Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 186

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
30.01.2020 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Anna Berglind Halldórsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Staðfesting á álagningarhlutfalli lóðarleigu.
Í greinargerð með fjárhagsáætlun 2020 kemur fram að álagningarhlutfall lóðarleigu sé óbreytt milli enda hafi lóðarmat lækkað á milli ára.

Til máls tóku: Kristján
Í greinargerð með fjárhagsáætlun sem samþykkt var þann 12. desember sl. að lóðarleiga yrði óbreytt milli ára. Lóðarleiga á árinu 2020 er því eftirfarandi:
Íbúðarhúsnæði: 1,70% af fasteignamati lóðar.
Atvinnuhúsnæði: 2,00% af fasteignamati lóðar.

Samþykkt samhljóða.
2. 2001049 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki I
Lagt er til að Dalabyggð fái heimild til að lána Bakkahvammi hses allt að kr. 30.000.000 til greiðslu vegna kaupa á íbúðunum við Bakkahvamm 8a, 8b og 8c. Lánið verður greitt til baka þegar helmingur stofnframlags frá ríkinu hefur verið greiddur og lánsfjármögnun hefur borist.
Til máls tóku: Kristján
Lögð fram tillaga að viðauka sem heimilar Dalabyggð að lána Bakkahvammi hses til skemmri tíma allt að kr. 30.000.000. Lánið verður fjarmagnað með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð I.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:06 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei