Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 11

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.09.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Hlöðver Ingi Gunnarsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2007007 - Uppfærsla samnings við Leikklúbb Laxdæla
Komið er að uppfærslu á samningi við Leikklúbb Laxdæla. Samningurinn kemur til umsagnar hjá menningarmálanefnd.
Nefndin leggur til eftirfarandi breyingar á drögum að samning: Leikklúbbur sjái um ræstingar eftir sýningar og aðra viðburði á þeirra vegum. 4. punktur í 2. gr. verði breytt "Dalabyggð sér um ræstingu hússins að öðru leyti".
Leikklúbbur skili skýrslu um störf sín á fundi menningarmálanefndar á hverju vori.
Nefndin óskar eftir að skýrt sé hvort ákvæði um selda miða á viðburði í Dalabúð gildi fyrir sýningar leikklúbbsins.
Nefndin hvetur Leikklúbb Laxdæla til að standa að uppsetningu sýninga á næstu misserum sem dæmi má nefna að Jörvagleðin 2021 nálgast óðfluga.
2. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Umræða um fjárhagsáætlun 2021-2024 og verkefni menningarmálanefndar
Nefndin fer yfir málaflokka sem heyra undir nefndina.
3. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Farið yfir stöðu mála með Byggðarsafn Dalamanna að Staðarfelli
Nefndin fagnar ákvörðun sveitarstjórnar um að byggðarráð skuli hefja viðræður við ríkið um að Byggðasafn Dalamanna verði staðsett á Staðarfelli og hvetur byggðarráð áfram í verkefninu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipuð verði verkefnastjórn til að vinna að framtíðarskipulagi og uppbyggingu starfseminnar á Staðarfelli. Tryggja þarf fjármagn í fjárhagsáætlun til verkefnisins.
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 195 (10.9.2020) - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell.pdf
4. 2009003 - Jörvagleði 2021
Fyrstu drög lögð að Jörvagleði 2021.
Nefndin leggur til að skoða m.a. vísindakennslu háskólans, verkefnið "Kvöldstund með listamanni", leikrit hjá Leikklúbbi Laxdæla, leikrit ungmenna, tónlistarmenn, listamenn, ljósmyndasýningar, þátttöku ferðaþjóna, opin hús, opið á sögustöðum í Dölum.

Þegar að Jörvagleði verður haldin 2023 verður 130 ára fæðingarafmæli Ásmundar Sveinssonar.
5. 2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Formaður kynnir hugmynd um menningarmálaverkefnasjóð.
Lagt er til að stofnaður verði sjóður þar sem menningarmálanefnd getur fengið umsóknir um styrki og úthlutað til menningarmálaverkefna í Dalabyggð. Sveitarstjórn tryggi sjóðnum fjármagn á fjárhagsáætlun, í fyrsta sinn 2021. Nefndin leggur til að samdar verði reglur um hlutverk sjóðsins og úthlutun úr honum. Verkefnastjóra falið að vinna áfram.
6. 2001047 - Fréttir frá Verkefnastjóra
Farið yfir uppgjör vegna Heim í Búðardal.
Nefndin þakkar fyrir vel heppnaða hátíð.
Mál til kynningar
7. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Ráðstefna og málstofa um aukna nýtingu fyrir blómlega menningu í félagsheimilum og menningarhúsum sveitarfélaga kynnt nefnd.
Lagt fram til kynningar.
Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að hugað verði að fjölþættari nýtingu félagsheimila í Dalabyggð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:48 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei