Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 100

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.12.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi
Lagt til að eftirfarandi mál verði tekin á dagskrá:
1910023 - Sjóvörn við Ægisbraut
1903025 Fjárhagsáætlun 2020-2023
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1909004 - Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal
Úr fundargerð 178. fundar sveitarstjórnar 12.09.2019, dagskrárliður 8:
1909004 - Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal
Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 3:
Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal - 1909004
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gera drög að reglum um uppsetningu skreytinga og auglýsingaskilta utan lóða í þéttbýlinu í Búðardal.
Tillaga umhverfis-og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.

Drög að reglum lögð fram.

Nefndin gerir ekki athugasemd við drög að reglum í bæjarlandi Búðardals en felur skipulagsfulltrúa að kynna drögin fyrir íbúum á heimasíðu Dalabyggðar. Drögin verða síðan afgreidd á fundi nefndarinnar 10. janúar.

Samþykkt samhljóða.
2. 1911020 - Verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar Landsnets 2020-2029
Frestur til að senda athugasemdir er til og með 23. desember 2019.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu Kerfisáætlunar Landsnets 2020 - 2029.
3. 1910012 - Veiðihús í Ytra-Fellslandi - 2117710
Ósk um niðurrif veiðihúss í Ytra Fellslandi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið gegn skriflegu samþykki landeigenda.
4. 1911029 - Blönduhlíð - umsókn um vegsvæði
Umsókn um stofnun vegsvæða vegna uppbyggingar Snæfellsvegar um Skógarströnd.
Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
5. 1911027 - Bugðustaðir - umsókn um vegsvæði
Umsókn um stofnun vegsvæða vegna uppbyggingar Snæfellsvegar um Skógarströnd.
Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
6. 1911030 - Ketilsstaðir - umsókn um vegsvæði
Umsókn um stofnun vegsvæða vegna uppbyggingar Snæfellsvegar um Skógarströnd.
Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
7. 1912001 - Miðbraut 15 - Breyting á notkun húss
D9 ehf. óskar eftir því að breyta notkun hússins úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að húsnæðið uppfylli skilyrði byggingarreglugerðar um íbúðarhúsnæði.

Samþykkt samhljóða.
8. 1802017 - Deiliskipulag við Borgarbraut
Endurauglýsing tillögu að deiliskipulagi Borgarbrautar í Búðardal lauk þann 28. nóvember 2019.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
9. 1909001 - Umsókn um byggingarleyfi - breyting
Sótt var um breytingu á notkun núverandi íbúðarhúss í Dalakoti. Svæðið er ekki deiliskipulagt og fór því fram grenndarkynning á breytingunni.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Grenndarkynning vegna breyttrar notkunar hússins fór fram og voru engar athugasemdir gerðar.

Samþykkt samhljóða.
10. 1909003 - Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðahús
Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðarhús. Grenndarkynning á breytingunni hefur farið fram.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Grenndarkynning vegna breyttrar notkunar hússins fór fram og voru engar athugasemdir gerðar.

Samþykkt samhljóða.
11. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Frestað frá síðasta fundi. Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun um málið verði frestað þar til mótuð hefur verið stefna hjá sveitarfélaginu varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi en vinna við endurskoðun þess hefst fljótlega í byrjun næsta árs.

Samþykkt samhljóða.
12. 1912007 - Sumarhús á Reynikeldu II á Skarðsströnd
Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús á Reynikeldu II á Skarðsströnd
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að öll gögn og leyfi liggi fyrir í málinu áður en framkvæmdir hefjast.

Samþykkt samhljóða.
13. 1912008 - Iðjubraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi
RARIK OHF. sækir um að setja upp einingahús á lóð RARIK að Iðjubraut 2.
Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
14. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Kynntar nokkrar tillögur um íþróttamannvirki
Lagt fram til kynningar.
15. 1911017 - Öryggisnúmer á sumarhús
Erindi frá landssmbandi sumarhúsaeigenda lagt fram.
Lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar erindinu.
16. 1911015 - Upplýsingarit fyrir sveitarfélög um náttúruvernd
Upplýsingarit fyrir sveitarfélög um náttúruvernd, gefið út af Umhverfisstofnun, lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Upplýsingarit fyrir sveitarfélög um náttúruvernd.pdf
17. 1911018 - Reglur um skráningu jarðfastra minja vegna skipulags og framkvæmda
Minjastofnun hefur gefið út reglur um skráningu jarðfastra minja vegna skipulags og framkvæmda. Lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
18. 1908001 - Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu
Búið er að auglýsa örútboð.
Lagt fram til kynningar.
19. 1910023 - Sjóvörn við Ægisbraut
Samið hefur verið við verktaka.
Tölvupóstur frá Svavari Garðarssyni lagður fram.

Lagt fram til kynningar.
20. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Breytingar á gjaldskrám sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
Kristján Sturluson, sveitarstjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei