Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 321

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
29.04.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir varaformaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404016 - Fjárhagsáætlun 2024-Viðauki II
Framlögð tillaga að Viðauka II við fjárhagsáætlun 2024.
Samtals breytingar á A-sjóði kr. 34.170.000 og til lækkunar á handbæru fé.
Viðauki_2.pdf
Viðauki II, sundurliðun, 29.04.2024.pdf
2. 2404017 - Fjárhagsáætlun 2024-staða mála eftir 3 mánuði
Framlagt yfirlit yfir stöðu á rekstri á fyrsta ársfjórðungi ársins 2024 m.t.t. fjárhagsáætlunar.
Farið yfir stöðu á rekstri fyrsta ársfjórðungs 2024.
1.ársfjórðungur 31.3.2024.pdf
3. 2404018 - Framkvæmdir 2024 - staða mála
Rætt um stöðu mála hvað varðar framkvæmdir á árinu 2024 og tímalínu þeirra verkefna.
Staða mála rædd.
Fjárfestingar_samantekt-staða_04apríl24.pdf
4. 2404008 - Vinnuskóli 2024
Lögð fram tillaga að launum fyrir vinnuskóla Dalabyggðar sumarið 2024 og farið yfir skipulag starfsins í sumar. Sigríður Jónsdóttir heldur utan um starf vinnuskólans líkt og undanfarin sumur.
Hækkun pr. tíma er 3,25% fyrir árið 2024.
5. 2404007 - Stafrænt Ísland 2024 - verkefni Dalabyggðar
Árið 2021 voru samþykkt lög um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Með þeim er fest í sessi sýn stjórnvalda um að meginboðleið samskipta við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað, gegnum stafrænt pósthólf á Ísland.is.
Dalabyggð hefur haldið að sér höndum varðandi innleiðingu m.t.t. þess að tæknilegar útfærslur hafa ekki legið almennilega fyrir fyrr en nú. Þ.e. tenging, birting, vistun og hýsing í öllu ferlinu við birtingu skjala.
Í boði standa leiðir innan Wise og One Systems til að mæta kröfum fyrrnefndra laga.

Einnig stendur sveitarfélaginu til boða að taka þátt í þróunarverkefni á skjalaveitu fyrir stafrænt pósthólf, undir hatti Stafrænt Ísland.

Byggðarráð leggur til að Dalabyggð sæki um þátttöku í þróunarverkefni á skjalaveitu fyrir stafrænt pósthólf.

Aðrir möguleikar verði skoðaðir fram að næsta fundi og þá liggi fyrir kostnaðargreining.
6. 2404011 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Samþykkt með fyrirvara um að öll gögn fylgi umsókninni.
7. 2404006 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Samþykkt.
8. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála í samræðum Dalabyggðar við lánastofnanir.
Staða mála rædd.
9. 2206024 - Laugar í Sælingsdal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi samskipti við kaupleigutaka að Laugum í Sælingsdal.
Staða mála rædd.
10. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.
Staða mála í tengslum við Fóðuriðjuna Ólafsdal ehf rædd.
Framkomið tilboð kynnt og því hafnað.
Mál til kynningar
11. 2404012 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2024
Framlagt fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2024.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:55 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei