| |
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Þór Ólafsson verkstjóri sitja fundinn undir dagskrárlið 1.
| 1. 2406006 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024 | |
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála. | | |
|
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Þór Ólafsson verkstjóri sitja fundinn undir dagskrárlið 2.
| 2. 2206024 - Laugar í Sælingsdal | |
Sveitarstjóra falið að boða fund Dalaveitna vegna málsins. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. | | |
|
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Þór Ólafsson verkstjóri sitja fundinn undir dagskrárlið 3.
| 3. 2409025 - Ljárskógarbyggð - tenging vatnsveitu | |
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. | | |
|
|
Harald Óskar Haraldsson formaður Fjallskilanefndar Laxárdals kom inn á fundinn undir dagskrárlið 5 og 6.
| 5. 2409005 - Álögð fjallskil Sauðhús 2024 | |
Í 5. gr. Fjallskilasamþykktar Dalabyggðar segir :"Fjallskilaskyldur er hver sá sem á kindur hvort sem þær ganga í heimalandi eða í öðrum sumarhögum". Byggðarráð styður ákvörðun Fjallskilanefndar Laxárdals um álögð fjallskil í samþykktum og útgefnum álagningarseðli. Fjallskilanefnd Laxárdals mun sinna þeirri smölun sem ekki var sinnt að Hömrum í Laxárdal og rukka fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi. Þeir fjáreigendur sem um ræðir hafa tækifæri til að bregðast við og sinna seinni leit að Hömrum í Laxárdal laugardaginn 28. september nk. ella verður sama verklag haft á, þ.e. að Fjallskilanefnd Laxárdal ráðstafi smölun og rukki fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi. | | |
|
6. 2409006 - Álögð fjallskil Hrútsstaðir 2024 | |
Í 5. gr. Fjallskilasamþykktar Dalabyggðar segir :"Fjallskilaskyldur er hver sá sem á kindur hvort sem þær ganga í heimalandi eða í öðrum sumarhögum". Byggðarráð styður ákvörðun Fjallskilanefndar Laxárdals um álögð fjallskil í samþykktum og útgefnum álagningarseðli. Fjallskilanefnd Laxárdals mun sinna þeirri smölun sem ekki var sinnt að Hömrum í Laxárdal og rukka fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi. Þeir fjáreigendur sem um ræðir hafa tækifæri til að bregðast við og sinna seinni leit að Hömrum í Laxárdal laugardaginn 28. september nk. ella verður sama verklag haft á, þ.e. að Fjallskilanefnd Laxárdal ráðstafi smölun og rukki fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi. | | |
|
7. 2409012 - Sauðfé í einkalandi | |
Lagt fram til kynningar | | |
|
8. 2409017 - Umsókn um lóð Borgarbraut | |
Samþykkt að Leigufélagið Bríet fái lóðina þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað. | | |
|
9. 2209006 - Fræhöll | |
Byggðarráð samþykkir aðkomu að gerð deiliskipulags á tilætluðu svæði. | | |
|
Skjöldur Orri Skjaldarsson starfandi slökkviliðsstjóri sat fundinn undir lið 10.
| 10. 2302004 - Vinnuhópur um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi | |
Byggðarráð ræddi stöðu mála við starfandi slökkviliðsstjóra. Greinilegt er að uppsöfnuð þörf er til staðar til endurnýjunar búnaðar og eins þarf að gera langtímaáætlun varðandi mannafla og annað umhverfi slökkviliðsins. Viðraðir voru kostir þess að slökkviliðin þrjú sem nú eru starfandi undir brunavörnum Dala, Reykhóla og Stranda bs. sameinist. Taka þarf það samtal lengra innan byggðasamlagsins hvaða tækifæri og ógnanir gætu verið slíku skrefi samfara. Samþykkt að formaður byggðarráðs, starfandi slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri hittist fyrir næsta fund byggðarráðs og skili minnisblaði til byggðarráðs varðandi helstu áherslur í þessum mikilvæga málaflokki. Sveitarstjóra jafnframt falið að ræða við samstarfsaðila innan brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. um það fjármagn sem veitt er til slökkviliðanna. | Slökkvilið á Vesturlandi_stöðugreining_loka2024..pdf | | |
|
11. 2409020 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Fagradalsvegar (5957-01) af vegaskrá | |
Lagt fram til kynningar. Dalabyggð gerir ekki athugasemdir af hálfu sveitarfélagsins. | | |
|
12. 2409024 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Dunkárbakkavegar (5802-01) af vegaskrá | Lagt fram til kynningar. Dalabyggð gerir ekki athugasemdir af hálfu sveitarfélagsins. | | |
|
13. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð | |
Byggðarráð samþykkir að tillaga að nýrri samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð ásamt gjaldskrá og eyðublöðum verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar. | | |
|
14. 2409002 - Beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2025 | |
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni. | | |
|
15. 2409023 - Haustþing SSV 2024 | Lagt fram til kynningar. | Fundarboð 2024 -2.pdf | | |
|
| |
16. 2409021 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2024 | |
Lagt fram til kynningar. | Ársfundur Jöfnunarsjóðs_sveitarfélög..pdf | | |
|