Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 126

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.12.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Ragnheiður H Bæringsdóttir varamaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hafrún Ösp Gísladóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskóla,starfsáætlun, skipurit skólans og farið yfir endurbætur á húsnæðinu, bæði það sem gert hefur verið á árinu sem er að líða og kynntar áætlanir um framhald á komandi árum. Einnig var rætt um lengda viðveru/Kátadal við grunnskólann.
Varðandi fyrirkomulag á lengdri viðveru/starfsemi Kátadals samþykkir fræðslunefnd að halda þjónustunni óbreyttri á yfirstandandi skólaári fyrir utan að hún loki á föstudögum kl. 14:00 og opnun þjónustunnar haldist almennt í hendur við opnunartíma leikskólans.
Gjaldskrá verði endurskoðuð fyrir árið 2024.
2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla og kynnt tillaga á útfærslu á styttingu á opnunartíma leikskólans á föstudögum.
Skólastjóri sagði frá þeim samtölum sem hún hefur átt við starfsmenn leikskólans sem og við foreldra leikskólabarna varðandi styttingu á opnunartíma leikskólans.

Fræðslunefnd samþykkir í því ljósi eftirfarandi tillögu að opnunartíma skólaárið 2023 - 2024, f.o.m. 8. desember n.k.:

Lokað verði kl. 14 á föstudögum frá og með föstudeginum 8. des 2023 til 2. júlí 2024
Lokað verður kl.12:00 22. desember 2023
Lokað verði milli jóla og nýárs
Lokað verði 19. febrúar, vetrarfrísdagur grunnskólans
Lokað verði 27. mars, dagurinn fyrir skírdag

Fyrir skólaárið 2024 til 2025 samþykkir fræðslunefnd eftirfarandi opnunartíma:
Lokað verði kl. 14 á föstudögum
Lokað verði á Þorláksmessu, 23. desember
Lokað verði 27. desember, föstudagur
Lokað verði 30. desember, mánudagur
Lokað verði 16. apríl, miðvikudagur, daginn fyrir skírdag
3. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar
Rætt um stöðu mála varðandi endurskoðun og gerð skólastefnu Dalabyggðar og kynnt fyrstu drög að uppsetningu. Drög að menntastefnu verða kynnt skólaráði seinna í desember og fyrirhugaður er íbúafundur 17. janúar 2024 kl. 17:00 sem haldinn verður á teams.
4. 2301027 - Skólaakstur
Núgildandi samningar um skólaakstur renna út í lok skólaárs. Rætt um mögulegt fyrirkomulag á skólaakstri og akstursleiðir.
Skólastjóri kynnti þá möguleika sem uppi eru varðandi aksturleiðir sem miðað verði við í útboði fyrir komandi skólaár. Fræðslunefnd samþykkir að unnið verði út frá umræðum á fundinum.
5. 2311002 - Íslenska æskulýðsrannsóknin
Á síðasta fundi fræðslunefndar var þessi liður einnig á dagskrá og er hann hér á dagskrá í framhaldi af þeirri umræðu sem þá varð um forvarnarmál og þ.h.
Jón Egill Jónsson tómstundafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
6. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Rætt um starfið í félagsmiðstöðinni. Einnig rætt um starfsmannamál og mönnun sbr. heimild í fjárhagsáætlun ársins.
Auglýsing um laust starf í félagsmiðstöð er komin í loftið og er umsóknarfrestur til og með 15. desember n.k.
Jón Egill Jónsson tómstundafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
7. 2308005 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2023-2024
Tómstundafulltrúi kynnti stöðu mála í íþrótta og tímstundastarfi og horfur eftir áramótin, sjá eftirfarandi:
Félag eldri borgara.
Félag eldri borgara hefur fundað einu sinni um vordagskrá og munu að næsta fund loknum koma dagskráni á mig til að senda út og setja á netið. Gert ráð fyrir að hafa viðburð á 2 til 3 vikna fresti ásamt gönguhóp mánudaga og föstudaga. Líkamsræktar tímar verða áfram á mánudögum og miðvikudögum. Vinna stendur en yfir í skipulagningu tveggja daga sumarferðar sem er áætluð í júlí 2024.

Skátar.
Skátarnir eru en að klára yfirstandandi önn og fara svo í næstu viku í skipulagsvinnu að næstu önn. Ekki búist við miklum breytingum á þeirra starfi.

Unglingadeild Björgunarsveitar.
Gera ráð fyrir að verða áfram annan hvern þriðjudag, munu senda út dagskrá þegar dagsetningar hafa verið ákveðnar.

Sundlaugin Laugum
Sundlaugin Laugum hefur verið opin miðvikudaga og föstudaga og annan hvern laugardag. Aukaopnunum verður í kringum frídaga eins og t.d. páska.

Íþróttafélagið Undri
Dagskrá og plön um æfingar eftir áramót er í vinnslu og verður kynnt á næstunni.

Glíman
Jóhanna Vigdís verður áfram með æfingar á vorönn, æfingar verða um helgar og auglýstar í hvert skipti á samfélagsmiðlum.

Félagsmiðstöðin Gildran
Auglýsing fyrir starfsmann hefur verið birt svo það er stefnan að starfsmaður verði með tómstundafulltrúa á vorönn, við verðum áfram tvisvar í viku, miðstig á mánudögum og elsta stig á fimmtudögum.
Við verðum áfram í samstarfi með Reykhólum og Hólmavík, svo það verða hittingar kringum þetta verkefni einu sinni í mánuði að jafnaði.
Aðrir viðburðir eru t.d. Samfés, Samvest og Lyngbrekkuball.
8. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB
Kynnt staða mála varðandi undirbúning á akstri framhaldsskólanema í MB.
Mál til kynningar
Linda Guðmundsdótir verkefnastjóri DalaAuðs sat fundinn undir lið 9.
9. 2308011 - Málefni ungmenna
Á fundinn mætir Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri Dala Auðs og segir frá fundi með ungmennum í Dalabyggð sem fram fór fyrr í haust en markhópurinn þar var alursbilið 18 til 30 ára.
Linda fór yfir umræðurnar á fundinum og hvað hefði helst borið á góma og nefndi einnig að þetta samtal/fundur væri eitt af því sem hefði komið út úr íbúafundi í upphafi DalaAuðs sem markmið.
Fræðslunefnd þakkar Lindu góða yfirferð.
Umræðufundur 18-30 ára.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei