Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 190

Haldinn á fjarfundi,
02.04.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum (almennt mál) sem verði dagskrárliður 15.
1910009F - Fundargerð félagsmálanefndar (fundargerð til samþykktar)sem verði dagskrárliður 20.
2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna (mál til kynningar) sem verði dagskrárliður 28.
1911007- Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga (mál til kynningar) sem verði dagskrárliður 31.
Röð annarra dagskrárliða færist til í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019 - fyrri umræða.
Úr fundargerð 242. fundar byggðarráðs 26.03.2020, dagskrárliður 5:

2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019,
Ársreikningur 2019 lagður fram.
Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi Dalabyggðar tekur þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið og fer yfir ársreikninginn.

Fjalla þarf um þá óvissu sem nú er uppi í skýringum með ársreikningnum.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 962,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 791,5 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 64,5 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 220,1 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam 801,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 690,3 millj. kr.

Reikningurinn staðfestur og samþykkt að visa honum til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari tók þátt í fundinum undir hluta af þessum dagskrárlið.

Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi kynnti ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2019 og fór yfir endurskoðunarskýrslu.

Til máls tóku: Kristján.

Fyrir liggur til fyrri umræðu ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2019 staðfestur af byggðarráði og sveitarstjóra. Einnig liggur fyrir sundurliðunarbók og endurskoðunarskýrsla.

Oddviti lagði til að ársreikningi 2019 verði vísað til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.

Ársreikningurinn verður birtur á vef og íbúar hvattir til að senda inn fyrirspurnir varðandi hann sem teknar yrðu fyrir við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar.
Dalabyggð sundurliðunarbók 2019.pdf
Dalabyggð Samstæða 2019-24.3.2020-byggðaráð.pdf
Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar - seinni umræða
Úr fundargerð 242. fundar byggðarráðs 26.03.2020, dagskrárliður 6:
1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
Úr fundargerð 188. fundar sveitarstjórnar 5.03.2020, dagskrárliður 1:
1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar - fyrri umræða.
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 3:
1912995 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga.
Úr fundargerð 184 fundar sveitarstjórnar 12.12.2019, dagskrárliður 20:
1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum
Tók til máls: Kristján.
Byggðarráði falið að endurskoða samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Á 240. fundi byggðarráðs 22. janúar sl. (dagskrárliður 3) var varaformanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að fara yfir samþykktirnar og gera tillögu um breytingar til byggðarráðs á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. Sveitarstjóra falið að fá lögmann til að lesa tillöguna yfir.
Til máls tóku í þessari röð: Kristján, Eyjólfur.
Samþykkt samhljóða að vísa breytingum á samþykktum Dalabyggðar til annarrar umræðu.
Byggðarráð fór yfir breytingar og þær samþykktar samhljóða.
Tillögunni vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt

Tillagan eins og hún liggur fyrir frá byggðarráði samþykkt með þeirri breytingu að í þriggja manna fjallskilanefndum verði einn varafulltrúi og í fimm manna fjallskilanefndum verði tveir varafulltrúar. Breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar verða sendar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.
Samþykktir með breytingum (með TrackChanges) (004).pdf
3. 1806011 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
Kjósa þarf varamenn til viðbótar í fjórar fjallskilanefndir í samræmi við samþykktir Dalabyggðar:
Fjallskilanefnd Skógarstrandar, vantar 2.
Fjallskilanefnd Suðurdala, vantar 3.
Fjallskilanefnd Fellsstrandar, vantar 1
Fjallskilanefnd Skarðsstrandar, vantar 1

Oddviti leggur til að afgreiðslu verði frestað.
Samþykkt samhljóða.
4. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Til máls tekur: Kristján
Sveitarstjóri fer yfir stöðuna, vinnu viðbragðsteymis Dalabyggðar og deilir upplýsingum frá Vinnumálastofnun.
Viðbragðsáætlun-Dalabyggðar-vegna-COVID-19-1.-útgáfa.pdf
5. 2003034 - Breyting á gjalddögum fasteignagjalda
Úr fundargerð 242. fundar byggðarráðs 26.03.2020, dagskrárliður 4:
2003034 - Breyting á gjalddögum fasteignagjalda
Umræða um hvort seinka eigi gjalddögum vegna fasteignagjalda.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hægt verði sækja um að seinka gjalddögum fasteignagjalda og felur sveitarstjóra að vinna drög að tillögu þess efnis.
Samþykkt samhljóða

Til máls tóku: Kristján, Pálmi, Kristján (öðru sinni).

Tillaga frá sveitarstjóra:
Heimilt verður að sækja um að eindögum fasteignagjalda í apríl, maí og júní verði frestað um allt að sjö mánuði. Óska þarf eftir því með tölvupósti til ingibjorgjo@dalir.is á sérstöku eyðublaði.

Sveitarstjórn beinir því til þeirra sem leigja út eigið húsnæði og geta nýtt sér frestunina að þeir bjóði leigjendum að njóta þessa gjaldfrests.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - frestun fasteignaskatta.pdf
6. 2003030 - Gjaldskrá leikskóla á meðan neyðarstig stendur yfir.
Úr fundargerð 242. fundar byggðarráðs 26.03.2020, dagskrárliður 15:
2003030 - Gjaldskrá leikskóla á meðan neyðarstig stendur yfir.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að einungis verði rukkað fyrir þá þjónustu í Auðarskóla sem nýtt er og felur sveitarstjóra að vinna drög að hvernig þetta verður útfært.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Kristján.

Tillaga sveitarstjóra:
Frá 15. mars, þegar samkomubann tók gildi, miðast reikningar vegna Auðarskóla (tónlistarskóla, mötuneytis og leikskóla) við þá þjónustu sem hefur verið nýtt. Foreldrar/forráðamenn fá endurgreitt það sem ofgreitt hefur verið vegna mars og reikningur vegna apríl mun miða við áætlun út frá stöðunni 30. mars. Uppgjör vegna raunverulegrar notkunar á þjónustu verður síðan gert í júní.

Samþykkt samhljóða.
7. 1809034 - Reglur um styrki.
Úr fundargerð 242. fundar byggðarráðs 26.03.2020, dagskrárliður 8:
1809034 - Reglur um styrki.
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 16:
1809034 - Reglur um styrki
Tillaga að reglum um styrki lögð fram.
Sveitarstjóra falið að ganga frá lokadrögum sem lögð verða fyrir næsta fund ráðsins.
Tillaga að reglum samþykkt samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Tillagan samþykkt samhljóða.
Reglur_styrktarlinur_lokadrög_til_sveitarstjórnar.pdf
8. 2003014 - Jafnréttisstefna
Úr fundargerð 55. fundar félagsmálanefndar 25.03.2020, dagskrárliður 1:
2003014 - Jafnréttisstefna
Jafnréttisstefna yfirfarin og afgreidd
Jóhanna María Sigmundsdóttir kynnti jafnréttisstefna sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir stefnuna og vísar stefnunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Kristján.

Samþykkt samhljóða.
Jafnréttisstefna Dalabyggðar.pdf
9. 2003015 - Launastefna
Úr fundargerð 55. fundar félagsmálanefndar 25.03.2020, dagskrárliður 2:
2003015 - Launastefna
Launastefna yfirfarin og afgreidd
Jóhanna María Sigmundsdóttir kynnti launastefnu sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir stefnuna og vísar stefnunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Tillagan samþykkt samhljóða.
Launastefna Dalabyggðar.pdf
10. 2003016 - Jafnlaunastefna
Úr fundargerð 55. fundar félagsmálanefndar 25.03.2020, dagskrárliður 3:
2003016 - Jafnlaunastefna
Jafnlaunastefna yfirfarin og afgreidd
Jóhanna María Sigmundsdóttir kynnti jafnlaunastefna sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir stefnuna og vísari til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Tillagan samþykkt samhljóða.
Jafnlaunastefna Dalabyggðar.pdf
11. 2003037 - Tengivegir í Dalabyggð
Í þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19 sem samþykkt var á Alþingi 30. mars sl. er 1.000 milljónum króna varið í framkvæmdir við tengivegi á Íslandi. Vegagerðin er ábyrgðaraðili á framkvæmd verkefnisins.
Í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá desember 2019 sem snýr meðal annars að tengivegum (Þingskjal 785) kemur fram að tengivegir á Íslandi séu 3.400 km, þar af um 2.300 km malarvegir. Þar kemur jafnframt fram að 1.000 milljónir dugi til að leggja bundið slitlag á 30-35 km. Miðað við þessa fjárveitingu árlega mun taka 70 ár að leggja bundið slitlag á tengivegi sem í dag eru malavegir.
Skv. vegaskrá eru rúmlega 400 km af vegum í Dalabyggð, þar af eru stofn- og tengivegir 298 km. Dalabyggð hefur sjötta lengsta vegakerfi stofn- og tengivega á landinu. Um 200 km stofn- og tengivega í Dalabyggð eru malarvegir eða 68%, þar af eru 92% tengivega malarvegir.

Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á Vegargerðina að hefja lagningu bundins slitlags á Klofningsveg nr. 590 sumarið 2020 og skilgreina það sem tilraunaverkefni á landsvísu við að leggja bundið slitlag á malarvegi með sem minnstum hönnunarkostnaði. Klofningsvegur er lengsti samfelldi tengivegurinn í Dalabyggð og hefur um langt árabil verið sveltur varðandi fjármuni til viðhalds. Vegurinn er nauðsynleg samgönguæð í Dalabyggð og bundið slitlagið getur orðið vítamínsprauta fyrir eflingu byggðar á Fellsströnd og Skarðsströnd. Nýverið var vegurinn skilgreindur sem hluti af Vestfjarðaleið, nýrri ferðaleið um Dali, Vestfirði og Strandir. Dalabyggð er eins með til skoðunar að flytja Byggðasafn Dalamanna á Staðarfell sem stendur við veginn. Sveitarstjórn Dalabyggðar bendir jafnframt á að ef framkvæmdin yrði tilraunaverkefni á landsvísu er hægt að hraða uppbyggingu slitlags á tengivegi umtalsvert en það er með öllu óásættanlegt að bíða til ársins 2090 eftir verklokum m.v. núverandi útdeilingu fjármuna.

Samþykkt samhljóða.
Vegagerðin.pdf
12. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Lögð fram drög að verklýsingu og tilboðsskrá auk minnisblaðs um útboðsskilmála.
Til máls tóku: Kristján.

Tillaga um að sveitarstórn feli sveitarstjóra fullnaðarafgreiðslu á útboðsgögnum vegna sorphreinsunsar.
Samþykkt samhljóða.
13. 2003043 - Þjónustusamningar við dýralækna á landsbyggðinni
Skv. lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr skal gera þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi dýralækna skv. reglugerð um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum nr. 846/2011 með síðari breytingum. Starfshópur sem var skipaður til að vinna að tillögum um útfærslur á nýjum þjónustusamningum hefur ekki lokið störfum sínum. Gildandi þjónustusamningar við dýralækna runnu út 1. nóvember 2019 en voru framlengdir til 1. maí 2020. Meðal dýralækna hefur gætt nokkurra óánægju varðandi réttindi þeirra þegar kemur að fríi, orlofi og slysum. Þjónustusvæðin eru landfræðilega mjög stór en Dalabyggð er á þjónustusvæði 2 auk Reykhólahrepps, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og fyrrum Bæjarhrepp í Húnaþingi vestra.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að tryggja dýralæknaþjónustu í dreifbýli Íslands. Ljúka þarf vinnu starfshóps um endurskoðun þjónustusamninga sem fyrst og tryggja sjálfstætt starfandi dýralæknum í dreifbýli ásættanleg starfskjör. Dýralæknar gegna mikilvægu hlutverki varðandi velferð dýra og eru mikilvægur hlekkur í fæðuöryggi Íslands.
Í Dalabyggð er landbúnaður undirstaða byggðar í dreifbýli sveitarfélagsins og sauðburður á næsta leiti. Í þjóðfélaginu ríkir nú mikið óvissuástand vegna heimsfaraldur af völdum COVID-19. Þjónusta dýralækna í dreifbýli er grunnþjónusta sem þarf að tryggja án röskunar og þeim upplýsingum þarf koma til bænda sem fyrst og eyða allri óvissu um málið tafarlaust.

Samþykkt samhljóða.
14. 2002051 - Eftirlit með framvindu á árinu 2019 - fjárfestingar.
Yfirlit um fjárfestingar 2019 lagt fram til umræðu.
Til máls tóku: Kristján.
EFS bréf um fjárfestingu árið 2019 sent feb 2020.pdf
Eftirlitsnefnd.2019 Eignfærslur.pdf
15. 2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum
Verktakar í skólaakstri óska eftir að ákvæði um 50% greiðslu þegar skólaakstur fellur niður verði endurskoðað.
Til máls tóku: Kristján.

Oddviti leggur fram tillögu:
Erindi frá verktökum í skólaakstri vísað til fullnaðarafgreiðslu í byggðarráði. Við afgreiðslu málsins þarf að gæta að því að hún sé í samræmi við 90. gr. laga um opinber innkaup.
Greiðslur vegna mars verða samkvæmt ákvæði 5. mgr. greinar 1.5.6 í útboðsskilmálum.

Samþykkt samhljóða.
Erindi frá verktökum í skólaakstri vegna niðurfellingar á akstri í samkomubanni.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
16. 2003003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 31
Eftirtalin mál voru á dagskrá 31. fundar stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns 9.03.2020:
1. 2003010 - Tilmæli til hjúkrunarheimila innan SFV vegna COVID-19.

Samþykkt samhljóða.
17. 2003006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 242
Eftirtalin mál voru á dagskrá 242. fundar byggðarráðs 26.03.2020:
1. 2003026 - Fundir byggðarráðs sem fjarfundir
2. 2003021 - Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011
3. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
4. 2003034 - Breyting á gjalddögum fasteignagjalda
5. 2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019
6. 1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
7. 2003018 - Ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki
8. 1809034 - Reglur um styrki
9. 1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar
10. 2002050 - Hirðing á svörtu rúlluplasti
11. 2003020 - Athugasemdir vegna afgreiðslu sveitarstjórnar - skógrækt á Hóli í Hvammssveit
12. 2001025 - Erindi frá rekstraraðila Vínlandsseturs
13. 2003025 - Erindi frá rekstraraðila Eiríksstaða
14. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
15. 2003030 - Gjaldskrá leikskóla á meðan neyðarstig stendur yfir
16. 2002002 - Kórónaveira, Staða
17. 2003024 - Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum
18. 2001003 - Tjón í Skarðsstöð vegna óveðurs
19. 2002038 - Umsagnarbeiðni - Háafell - rekstrarleyfi
20. 2003019 - Styrktarsjóður EBÍ 2020
21. 2001050 - Lagfæring á bátabrautinni í Hnúksnesi

Til máls tóku: Einar, Kristján.

Samþykkt samhljóða.
18. 2001004F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 8
Á dagskrá 8. fundar menningarmálanefndar 11.03.2020 voru eftirtalin mál:
1. 1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
2. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
3. 2001002 - Bæjarhátíð sumar 2020
4. 2003007 - Málefni Listasafns Dalasýslu
5. 2003008 - Minnisblað formanns um rekstur safna sveitarfélagsins til lengri tíma
6. 2002025 - Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns
7. 2002046 - Reglugerð um héraðsskjalasöfn

Samþykkt samhljóða.
19. 2002006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 15
Á dagskrá 5. fundar atvinnumálanefndar 10.03.2020 voru eftirtalin mál:
1. 1909020 - Þrífasa rafmagn í Dalabyggð
2. 2001010 - Umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
3. 2001020 - Atvinnustefna - Heimavinnsla
4. 2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði
5. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn

Samþykkt samhljóða.
20. 1910009F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 55
Á dagskrá 55. fundar félagsmálanefndar 25.03.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2003014 - Jafnréttisstefna
2. 2003015 - Launastefna
3. 2003016 - Jafnlaunastefna
4. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
5. 1809016 - Trúnaðarbók félagsmálanefndar
6. 2002002 - Kórónaveira, Staða

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
21. 1807004 - Dalagisting ehf - fundargerðir
Fundargerð stjórnar Dalagistingar ehf. frá 31. mars lögð fram.
22. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses
Bakkahvammur hses - fundargerð 6.pdf
23. 1902003 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019 - 2022
Fundargerð frá 27.03.2020 lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 880.pdf
Mál til kynningar
24. 2003024 - Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Til máls tóku: Kristján.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga mars 2020-A7 19_03_20.pdf
Aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili - COVID-19.pdf
25. 2003021 - Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga
Til máls tóku: Kristján.
Ákv. SRN 18.3.2020.pdf
A_nr_18_2020.pdf
B_nr_267_2020.pdf
Um breytingu til bráðabirgða á sveitarstjórnarlögum - heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldaviðmið.pdf
26. 2003013 - Umsóknir um leiguíbúðir hjá Bakkahvammi hses.
Bakkahvammi hses. hafa borist fimm umsóknir um leigu á þremur nýjum íbúðum í Bakkahvammi. Stjórn húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar mun nú vinna úr umsóknunum í samræmi við úthlutnarreglur og umsækjendum verður tilkynnt niðurstaðan eins fljótt og unnt er.
27. 2001010 - Umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
Til máls tóku: Kristján.
28. 2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna
Lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra vegna skilyrðis sveitarstjórnar Dalabyggðar fyrir samþykki um útgáfu á framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Hóli í Hvammssveit um umsögn Minjastofnunar Íslands.

Umræða fór fram undir dagskrárlið nr. 27.
Kæra til Úrskurðarnefndar á Dalabyggð.pdf
Bréf til sveitarstjórnar Dalabyggðar.pdf
29. 2002023 - Athugasemdir við kynningarfundi Breiðafjarðarnefndar
Bréf frá Breiðarfjarðarnefnd lagt fram.
20200330_framtid_breidafjardar_dalabyggd.pdf
30. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Starfshópur um íþróttamannvirki fundaði 1. apríl um möguleika á að flýta hönnun og framkvæmdum á íþróttamannvirkjum.
Til máls tóku: Kristján og Skúli.
31. 1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga.
Úrskurður féll í Héraðsdómi Vesturlands 31.03.2020 þar sem málinu var vísað frá dómi.
Til máls tóku: Kristján.
Niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands.pdf
32. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Til máls tóku: Kristján.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra apríl 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei