Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 329

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.11.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri
Lagt er til að bæta eftirfarandi liðum á dagskrá:

Mál nr. 2301067, Starfsmannamál, og verði það liður nr. 14 á dagskrá.
Mál nr. 2403014, Miðbraut 11, og verði það liður 15 á dagskrá.
Mál nr. 2406005, Íþróttamannvirki, komi í stað máls nr. 2406006 með sama málaheiti.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206024 - Laugar í Sælingsdal
Kynnt staða mála varðandi samskipti við kaupleigutaka að Laugum í Sælingsdal.
Staðan rædd og sveitarstjóra falið að vinna áfram.
Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sitja fundinn undir dagskrárlið 2.
2. 2410027 - Fjárhagsáætlun 2024- Viðauki V
Framlögð tillaga að Viðauka V við fjárhagsáætlun 2024.

Í tillögunni felst samtals breyting á A-sjóði til hækkunar á útgjöldum um kr. 1.155.000,-

Áætluð afkoma A og B hluta á árinu 2024 er um 37 millj.kr. í rekstrarafgang.

Lækkun á launakostnaði í málaflokki 02 um kr. 1.042.000 með tilfærslu á milli deilda
Lækkun á launakostnaði í málaflokki 04 um kr. 800.000 með tilfærslu á milli deilda
Hækkun á launakostnaði í málaflokki 06 um kr. 4.405.000
Lækkun á launakostnaði í málaflokki 31 um kr. 3.000.000
Hækkun á tekjum v.gatnagerðagjalda um kr. 408.000
Hækkun á vaxta- og verðbótakostnaði v.nýs láns kr. 2.000.000

Samtals breyting á A-sjóði kr. 1.155.000 til hækkunar á útgjöldum.

Samþykkt að hækka fjármagn til framkvæmda vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja um 22 millj.kr. á árinu 2024 vegna tilfærslu einstakra verkþátta.

Samþykkt samhljóða.

Haraldur Reynisson endurskoðandi kom inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað undir dagskrárlið 3.
Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sitja fundinn undir dagskrárlið 3.
3. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun 2025 til 2028 til umræðu í byggðarráði og afgreiðslu til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Lagt til að endurskoða fjárfestingaáætlun 2025-2028.

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að rýna einstaka málaflokka með deildarstjórum milli umræðna hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að leggja fram áætlun með áorðnum breytingum fyrir fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 4.
4. 2410029 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð
Lögð eru fram drög að breytingum á samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð.
Rætt um drög að breytingum.
Verkefnastjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna samþykktina í samræmi við umræður fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
SAMÞYKKT um gatnagerðargjald í Dalabyggð.pdf
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 5.
5. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025
Til afgreiðslu koma drög að gjaldskrám Dalabyggðar fyrir 2025

Lögð eru fram drög að eftirfarandi gjaldskrám:
Útsvar og fasteignagjald, gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum, gjaldskrá félagsheimila, gjaldskrá Auðarskóla, gjaldskrá um leigu beitar- og ræktunarlands, gjaldskrá hafna, gjaldskrá hundahalds, gjaldskrá fráveitu, gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps, gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalabyggðar og gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar.

Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda á árinu 2025:

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars árið 2025 verði 14,74% og álagningarhlutfall fasteignaskatts eftirfarandi:
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.

Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda verði líkt og á árinu 2024 5%

Gjaldskrár fráveitu og rotþróa:
Flokkum stofngjalds breytt (vísað í stærð á tengingu í stað húsgerðar) og verð uppfært í samræmi við það. Að öðru leyti tekur gjaldskrá fráveitu og rotþróa 2025 mið af 3,9% hækkun.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá vatnsveitu:
Að gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar fyrir árið 2025 útskýri betur sérstakt notkunargjald, leigugjald vatnsmæla er hækkað í samræmi við kostnað, heimæðagjald útskýrt frekar og fastagjald hækkað, gjald á metra taki mið af 3,9% hækkun.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrár fyrir sorphirðu:
Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð 2025 tekur mið af breytingum í úrgangsmálum skv. lögum, nú verði greitt fast gjald og svo eftir útfærslu á ílátum.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá Auðarskóla:
Að gjaldskrá Auðarskóla taki mið af 3,9% hækkun. Fæðisgjald barna í grunnskóla dettur út í samræmi við ákvörðun um fríar máltíðir í grunnskólum. Áfram verði ekkert gjald vegna leikskólapláss barna í elsta árgangi (skólahóp). Orðalagsbreytingar sbr. skipurit Auðarskóla. Vistunartíma í lengdri viðveru breytt.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá félagsheimila:
Að gjaldskrá félagsheimila fyrir 2025 taki mið af 3,9% hækkun að undanskilinni matvælavinnslu í Tjarnarlundi þar sem gjald verði óbreytt.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá hafna:
Að gjaldskrá fyrir hafnir Dalabyggðar 2025 taki mið af 3,9% hækkun.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá beitar- og ræktunarlands:
Að gjaldskrá beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2025 taki mið af 3,9% hækkun.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrár Héraðsbókasafns:
Lagt til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu verði íbúum gjaldfrjálst árið 2025 en sektargjald og kostnaður við millilánasafn standi óbreytt frá fyrra ári.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum:
Gjaldskrá tekur breytingum samkv. byggingarvísitölu í september ár hvert (grunnur 2009). Byggingarvísitala í september 2024 er 193,0.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá hunda- og kattahalds og annað gæludýrahald í Dalabyggð:
Afgreiðslu frestað.

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleyfa:
Afgreiðslu frestað.

Gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar:
Að gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar fylgi áfram vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert og verði því uppfærð fyrir 2025 þegar vísitala liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá byggingargjalda:
Lagt til að gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð verði uppfærð fyrir 2025 þegar byggingarvísitala á grunni 2009 liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða
Skúli Hreinn Guðbjörnsson víkur af fundi undir dagskrárlið 6.
6. 2302010 - Rekstrarsamningar
Rekstrarsamningar sem gerðir voru 2023 skoðaðir.
Rætt um forsendur samninga og sveitarstjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður.
7. 2409031 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Staðarfellsvegar 1 (5906-01) af vegaskrá
Lagt fram til kynningar.
Sveitarfélagið brást við þessari tilkynningu og benti m.a. á uppbyggingu ferðaþjónustu og viðburðahalds á svæðinu. Þá vekur furðu að um kirkjustað er að ræða og er það sami afleggjari að kirkjunni eins og upp að Staðarfelli.
8. 2406018 - Fjallskil 2024
Á 248. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt tillaga þess efnis að byggðarráð taki fyrir endurskoðun fjallskilasamþykktar Dalabyggðar og viðhald rétta.
Formenn fjallskilanefnda verði kallaðir á fund sveitarstjóra og formanns atvinnumálanefndar upp úr áramótum.

Samþykkt samhljóða.

9. 2410021 - Mönnun á starfsstöðvum HVE
Framlagt minnisblað frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um mönnun hjá HVE og hvað sveitarfélög geti mögulega lagt af mörkum þar sem úrbóta er þörf.
Lagt fram.
10. 2410022 - Stofnframlög HMS
Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020 og er umsóknarfrestur til 14. nóvember 2024.
Lagt fram.
11. 2410031 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags
12. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Rætt um stöðu framkvæmda við íþróttamannvirki í Búðardal og fyrirkomulag verkfundargerða kynnt.
Lagt fram.
13. 2403014 - Miðbraut 11
Ríkiseignir hafa auglýst hlut sinn í Miðbraut 11 í Búðardal til sölu, staða máls rædd.
Sveitarstjóra falið að eiga viðræður við FSRE í samræmi við umræður á fundinum.
14. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Staðan rædd og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Mál til kynningar
15. 2410016 - Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029
Lögð fram drög að Sóknaráætlun Vesturlands sem er í samráðsferli.
Lagt fram.
SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS 2025-2029..pdf
SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS - Kynning fyrir Haustþing - LOKALOKA..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei