Til bakaPrenta
Dalaveitur ehf - 47

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
18.03.2024 og hófst hann kl. 15:15
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Formaður kallaði eftir hvort athugasemdir væru við fundarboð, engar athugasemdir komu fram og skoðast því fundurinn lögmætur.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti
Í kjölfar síðasta fundar í byggðarráði Dalabyggðar og umræðna í stjórn Dalaveitna ehf. hafa átt sér stað samtöl og samskipti við fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Fyrir liggur nú tilboð frá Mílu í kaup á ljósaleiðarakerfi Dalaveitna í dreifbýli. Einnig liggur fyrir staðfest að Míla hyggst samhliða fara í lagningu ljósleiðara í Búðardal og hefja framkvæmdir sumarið 2024 og að Búðardalur verði ljósleiðaravæddur fyrir árslok 2025.

Stjórn Dalaveitna ehf. samþykkir framkomið tilboð og lýsir ánægju með að farið verði í lagningu ljósleiðara í Búðardal og að verklok þar verði á árinu 2025.
Stjórn Dalaveitna ehf. felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h Dalaveitna ehf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei