Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 125

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.11.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Berghildur Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna,
Hafrún Ösp Gísladóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Til umræðu er staðan á starfsemi grunnskólans, kynntar tillögur varðandi ákveðna þætti í starfsemi grunnskólans á komandi starfsári og fyrstu drög að skóladagatali 2024 - 2025 kynnt.
Skólastjóri fór yfir starfið og upplifun starfsmanna á stöðunni eftir fyrstu spönn starfsins, ánægjulegt er að sjá jákvæða upplifun starfsmanna á breyttum starfsháttum í skólanum.

Skólastjóri kynnti uppfært skipurit Auðarskóla m.t.t. þeirra breytinga sem urðu á skipulagi skólans sl. sumar. Ekki verður um neinn kostnaðarauka að ræða við þessar breytingar. Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar á skipuriti.

Skólastjóri kynnti fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025 og hvaða forsendur liggi þar að baki.Skólastjóri mun kynna drögin fyrir starfsmönnum og skólaráði á næstunni.

Rætt um lengda viðveru sem boðið hefur verið upp á í Auðarskóla. Skólastjóra falið að skoða fyrirkomulag þjónustunnar.
2. 2311004 - Erindi til fræðslunefndar og byggðarráðs
Framlagt erindi til fræðslunefndar varðandi greiðsluþátttöku nemenda vegna þátttöku í skólabúðum.
Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið en sér ekki forsendur til að breyta því fyrirkomulagi sem nú er, þ.e.að Dalabyggð taki þátt í 50% af þeim kostnaði sem um ræðir. Fræðslunefnd vill benda á að ef foreldrar sjá sér ekki fært að taka þátt í þeim kostnaði sem um ræðir að þá er mögulegt að sækja um fjárhagsstuðning til félagsmálanefndar Dalabyggðar.
3. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Til umræðu er staðan á starfsemi leikskólans, kynntar hugmyndir að útfærslu á vinnutímastyttingu og fyrstu drög að skóladagatali 2024 - 2025 kynnt.
Skólastjóri kynnti fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025 og hvaða forsendur liggi þar að baki.Skólastjóri mun kynna drögin fyrir starfsmönnum og skólaráði á næstunni.

Kynnt tillaga að fyrirkomulagi á vinnutímastyttingu og hvaða áhrif sú aðgerð hefur á starfsemi leikskólans og opnunartíma. Fræðslunefnd felur skólastjóra að kynna breytt fyrirkomulag fyrir starfsfólki leikskólans, skólaráði og í kjölfarið foreldrum og forráðamönnum leikskólabarna.
4. 2311002 - Íslenska æskulýðsrannsóknin
Framlögð skýrsla sem Menntavísindastofnun gaf út fyrir stuttu í kjölfar könnunar sem unnin var á árinu.
5. 2110050 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Sagt frá fræðslufundi sem haldinn var í Auðarskóla í samstarfi við Heimili og skóla.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með þá góðu þátttöku sem varð á fundinum með Heimili og skóla sem haldinn var í Auðarskóla 18. október sl. þar sem m.a. var undirritaður Farsældarsáttmáli í Dalabyggð.
6. 2308011 - Ungmennaráð 2023-2024
Rætt um næstu skref í kjölfar þess að nú hefur verið kosið í ungmennaráð fyrir nýhafið starfsár.
Samþykkt að fela tómstundafulltrúa að boða til fundar Ungmennaráðs með formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra sem fyrst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei