Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 101

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
13.01.2020 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Kristján Ingi Arnarsson embættismaður, Sigfríð Andradóttir .
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001010 - Umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
Bergþóra Jónsdóttir,formaður Félags skógarbænda á Vesturlandi, óskar svara vegna umsókna um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum.
Bergþóra Jónsdóttir kynnti erindi sitt á fundinum. Nefndin þakkar fyrir góðar athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu formlega.
2. 1909024 - Minningargarðar í Dalabyggð
Óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til stofnun grafreitar.
Nefndin tekur vel í erindið og leggur til að skipulag grafreita verða tekið fyrir í aðalskipulagsvinnu sem er að hefjast.
3. 2001005 - Ábending varðandi sjóvörn við Ægisbraut
Ábending frá Boga Kristinssyni að sjóvörn verði færð utar við komandi endurnýjun.
Nefndin þakkar Boga fyrir ábendinguna. Hún er nokkuð seint komin fram og mun hafa í för með sér kostnað, sem ekki er gert ráð fyrir. Nefndin leggur því til að erindinu verði hafnað.
4. 1912015 - Stefna Dalabyggðar í loftslagsmálum
Með lögum nr. 86/2019 var gerð breyting á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 sem m.a. kveður á um skyldu sveitarfélaga til að setja sér loftslagsstefnu.
Nefndin leggur til að stefnan verði unnin samhliða endurskoðun á aðalskipulagi.
5. 2001007 - Ólafsdalur - breyting á deiliskipulagi
Minjavernd hf. óskar eftir því að gera breytingu á deiliskipulagi í Ólafsdal.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að þessi breyting á deiliskipulagi Ólafsdals verði samþykkt, þar sem um óverulega breytingu er að ræða. Ekki er þörf á grenndarkynningu, vegna þess að engir hagsmunaaðilar eru að málinu nema eigendur Ólafsdals.

Nefndin vekur athygli á að á svæðinu er merkt gröf með miltisbrandssýkingu, sem ekki má hrófla við.
6. 1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Dalabyggðar vegna tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðs Vindorkugarðs í landi Sólheima í Dalabyggð.
Umsögn Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar:

Skipulagsstofnun leitaði álits nefndarinnar á tillögu að matáætlun. Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir.
1. Í skýrslunni er fuglaathugun ekki innan tímaramma mats á umhverfisáhrifum, þannig að niðurstöður athugunarinnar koma eftir að frummatsskýrsla er gefin út. Ekki verður hægt að taka frummatsskýrsluna til afgreiðslu fyrr en niðurstöður athugunarinnar liggja fyrir. Jafnframt bendir nefndin á að nauðsylegt er að athugunin nái fram í júní, til að ná marktækri niðurstöðu um varp. Nefndin telur bann við rjúpnaveiði á framkvæmdasvæði ekki vera mótvægisaðgerð sem hafi áhrif á fuglalíf almennt.
2. Nefndin leggur áherslu á að gætt verði ýtrustu varúðar við meðferð á úrgangsvatni, þar sem hagsmunir sem snúa að fiskveiði eru mikilvægir á þessu svæði. Gerð verði nánari grein fyrir meðferð vatns.
3. Þótt vegur 59 sé ekki fjölfarinn, þá fara um hann mikilvægir gestir ferðaþjóna í Dölum, þeir gestir sem gista í héraði. Því er mikilvægt að haft verði samráð við hagsmunaaðila í Dölum, s.s. ferðamálasamtök, varðandi umferð á framkvæmdatíma verkefnisins.
4. Ekki er skilgreint með hvaða hætti fjármögnun á frágangi svæðisins við lok eða óvænta stöðvun verkefnis sé tryggð.
7. 1909004 - Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal
Dalabyggð vinnur að mótun reglna um skilti og skreytingar í bæjarlandi Búðardals.
Kynningarferlið stendur yfir.
Mál til kynningar
8. 1912026 - Landslag og vindorka - Samantekt vegna mótunar landsskipulagsstefnu um landslag
9. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Fyrsta umræða um fyrirkomulag sorphirðu í Dalabyggð vegna fyrirhugaðs útboðs í vor.
Lagt fram til kynningar.
10. 2001006 - Erindi frá Stormorku
Jólakveðja.
11. 1908001 - Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu
Samningur við Verkís kynntur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei