Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 158

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.10.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Baldvin Guðmundsson varamaður,
Viðar Þór Ólafsson varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari
Lagt er til að mál nr. 2301065, Ljárskógarbyggð, deiliskipulag frístundabyggðar, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 1.

Lagt er til að sama málsnúmer, nr. 2301065, með heitinu Ljárskógarbyggð, óverulega breyting aðalskipulagi, frístundabyggð F23, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 2.

Aðrir liðir í útsendri dagskrá færist til samkvæmt ofangreindu.

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301065 - Ljárskógarbyggð, deiliskipulag frístundabyggðar
Deiliskipulagið tekur til frístundabyggðar F23. Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til 14. febrúar 2025 og tekin fyrir og samþykkt í umhverfis- og skipulagsnefnd 4. mars 2025. Tillagan var ekki send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og er því enn í skipulagsferli. Tillagan er nú tekin fyrir að nýju samhliða óverulegri aðalskipulagsbreytingu vegna afmörkunar F23 með lagfæringum til samræmis við aðalskipulagsbreytinguna.
Deiliskipulagið tekur til frístundabyggðar F23. Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til 14. febrúar 2025 og tekin fyrir og samþykkt í umhverfis- og skipulagsnefnd 4. mars 2025. Tillagan var ekki send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og er því enn í skipulagsferli. Tillagan er nú tekin fyrir að nýju samhliða óverulegri aðalskipulagsbreytingu vegna afmörkunar F23 með lagfæringum til samræmis við aðalskipulagsbreytinguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi skv. 3. mgr. 41. greinar skipulagslaga.

Nefndin bendir á að tilfærsla reiðvegar og gönguleiðar er að beiðni landeiganda og skal hann bera kostnaðinn af því. Bæta þarf þeim ákvæðum við kafla 6.1 og 6.3 í deiliskipulagi.
LSK 20241212 Deiliskipulag Greinargerð.pdf
LSK DS Uppdráttur 02-DS02.pdf
2. 2301065 - Ljárskógarbyggð, óverulega breyting á aðalskipulagi, frístundabyggð F23
Framlagt erindi þar sem afmörkun frístundabyggðar F23 er breytt og svæðið minnkar úr 18,2 ha í 17,5. Aðliggjandi landbúnaðarsvæði (L1) stækkar sem því nemur. Ákvæði fyrir F23 og L1 eru óbreytt.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur breytinguna falla undir málsmeðferð um óverulega breytingu sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún tekur til tæplega eins hektara svæðis og áhrif hennar eru óveruleg á umhverfið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu.
20003-003 Ask-Dalab-óvbreyt-Ljárskógar (ID 486422).pdf
LSK 20241212 Deiliskipulag Greinargerð.pdf
LSK DS Uppdráttur 02-DS02.pdf
3. 2509016 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar ræktunarleyfis Hvammsskeljar ehf í Hvammsfirði
Framlögð beiðni um umsögn vegna ræktunarleyfis Hvammsskeljar ehf. í Hvammsfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, en bendir á að Breiðafjarðarnefnd þarf meðal annarra að fá erindið til umsagnar.
Yfirlits..pdf
5. 2509008 - Birtuorka og endurnýjanlegar orkulausnir
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar vísaði á 56. fundi sínum í kjölfar heimsóknar sem nefndin fékk þar sem kynntir voru möguleikar varðandi birtuorku eftirfarandi:

"Nefndin vísar því til umhverfis- og skipulagsnefndar að skoða hvort uppsetning á sellum á húsþök og/eða veggi þarfnist samþykkis (þ.e. útlitsbreyting byggingar) og ræði afstöðu til uppsetningar bæði í þéttbýli og dreifbýli."

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur sóknarfæri á þessu sviði og telur að ekkert sé því til fyrirstöðu að húseigendur komi fyrir sellum á húsum sínum til orkuframleiðslu, út frá skipulagsregluverki, en leggur til að húseigendur leiti til byggingarfulltrúa um ástand mannvirkja í hverju tilfelli fyrir sig.
Mál til kynningar
4. 2504015 - Ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands 2025
Framlögð ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands.
Erindið var kynnt umhverfis- og skipulagsnefnd.
6. 2508011 - Vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða - umhverfismatsskýrsla
Framlögð umsögn Dalabyggðar sem skilað var í til Skipulagsstofnunar þann 12.september sl.
Umsögn sveitarstjórnar lögð fram til kynningar.
Umsögn Dalabyggðar undirrituð.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei