Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 29

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.04.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Sigríður Huld Skúladóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Byggðarráði var boðið á fundinn. Skúli Hreinn Guðbjörnsson sat fundinn, Þuríður Jóney Sigurðardóttir var fjarverandi.


Dagskrá: 
Almenn mál
Pálmi Þór Sævarsson svæðisstjóri og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir deildarstjóri koma á fund nefndarinnar fyrir hönd Vegagerðarinnar.
1. 2204003 - Framkvæmdir á tengivegi í Gilsfirði
Nefndin fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna framkvæmda á tengivegi í Gilsfirði.
Rætt er um framkvæmdir á tengivegi í Gilsfirði þar sem áætlað er að undirbúningur framkvæmda hefjist í ár. Nefndin fagnar því að farið sé í framkvæmdir á vegum í sveitarfélaginu en leggur áherslu á að þegar farið er í framkvæmdir utan áætlana sé fjármagni veitt sérstaklega til þeirra verkefna en ekki tekið af öðrum liðum svo sem tengivegapotti Vestursvæðis.

Einnig rætt um ástand slitlags í Dalabyggð, næstu framkvæmdir í héraðinu m.a. Laxárdalsheiði og Klofningsveg.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei