| |
1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024 | |
Skólastjóri fór yfir starfið og upplifun starfsmanna á stöðunni eftir fyrstu spönn starfsins, ánægjulegt er að sjá jákvæða upplifun starfsmanna á breyttum starfsháttum í skólanum.
Skólastjóri kynnti uppfært skipurit Auðarskóla m.t.t. þeirra breytinga sem urðu á skipulagi skólans sl. sumar. Ekki verður um neinn kostnaðarauka að ræða við þessar breytingar. Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar á skipuriti.
Skólastjóri kynnti fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025 og hvaða forsendur liggi þar að baki.Skólastjóri mun kynna drögin fyrir starfsmönnum og skólaráði á næstunni.
Rætt um lengda viðveru sem boðið hefur verið upp á í Auðarskóla. Skólastjóra falið að skoða fyrirkomulag þjónustunnar. | | |
|
2. 2311004 - Erindi til fræðslunefndar og byggðarráðs | |
Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið en sér ekki forsendur til að breyta því fyrirkomulagi sem nú er, þ.e.að Dalabyggð taki þátt í 50% af þeim kostnaði sem um ræðir. Fræðslunefnd vill benda á að ef foreldrar sjá sér ekki fært að taka þátt í þeim kostnaði sem um ræðir að þá er mögulegt að sækja um fjárhagsstuðning til félagsmálanefndar Dalabyggðar. | | |
|
3. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024 | |
Skólastjóri kynnti fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025 og hvaða forsendur liggi þar að baki.Skólastjóri mun kynna drögin fyrir starfsmönnum og skólaráði á næstunni.
Kynnt tillaga að fyrirkomulagi á vinnutímastyttingu og hvaða áhrif sú aðgerð hefur á starfsemi leikskólans og opnunartíma. Fræðslunefnd felur skólastjóra að kynna breytt fyrirkomulag fyrir starfsfólki leikskólans, skólaráði og í kjölfarið foreldrum og forráðamönnum leikskólabarna. | | |
|
4. 2311002 - Íslenska æskulýðsrannsóknin | |
| |
|
5. 2110050 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna | |
Fræðslunefnd lýsir ánægju með þá góðu þátttöku sem varð á fundinum með Heimili og skóla sem haldinn var í Auðarskóla 18. október sl. þar sem m.a. var undirritaður Farsældarsáttmáli í Dalabyggð. | | |
|
6. 2308011 - Ungmennaráð 2023-2024 | |
Samþykkt að fela tómstundafulltrúa að boða til fundar Ungmennaráðs með formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra sem fyrst. | | |
|