Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 207

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.08.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt er til að eftirfarandi mál verði tekið á dagskrá:
Mál.nr. 2107003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 48, fundargerð til staðfestingar, verði dagskrárliður 10. Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104005 - Fjarfundir
Staðfesting á fjarfundum sveitarstjórnar, byggðarráðs og nefnda í samræmi við auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 354/2021 frá 27.07.2021:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Jafnframt að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Að loknum fundi skal fundargerð deilt á skjá með öllum fundarmönnum og síðan staðfest af öllum fundarmönnum í tölvupósti áður en hún er birt á heimasíðu Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
Auglýsing um ákv. ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna.pdf
2. 2107012 - Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal
Úr fundargerð 272. fundar byggðarráðs 22.07.2021, dagskrárliður 8:
2107012 - Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal
Erindi frá Hestaeigendafélagi Búðardals lagt fram.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna viðhalds vegarins að hesthúsahverfinu. Málið verði lagt fyrir sveitarstjórarfund 12. ágúst.
Samþykkt samhljóða.

Kostnaðaráætlun er frá 2,1 millj.kr. til 3,6 millj.kr. eftir því hversu mikill ofaníburður yrði settur í veginn.

Tillaga um að vísa málinu til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.
Hesthúsvegur18072021.pdf
3. 2105005 - Fjallskil 2021
Úr fundargerð 206. fundar sveitarstjórnar 10.06.2021, dagskrárliður 18:
2105005 - Fjallskil 2021
Áskorun til fjallskilanefnda um að álagning liggi fyrir, fyrir sveitarstjórnarfund 12. ágúst.
Samþykkt samhljóða.

Borist hafa gögn frá fjórum fjallskilanefndum, Fellsströnd, Saurbæ, Skarðsströnd og Skógarströnd.

Tillaga um að staðfesta álagningu fjallskila á framangreindum svæðum.

Samþykkt samhljóða.

Ekki hafa borist gögn frá fjallskilanefndum Hvammssveitar, Laxárdals og Suðurdala.

Sveitarstjórn veitir byggðarráði umboð til að afgreiða fjallskil vegna Hvammssveitar, Laxárdals og Suðurdala.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð 9.8.2021.pdf
Fundargerð Fellsströnd.pdf
Fjallskil á Skógarströnd 2021.pdf
fundargerð fjallskilanefndar skógarstrandar 2021.pdf
Fundargerð fjallskil Skarðsströnd 2021.pdf
Pálmi Jóhannsson víkur af fundi undir dagskrárlið 4.
4. 2107024 - Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs
Erindi frá Vínlandssetri ehf. þar sem samningi er sagt upp og óskað eftir nýjum, með nýjum forsendum, í ljósi heimsfaraldurs.
Sveitarstjórn vísar erindinu til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.
Pálmi Jóhannsson kemur aftur inn á fundinn.
5. 2107023 - Uppsögn á samningi vegna Eiríksstaða
Erindi frá Iceland Up Close ehf. þar sem samningi er sagt upp og óskað eftir nýjum, með nýjum forsendum, í ljósi heimsfaraldurs.
Sveitarstjórn vísar erindinu til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
6. 2106001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 270
1. Fjárhagsáætlun - Viðauki III - 2105026
2. Sjálfboðavinnuverkefni 2021 - 2105015
3. Skólaakstur 2019 - 2022 - 1901043
4. Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir - 2101043
5. Breyting varðandi varamenn í sveitarstjórn - 2010024
6. Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða - 2010009
7. Málefni Auðarskóla - 2008005
8. Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð - 1911028
9. Umhverfi og ásýnd í Dalabyggð - 2106020
10. Úrbætur á skólalóð Auðarskóla - 2106019
11. Sala á pallbíl - 2106021
12. Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja. - 2106023
13. Klofningsvegur nr. 590, vegur fyrir Strandir - 2104007
14. Ræstingar í Dalabyggð - 2104039
15. Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2021 - 2101006
16. Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021 - 2101007
17. Fundargerðir Dalagistingar ehf.- 2021 - 2101005
18. Framkvæmdir 2021 - 2105020
19. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði - 2106015
20. Samstarf safna á Vesturlandi - 2006010
21. Óskað eftir sveitarfélögum til að rýna verkfærakistu í loftslagsmálum - 2106022

Samþykkt samhljóða.
7. 2106005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 271
1. Skólaakstur 2019-2022 - 1901043
2. Styrkvegir 2021 - 2104014
3. Erindi til Leigufélagsins Bríet v. leiguíbúða Bakkahvamms hses. - 2011028
4. Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 18 - 2105002F
5. Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining - 2003004
6. Varðandi innheimtu dráttarvaxta af kröfum vegna fasteignaskatta og beiðni um upplýsingar - 2106027

Samþykkt samhljóða.
8. 2107001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 272
1. Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki IV - 2107009
2. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
3. Beiðni um afslátt af leigu í Dalabúð - 2106029
4. Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð - 2107001
5. Umsókn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna tilraunaverkefnis - 2107002
7. Kerfisáætlun Landsnets - 2107011
8. Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal - 2107012
9. Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Dalabyggðar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ásgarðs í Hvammssveit - 2107013
10. Leigusamningar - Laugum - 2107003
11. Innheimtukrafa vegna fasteignagjalda - 2107014
12. Dalabúð - frágangur í kjallara - verðkönnun - 2107015
13. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 47 - 2106002F
14. Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands - 2002009
15. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar - 2021 - 2101002
16. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð - 2012001
17. Grænbók um samgöngumál - 2107010
18. Framlög frá ríkinu til fráveituframkvæmda - 2011037
19. Framkvæmdir 2021 - 2105020
20. Sorphreinsun - útboð 2020-2022 - 1904034
21. Drög að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði - 2107016
22. Skólaakstur 2019-2022 - 1901043

Samþykkt samhljóða.
9. 2107004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 273
1. Laugar í Sælingsdal - tilboð - 2107021
2. Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki IV - 2107009

Til máls tók: Kristján varðandi 1. dagskrárlið.

Samþykkt samhljóða.
10. 2107003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 48
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. Ráðstafanir vegna COVID-19 - 2003010
3. Erindi frá SFV 2021 - 2102015

Til máls tók: Ragnheiður varðandi 1. dagskrárlið

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
11. 2107001 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Úr fundargerð 272. fundar byggðarráðs 22.07.2021, dagskrárliður 4:
2107001 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Sveitarstjóra falið að undirbúa útboð. Stefnt að því að útboðið fari fram í ágúst.
Samþykkt samhljóða.

Lagt fram til kynningar.

Til máls tók: Kristján

Undirbúningur útboðs stendur yfir. Gert er ráð fyrir eftirfarandi breytingum frá því að þessi þjónusta var síðast boðin út: (1) Greiðsla til verktaka miðist við flutt magn og að greitt verði fyrir ákveðið lágmarksmagn á ári. (2) Greiðslur verði bundnar vísitölu. (3) Fest verði að desember til mars verði ferð aðra hverja viku en apríl til nóvember að jafnaði í hverri viku (geti þó verið breytilegt).
12. 2104010 - Staða varðandi sorpsöfnun frá tunnustöðvum
Tunnustöðvar (grendarstöðvar) hafa verið að yfirfyllast og ekki náð að halda í við það magn af úrgangi sem hefur borist.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: Eyjólfur, Kristján.
Jón Egill Jónsson víkur af fundi og Þuríður Sigurðardóttir kemur inn á fundinn í hans stað.
13. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Frá starfshópi um undirbúning íþróttamannvirkja.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: Skúli, Eyjólfur, Kristján.

Starfshóp um undirbúning íþróttamannvirkja er falið að undirbúa alútboð á byggingu íþróttamannvirkja í Dalabyggð.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 1911028 - Íþróttamannvirki - undirbúningur.pdf
Teikning - íþróttamiðstöð.pdf
14. 2107007 - Dagsetningar funda 2021-2022
Úr fundargerð 272. fundar byggðarráðs 22.07.2021, dagskrárliður 6:
2107007 - Dagsetningar funda 2021-2022
Drög að dagsetingum funda ágúst 2021 til maí 2022 lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

Lagt fram til kynningar.

Til máls tók: Eyjólfur
Fundardagar 2021-2022.pdf
15. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
punktar_covid_sveitarstjórn ágúst.pdf
16. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra ágúst 2021.pdf
Fundargerð lesin, staðfest og undirrituð. Næsti fundur sveitarstjórnar verður fimmtudaginn 9. september.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei