nr. 123/2010. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar í samræmi við framlagt erindi.

Samþykkt samhljóða
7. 2108004 - Sámsstaðir 2 - umsókn um byggingarleyfi
Sigurður Eyjólfsson sækir um byggingarleyfi fyrir skemmu að Sámsstöðum 2.
Útgáfa byggingarleyfa er í höndum byggingarfulltrúa og er honum falið að sjá um að ganga frá málinu.
8. 2106026 - Umsókn um byggingarleyfi
Olíuverslun ríkisins sækir um byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð ÓB að Vesturbraut 15 ásamt steyptu plani. Eldsneytistankar eru í 40 feta gámi, ofanjarðar.
Skipulagsnefnd fagnar samkeppni um eldsneytissölu í Búðardal. Hins vegar er brýnt að aðstaðan uppfylli kröfur um heilbrigðis- og brunavarnir enda verður hér um að ræða starfsemi innan þéttbýlis. Leita þarf umsagna viðeigandi aðila auk þess sem þörf er á því að grenndarkynna starfsemina fyrir nærliggjandi lóðarhöfum og er skipulagsfulltrúa falið vinna málið áfram.
2108-10-01 afstöðumynd.pdf
2108-10-02 Olíuverslun Islands.pdf
2108-10-02 skraningart.pdf
2108-umsókn-vesturbraut 15-olis.pdf
9. 2009031 - Framlenging á stöðuleyfi
Storm Orka ehf. óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingamöstur í landi Hróðnýjarstaða en gildandi stöðuleyfi rennur út 25. október 2021.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að stöðuleyfi fyrir vindmælingamöstur í landi Hróðnýjarstaða verði framlengt um eitt ár, frá 25. október 2021 til 25. október 2022.
Ósk um framlengingu á stöðuleyfi mastra.pdf
10. 2108013 - Nýr reiðvegur hjá Búðardal
Sótt er um gerð reiðvegar við Búðardal.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
Nýr reiðvegur hjá Búðardal.pdf
Nýr reiðvegur.pdf
11. 2108011 - Umsókn um landskipti á lóð út úr jörðinni Fremri-Hundadalur
Fyrir liggur umsókn um landskipti á lóðinni Efri-Hundadalur út úr jörðinni Fremri-Hundadalur, L13796. Stærð nýrrar lóðar er 5,48 ha.
Nefndin gerir ekki athugasemd við landskiptin og stofnun lóðarinnar.
Mál til kynningar
12. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og ferðamála auk menningarmála í Dalabyggð og Ragnheiður Pálsdóttir, sveitarstjórnarmaður og varaformaður umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, vinna að drögum að umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins.
Jóhanna María Sigmundsdóttir kom og kynnti verkefnið.
13. 2107017 - Beiðni um rökstuðning vegna hæfis í umhverfis- og skipulagsnefnd
Sigurður Sigurbjörnsson óskar eftir áliti og rökstuðningi sveitarstjóra þess efnis, hvað honum finnist um þessa afgreiðslu málsins hjá formanni umhverfis og skipulagsnefndar? Einnig hvort sveitarstjóri telji undirritaðan vanhæfan og þá hvað geri undirritaðan vanhæfan til þess að fjalla um málefni er varða breytingu á aðalskipulagi vegna vindorku í sveitarfélaginu?
Tekið fyrir erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni um vanhæfi í nefndinni og er formanni skipulagsnefndar falið að svara því formlega.
Ósk um álit og rökstuðning.pdf
14. 2108003 - Tilkynning Skipulagsstofnunar um tafir á afgreiðslu mála skv. stjórnsýslulögum
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun dags. 20. júlí 2021 þar sem tilkynnt er, í samræmi við 3. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að tafir verða á afgreiðslu stofnunarinnar á erindi Dalabyggðar dags. 16. júní 2021 þar sem óskað er staðfestingar á tveimur breytingum á aðalskipulagi Dalabyggðar samkvæmt 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna iðnaðarsvæðis í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima.
Lagt fram til kynningar.
15. 2108012 - Erindi frá Svavari Garðarssyni vegna umhverfis- og umhirðumála í Búðardal
Svavar Garðarsson óskar eftir svörum frá sveitarstjórn varðandi umhverfis- og umhirðumál í Búðardal í tengslum við Heilbrigðiseftirlit Vesturland.
Lagt fram til kynningar.
Bréf frá Svavari til sveitarstjórnar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:05 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei