Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 239

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
19.12.2019 og hófst hann kl. 10:05
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá:
1912025 - Kvikmyndin Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga. Almennt mál, verði dagskrárliður 6.
1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð. Almennt mál, verði dagskrárliður 7.
1810008 Frístundasvæði - Ós á Skógarströnd. Almennt mál sem verði dagskrárliður 8.
1911006 - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar. Almennt mál sem verði dagskrarliður 9.
1912023 - Starfsemi Skeljungs Vesturbraut 20 Búðardal. Mál til kynningar, verði dagskrárliður 13.
Aðrir dagskrárliðir færist til í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1912022 - Rafmagnsleysi
Erindi frá Mjólkursamsölunni og Lyngbrekku vegna rafmagnsleysis lögð fram.
Byggðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi:
Það ástand sem skapaðist í óveðrinu í síðustu viku leiddi í ljós alvarlega galla í innviðum samfélagsins. Ljóst er innviðir flutningskerfis raforku brugðust.
Þó að veðurhamurinn væri ekki jafn mikill í Dalabyggð og hjá nágrönnum okkar skapaðist samt ástand sem ekki er boðlegt í nútíma samfélagi.
Vegna bilana í tengivirkinu í Hrútatungu voru miklar truflanir á rafmagni í Dalabyggð. Varaafl er af mjög skornum skammti í Dölunum, og oft er reynt að keyra afl á Skógarstrandalínu, sem er að verða 70 ára gömul sveitalína sem flytur lítið brot af því sem þarf. Varaaflstöðin í Búðardal nær ekki að halda ragmagni á öllu þéttbýlinu og ekki er tryggð nægileg orka fyrir mikilvæga atvinnustarfsemi eins og Mjólkursamlagið í Búðardal sem hefur valdið stórtjóni, bæði núna og á undanförnum árum. Skammta þurfti rafmagn í Búðardal þar sem þurft hefði að láta Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún hafa forgang.
Hluti Dalabyggðar var án rafmagns í 22 tíma sem skapar alvarlegt ástand fyrir mjólkurframleiðendur auk þess sem fjarskipti lágu niðri vegna rafmagnsleysis. Lífsspursmál er að íbúar sveitarfélagsins geti náð í viðbragðsaðila ef alvarleg slys eða veikindi ber að höndum.
Flutningskerfi rafmagns í Dalabyggð er víða orðið gamalt og ljóst er að hefði veðrið orðið verra hefði það ekki þolað álagið. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að kraftur sé settur í uppbyggingu þess með því að leggja línur í jörð og þá um leið að tryggja aðgang að þriggja fasa rafmagni.
Við búum í nútíma samfélagi sem reiðir sig á rafmagn og fjarskipti. Stöðug fjarskipti er spurning um almannaöryggi, það öryggi brást. Það er ekki í boði að hafa ekki öruggt fjarskiptasamband, hvernig sem viðrar, sama hvar maður er staddur.
Byggðarráð Dalabyggðar krefst þess að þegar verði hafist handa við að endurbæta flutningskerfi raforku til sveitarfélagsins og dreifikerfið innan þess og ekki síður að koma upp varaafli.
Starfsmenn RARIK, Landsnets, sjálfboðaliðar og margir fleiri unnu þrekvirki við að bregðast við því alvarlega ástandi sem skapaðist og eiga miklar þakkir skildar. Innviðirnir brugðust hins vegar.
Tölvupóstur 16_12_2019 - Frá MS vegna rafmagnsleysis.pdf
Tölvupóstur 17_12_2019 - Frá Sigrúnu Hönnu Sigurðardóttur vegna rafmagnsleysis.pdf
2. 1809019 - Húsnæðismál á landsbyggðinni - Tilraunaverkefni
Samkomulag vegna tilraunaverkefnis.
Samkomulagið samþykkt samhljóða.
Dalabyggð - Samkomulag um notkun úrræða - loka.pdf
3. 1810014 - Samgöngumál - samgönguáætlun
Umsögn lögð fram.
Samþykkt að senda inn umsögn sem samþykkt var í byggðarráði 28. október sl. og einnig umsögn fræðslunefndar sem samþykkt var á fundi hennar 4. desember sl.
Úr fundargerð 94 fundar fræðslunefndar 04_12_2019 dagskrárliður 4.pdf
Umsögn um drög að 15 ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaaætlun 2020-2024.pdf
4. 1912016 - Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020
Byggðarráð óskar Aflinu velfarnaðar en hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða.
Bréf til sveitafélaga 2019.pdf
5. 1903025 - Gjaldskrár
Umræða um gjaldskrár íþróttamiðstöðvar Laugum, slökkviliðs og vegna hunda- og kattahalds.
Umræða um gjaldskrár. Verður afgreitt á næsta fundi.
Gjaldskrá SD - Drög.pdf
6. 1912025 - Kvikmyndin Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga
Sótt er um stuðning frá Dalabyggðar í formi aðgangs að húsnæði fyrir sýningu á heimildarmyndinni "Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga".
Byggðarráð samþykkir samhljóða að Dalabúð verði lánuð til sýninga á heimildarmyndinni "Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga". Ekki verði greidd húsaleiga en ræstingarkostnaður verður innheimtur skv. gjaldskrá. Hafa skal samráð við skólastjóra Auðarskóla um tíma og húsnæðið.
7. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Haft hefur verið samband frá Frón Fasteignamiðlun vegna sölu Lauga.
Laugar eru til sölu og öll tilboð sem berast verða skoðuð.
Samþykkt samhljóða.
8. 1810008 - Frístundasvæði - Ós á Skógarströnd
Samþykkt samhljóða að innheimta ekki skipulagsgjöld vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Óss á Skógarströnd.
9. 1911006 - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar
Bakkahvammur hses er kaupandi að þremur í raðhúsi sem Hrafnshóll ehf. byggir. Dalabyggð er fulltrúi fyrir húsnæðissjálfseignarstofnunina þar til skráningu í fyrirtækjaskrá er lokið og mun greiða reikning vegna jarðvinnu allt að kr. 3.000.000.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
10. 1912018 - Fasteignaskattur af veiðihúsi-skúr 2020 í landi Klungurbrekku
Lagt fram.
Beiðni um að fasteignaskattur 2020 vegna veiðihúss/skúrs verði felldur niður eða lækkaður verulega.pdf
11. 1910001 - Niðurfelling Miklagarðsvegar af vegaskrá
Tilkynning frá Vegagerðinni um ákvörðun um að fella Miklagarðsveg nr. 5968-01 út af vegaskrá sem þjóðveg.
Lagt fram.
12. 1911012 - Ráðning verkefnisstjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála
Átta umsóknir bárust um starfið og standa viðtöl yfir.
Staða máls kynnt. Mun væntanlega skýrast á næstu dögum.
13. 1912023 - Starfsemi Skeljungs Vesturbraut 20 Búðardal
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur beint því til Skeljungs að fjarlægja eldsneytistank við Vesturbraut 20.
Skeljungur Gróa Björg, Olíugeymir Búðardal 05.12.2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei