Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 26

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.06.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Alexandra Rut Jónsdóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2110030 - Bæjarhátíð 2022
Nefndin fer yfir dagskrá Heim í Búðardal 2022 fyrir útgáfu.
Auglýst dagskrá fer út í lok vikunnar. Viðburðir verða á dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags.

Nefndin leggur til við byggðarráð að keypt verði merkt vesti fyrir Dalabúð sem hægt er að nota við gæslu. Vestin geta einnig nýst fyrir aðra viðburði í sveitarfélaginu.
Mál til kynningar
2. 2109010 - Sýning - Nr.4 Umhverfing
Sýningin Nr4 Umhverfing leggur undir sig Dalabyggð, Vestfirði og Strandir að þessu sinni og þátttakendur verða 127 myndlistarmenn. Myndlistarmennirnir velja sér sýningarstaði innan þessara landfræðilegu marka og eru þeir ýmist í helstu þéttbýliskjörnunum eða víðsvegar úti í náttúrunni. Verkin verða skráð með GPS punktum og merkt með hefðbundnum merkingum þar sem því verður við komið. Leiðarkort um sýninguna og bók um listaverkin og höfunda þeirra verða gefin út og mun hvort tveggja verða á boðstólum á helstu viðkomustöðum ferðalanga á Vestfjarðarhringnum.
Lagt fram til kynningar.

Nefndin fagnar viðburðinum og hvetur íbúa til að ferðast um og skoða verkin sem sett eru upp.
Fréttatilkynning um sýninguna Nr 4 Umhverfing.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:48 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei