Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 13

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
20.01.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001021 - Atvinnustefna - Styðja við hugmyndir og þróun núverandi rekstrar fyrirtækja
Verkefni sem nefndinni er falið í stefnumótun sem unnin var í framhaldi af íbúaþingi.Umræður um samstarfsvettvang fyrir fyrirtæki á svæðinu til að samnýta þjónustuaðila sem verið er að fá á svæðið.
Nefndin áætlar að hitta atvinnurekendur á svæðinu, 25.febrúar kl.16:00 og fara yfir ýmis málefni með þeim s.s. samstarfsvettvang og þróun atvinnu á svæðinu.
2. 2001020 - Atvinnustefna - Heimavinnsla
Verkefni sem nefndinni er falið í stefnumótun sem unnin var í framhaldi af íbúaþingi.
Nefndin óskar eftir að fá aðila sem standa fyrir verkefni um uppsetningu heimavinnslustöðvar innan Dalabyggðar á næsta fund nefndar til að fara yfir málið.
3. 2001019 - Atvinnustefna - Laða að opinber störf
Verkefni sem nefndinni er falið í stefnumótun sem unnin var í framhaldi af íbúaþingi.
Nefndin tekur umræðu um málaflokkinn, telur það mikilvægt að haldið sé vel utan um þau opinberu störf sem hafa fundið sér stað á svæðinu.
4. 1909020 - Atvinnustefna - Þrífasa rafmagn í Dalabyggð.
Verkefni sem nefndinni er falið í stefnumótun sem unnin var í framhaldi af íbúaþingi.

Úr fundargerð 234. fundar byggðarráðs 24.10.2019, dagskrárliður 14:
1909020 - Þrífasa rafmagn í Dalabyggð.
Það er farið að koma alvarlega við starfsemi mjólkurframleiðenda (t.d. Leiðólfsstaðir, Lyngbrekka, Saurstaðir og Skerðingsstaðir) í Dalabyggð að þeir hafa ekki aðgang að þrífasa rafmagni. Byggðarráð leggur áherslu á að RARIK veiti tengingum við þessa staði forgang auk þess sem tryggja þarf þrífasa rafmagn til ferðaþjónustuaðila.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin tekur umræðu um aðstæður og þörf fyrir þrífasa rafmagn á svæðinu, sérstaklega í tengslum við atvinnurekstur og búsetuskilyrði.
Nefndin áætlar að fá verkstjóra framkvæmdasviðs RARIK á Vesturlandi á fund til upplýsingar.
Nefndin tekur einnig undir bókun Byggðarráðs af 234.fundi um þrífasa rafmagn í Dalabyggð.
Samþykkt er inn á fund nefndarinnar mál um umsóknir um framkvæmdarleyfi til skógræktar á lögbýlum.
5. 2001010 - Umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
Nefndin telur mikilvægt að flokkun landbúnaðarlands í Dalabyggð liggi fyrir í mars eins og áætlað er.
Nefndin áætlar að fá formann félags skógarbænda á Vesturlandi á fund nefndarinnar.
Mál til kynningar
6. 1911005 - Klofningur, áningastaður - hönnun og undirbúningur
Unnið er að hönnun og undirbúning að stígagerð og bættu aðgengi að hringsjá á Klofning, í samræmi við vilyrði um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Gera þarf þarfagreiningu til að móta verkefnið nánar.

Málið kynnt nefnd.
7. 1911024 - Áfangastaðaáætlun
Fundargerð fyrsta fundar áfangastaðafulltrúa.
Málið kynnt nefnd.
8. 1911012 - Verkefnisstjóri atvinnu-, markaðs- og menningarmála
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnisstjóri atvinnu-, markaðs- og menningarmála hóf störf í byrjun janúar.
Pálmi Jóhannsson víkur af fundi.
9. 1807013 - Vínlandssetur
Staða mála varðandi framkvæmdir við Vínlandssetur kynnt.
Farið er yfir stöðu verkefnisins, enn lítur út fyrir að verkefnið standist áætlun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:47 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei