Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 292

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
23.06.2022 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2206034 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki V, almennt mál, verði dagskrárliður 7.
Mál.nr.: 2206035 - Söfnunarílát -fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir við tunnustöðvar, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Mál.nr.: 2204009F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 26, fundargerð til afgreiðslu, verði dagskrárliður 10.
Mál.nr.: 2205019 - Ráðning sveitarstjóra, mál til kynningar, verði dagskrárliður 12.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206026 - Kosning varaformanns byggðarráðs
Einar Jón Geirsson kjörinn varaformaður byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
2. 2202028 - Trúnaðarbók byggðarráðs
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.

Lögmaður sveitarfélagsins tengist fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Fært í trúnaðarbók.
Magnús Pálmi Skúlason lögmaður sat fundinn undir dagskrárlið 2.
3. 2206020 - Innheimtumál
Innheimta gengur vel og lítið um vanskil.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárlið 3.
4. 2206021 - Vatnsveita á Eiríksstöðum
Leitað verði samninga við eiganda Bergstaða um greiðslur vegna kostnaðar við vatnsveitu.
Samþykkt samhljóða.
Kristján Ingi Arnarson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 4.
5. 2206025 - Umsókn um styrk vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags
Fært í trúnaðarbók.
Samþykkt samhljóða.

Fært í trúnaðarbók.
6. 1901043 - Skólaakstur - leið 8
Auglýsa þarf skólaakstur á leið 8, Auðarskóli-Hróðnýjarstaðir.
Auglýst verður eftir verktaka vegna skólaaksturs á leið 8.
Samþykkt samhljóða.
7. 2206034 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki V
Ekki þarf viðauka vegna vatnsveitu enn sem komið er.
Gera þarf viðauka vegna íbúðarhúsa 5 millj.kr. og Skarðstöðvar kr. 300 þús.
Kristján Ingi Arnarson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 7.
8. 2206024 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Aðili sem er að skoða kaup á Laugum mætir á fundinn.
Fært í trúnaðarbók.
9. 2206035 - Söfnunarílát -fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir við tunnustöðvar
Björgunarsveitin Óskar óskar eftir að fá að staðsetja söfnunarílát við eftirtaldar grenndarstöðvar:
Tjarnarlundur, Staðarfell, Laugar (að höfðu samráði við rekstraraðila tjaldsvæðis), Búðardal (hjá gámasvæði), Árblik og Vörðufellsrétt. Ef vel gengur og ílát eru á lausu er einnig óskað eftir vilyrði fyrir grenndarstöðvunum við Fellsendarétt og Setberg.

Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur - Björgunarsveitin Ósk.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2204009F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 26
1. Bæjarhátíð 2022 - 2110030
2. Sýning - Nr.4 Umhverfing - 2109010

Fundargerðin lögð fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
11. 2201001 - Fundargerðir SSV 2022
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
168-fundur-stjornar-SSV-fundargerd.pdf
Mál til kynningar
12. 2205019 - Ráðning sveitarstjóra
Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 20. júní. 13 umsóknir bárust.
13. 2112018 - Skoravík, krafa um afturköllun byggingarleyfis.
Krafa landeigenda Skoravíkur um að byggingarleyfi verði afturkallað.
Fært í trúnaðarbók.
Magnús Pálmi Skúlason lögmaður sat fundinn undir dagskrárlið 13.
14. 2206019 - Tikynning um fyrirhugaða niðurfellingu Ormsstaðavegar nr 5922-01 af vegaskrá
Lagt fram.
Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Ormsstaðavegar af vegskrá.pdf
15. 2206022 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2022
Fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna 29. júní lagt fram.
Lagt fram.
Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2022.pdf
Landskerfi - ársreikningur 2021- undirritaður.pdf
LB_samþykktir_júní 2020 undirritaðar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:37 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei