Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 328

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.09.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að mál nr. 2206024, Laugar í Sælingsdal verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 2.
Lagt er til að mál nr. 2409025, Ljárskógarbyggð - tenging vatnsveitu, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 3.
Lagt er til að mál nr.2409024, Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Dunkárbakkavegar (5802-01) af vegaskrá verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 12.
Lagt er til að mál nr. 2409023, Haustþing SSV2024, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 15.
Aðrir liðir í kjölfarið á útgefinni dagskrá færast til samkvæmt því.

Samþykkt samhljóða.


Hlé var gert á fundi kl. 15:30
Fundi fram haldið kl.15:50


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Þór Ólafsson verkstjóri sitja fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2406006 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar EFLU sem halda utan um byggingarstjórn og eftirlit af hálfu sveitarfélagsins við uppbyggingu íþróttamannvirkjanna og fara yfir stöðu mála.
Rætt um stöðu framkvæmdarinnar.

Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Þór Ólafsson verkstjóri sitja fundinn undir dagskrárlið 2.
2. 2206024 - Laugar í Sælingsdal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi samskipti við kaupleigutaka að Laugum í Sælingsdal.
Sveitarstjóra falið að boða fund Dalaveitna vegna málsins.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Þór Ólafsson verkstjóri sitja fundinn undir dagskrárlið 3.
3. 2409025 - Ljárskógarbyggð - tenging vatnsveitu
Sótt er um tengingu við vatnsveitu Dalabyggðar fyrir hús í Ljárskógarbyggð. Áformuð er tenging við nokkur hús, en óskað er eftir úrtaki úr aðalstofni sem annar áformaðri uppbyggingu í samræmi við aðalskipulagsbreytingu.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
4. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Framlagt til upplýsinga uppfært minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur áætlanagerðar fyrir komandi ár.
Farið yfir stöðu vinnunnar hjá Dalabyggð.

Farið yfir stöðuna.
Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar)..pdf
Harald Óskar Haraldsson formaður Fjallskilanefndar Laxárdals kom inn á fundinn undir dagskrárlið 5 og 6.
5. 2409005 - Álögð fjallskil Sauðhús 2024
Framlagt erindi til Dalabyggðar vegna fjallskila.
Í 5. gr. Fjallskilasamþykktar Dalabyggðar segir :"Fjallskilaskyldur er hver sá sem á kindur hvort sem þær ganga í heimalandi eða í öðrum sumarhögum".
Byggðarráð styður ákvörðun Fjallskilanefndar Laxárdals um álögð fjallskil í samþykktum og útgefnum álagningarseðli.
Fjallskilanefnd Laxárdals mun sinna þeirri smölun sem ekki var sinnt að Hömrum í Laxárdal og rukka fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi. Þeir fjáreigendur sem um ræðir hafa tækifæri til að bregðast við og sinna seinni leit að Hömrum í Laxárdal laugardaginn 28. september nk. ella verður sama verklag haft á, þ.e. að Fjallskilanefnd Laxárdal ráðstafi smölun og rukki fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi.
6. 2409006 - Álögð fjallskil Hrútsstaðir 2024
Framlagt erindi til Dalabyggðar vegna fjallskila.
Í 5. gr. Fjallskilasamþykktar Dalabyggðar segir :"Fjallskilaskyldur er hver sá sem á kindur hvort sem þær ganga í heimalandi eða í öðrum sumarhögum".
Byggðarráð styður ákvörðun Fjallskilanefndar Laxárdals um álögð fjallskil í samþykktum og útgefnum álagningarseðli.
Fjallskilanefnd Laxárdals mun sinna þeirri smölun sem ekki var sinnt að Hömrum í Laxárdal og rukka fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi. Þeir fjáreigendur sem um ræðir hafa tækifæri til að bregðast við og sinna seinni leit að Hömrum í Laxárdal laugardaginn 28. september nk. ella verður sama verklag haft á, þ.e. að Fjallskilanefnd Laxárdal ráðstafi smölun og rukki fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi.
7. 2409012 - Sauðfé í einkalandi
Framlagt erindi vegna ágangs sauðfjár á einkaland.
Lagt fram til kynningar
8. 2409017 - Umsókn um lóð Borgarbraut
Framlögð umsókn um lóð við Borgarbraut í Búðardal undir parhús frá Leigufélaginu Bríet.
Samþykkt að Leigufélagið Bríet fái lóðina þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
9. 2209006 - Fræhöll
Rædd staða mála varðandi fyrirhugaða uppbyggingu Fræhallar í Búðardal. Rætt um stöðu skipulagsmála verkefninu tengdu.
Byggðarráð samþykkir aðkomu að gerð deiliskipulags á tilætluðu svæði.
Skjöldur Orri Skjaldarsson starfandi slökkviliðsstjóri sat fundinn undir lið 10.
10. 2302004 - Vinnuhópur um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi
Á 325. fundi byggðarráðs sem haldinn var 11. júlí sl. voru kynnt drög að stöðugreiningu sem unnið hafði verið að varðandi úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi. Nú liggur lokaskýrsla fyrir og er hún fylgigagn fundargerðar.
Byggðarráð ræddi stöðu mála við starfandi slökkviliðsstjóra.
Greinilegt er að uppsöfnuð þörf er til staðar til endurnýjunar búnaðar og eins þarf að gera langtímaáætlun varðandi mannafla og annað umhverfi slökkviliðsins.
Viðraðir voru kostir þess að slökkviliðin þrjú sem nú eru starfandi undir brunavörnum Dala, Reykhóla og Stranda bs. sameinist. Taka þarf það samtal lengra innan byggðasamlagsins hvaða tækifæri og ógnanir gætu verið slíku skrefi samfara.
Samþykkt að formaður byggðarráðs, starfandi slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri hittist fyrir næsta fund byggðarráðs og skili minnisblaði til byggðarráðs varðandi helstu áherslur í þessum mikilvæga málaflokki. Sveitarstjóra jafnframt falið að ræða við samstarfsaðila innan brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. um það fjármagn sem veitt er til slökkviliðanna.
Slökkvilið á Vesturlandi_stöðugreining_loka2024..pdf
11. 2409020 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Fagradalsvegar (5957-01) af vegaskrá
Framlögð tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Fagradalsvegar (5957-01) af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.
Dalabyggð gerir ekki athugasemdir af hálfu sveitarfélagsins.
12. 2409024 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Dunkárbakkavegar (5802-01) af vegaskrá
Lagt fram til kynningar.
Dalabyggð gerir ekki athugasemdir af hálfu sveitarfélagsins.
13. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð
Lögð eru fram drög að nýrri samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð.
Lögð eru fram drög að gjaldskrá í samræmi við nýja samþykkt sem og eyðublöðum fyrir skráningar.

Byggðarráð samþykkir að tillaga að nýrri samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð ásamt gjaldskrá og eyðublöðum verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
14. 2409002 - Beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2025
Framlögð beiðni um rekstrarstyrk á árinu 2025 frá Stígamótum.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
15. 2409023 - Haustþing SSV 2024
Lagt fram til kynningar.
Fundarboð 2024 -2.pdf
Mál til kynningar
16. 2409021 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2024
Framlagt boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 9. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
Ársfundur Jöfnunarsjóðs_sveitarfélög..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei