Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 124

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.10.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Jón Egill tómstundafulltrúi sat fundinn á meðan farið var yfir hvernig staðið var að því að hvetja ungmennin til að gefa kost á sér en yfirgaf síðan fundinn áður en fræðslunefnd gekk til starfa við að ákveða skipan í Ungmennaráðið.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308011 - Ungmennaráð 2023-2024
Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs Dalabyggðar skal kjósa fulltrúa í stjórn þess fyrir 15. september ár hvert, 2 í hvert sinn. Á fundi fræðslunefndar nr. 123 var samþykkt að framlengja frest til framboða í ungmennaráðið til 27. september sl. vegna þess að einungis eitt framboð barst og auglýsingatími var mjög skammur. Nú eru komin fram framboð frá 7 ungmennum og er það fræðslunefndar að kjósa 2 fulltrúa úr þeim góða hóp.
Fræðslunefnd samþykkti að bjóða þeim Alexöndru Öglu Jónsdóttur og Baldri Valbergssyni þau lausu sæti í ungmennaráði sem skipa á í nú. Samþykkt að fela Tómstundafulltrúa að tilkynna þeim sem kost á sér gáfu um niðurstöðuna og huga að næsta fundi ungmennaráðs. Jafnframt verði ungmennunum öllum þakkað fyrir að gefa kost á sér til starfa í þágu Ungmennaráðs Dalabyggðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei