Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 240

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.01.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001003 - Upplýsingaöflun í tengslum við afleiðingar óveðurs
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa verið að taka saman upplýsingar um afleiðingar óveðursins fyrir starfshóp sem skipaður var af ríkisstjórninni.

Farið yfir tjón eftir verðuráhlaup undanfarið.

Flotbryggja í Skarðsstöð færðist til í óveðrinu í desember. Farið verður í viðgerðir við fyrsta tækifæri.
Í framtíðinni þarf að setja auka festingar fyrir veturinn.
RE: RE: Upplýsingaöflun í tengslum við afleiðingar óveðurs.pdf
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2001037 - Skólavist utan lögheimilssveitarfélags.
Fært í trúnaðarbók.
Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 2.
3. 1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
Úr fundargerð 184 fundar sveitarstjórnar 12.12.2019, dagskrárliður 20:
1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum
Tók til máls: Kristján.
Byggðarráði falið að endurskoða samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

Varaformanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að fara yfir samþykktirnar og gera tillögu um breytingar til byggðarráðs á næsta fundi.
Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum.pdf
4. 2001004 - Þorrablót Ólafs Pá - tækifærisleyfi
Fyrirspurn hefur borist frá forsvarsmönnum þorrablótsins hvort miða eigi 18 ára aldurstakmark við afmælisdag eða hvort þeim sem verða 18 ára á árinu sé heimilt að sækja blótið í fylgd með forráðamönnum.
Miðað við afgreiðslu sveitarstjórnar verður að miða við að ungmenni hafi náð 18 ára aldri til að sækja samkomur þar sem áfengi er haft um hönd í húsum í eigu Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur vegna 18 ára aldurstakmarks á þorrablót.pdf
5. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda
Útreikningar frá lögmanni lagðir fram.
Formanni og sveitarstjóra falið að ljúka málinu í samræmi við við umræður á fundinum.
6. 1910027 - Valshamar, fasteignagjöld
Drög að svari lögð fram.
Staðfesting á að fjárhúsin hafi verið rifin var gefin út 20. febrúar 2019. Sveitarfélagið er ekki ábyrgt fyrir kostnaði tengdum skráningu eignarinnar.
Samþykkt samhljóða.
7. 2001029 - Fasteignagjöld vegna lóðar í Hallsstaðalandi.
Drög að svari lögð fram.
Lóðin er skráð hjá Þjóðskrá og Dalabyggð ber að innheimta fasteignaskatta í samræmi við það.
Samþykkt samhljóða.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárliðum 6 og 7.
8. 1912030 - Kröfur Frón fasteignamiðlunar ehf.
Ítrekað er að kröfunum er hafnað með vísan til bréfs lögmanns sveitarfélagsins. Lögmanni sveitarfélagsins falið að svara frekari fyrirspurnum.
Samþykkt samhljóða.
9. 1807013 - Vínlandssetur, opnun 23. apríl.
Undirbúningur opnunarhátíðar 23. apríl.

Undirbúningshóp fyrir opnunarhátíð skipa Svavar Gestsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir og fulltrúi frá rekstraraðila.
Samþykkt samhljóða.
10. 1807013 - Vínlandssetur, uppsetning sýningar.
Samningur við verktaka við uppsetningu sýningar.
Samþykkt samhljóða að sveitarstjóri hafi umboð til að ganga frá samningi.
11. 2001025 - Rekstraraðili Vínlandsseturs
Drög að samningi við rekstraraðila Vínlandsseturs rædd. Sveitarstjóra falið að ræða við væntanlega rekstraraðila í samræmi við umræður á fundinum.
12. 1911025 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2020
Úr fundargerð 238. fundar byggðarráðs 6.12.2019, dagskrárliður 3:
1911025 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2020
Erindi frá Ólafsdalsfélaginu vegna styrks fyrir árið 2020.
Byggðarráð óskar eftir upplýsingum um starfsemi í Ólafsdal sumarið 2020 áður en tekin verður afstaða til erindisins.
Samþykkt samhljóða.

Svar frá Ólafsdalsfélaginu lagt fram.

Samþykkt samhljóða að styrkja Ólafsdalsfélagið um kr. 500.000.
Tölvupóstur frá Ólafsdalsfélaginu.pdf
13. 2001024 - Reglur um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélagsins
Drög að reglum lögð fram.
Byggðarráð vísar drögunum til fræðslunefndar.
DRÖG að reglum Dalabyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.pdf
14. 2001026 - Útleiga félagsheimila
Reglur um hver hafi forgang að leigu, t.d. aðilar sem greiða fulla leigu.
Sá aðili sem fyrstur bókar hefur forgang að leigu.
Samþykkt samhljóða.
15. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Í fjárhagsáætlun 2020 til 2023 er gert ráð fyrir að á árinu 2020 verði framkvæmdir vegna íþróttamannvirkja í Dalabyggð undirbúnar.
Lagt er til við sveitarstjórn að skipaður verði þriggja manna starfshópur um verkefnið. Umsjónarmaður framkvæmda, skipulagsfulltrúi og skólastjóri Auðarskóla starfi með hópnum.
Samþykkt samhljóða.
16. 2001028 - Skoðun á sameiginlegu mötuneyti Silfurtúns og Auðarskóla.
Úr fundargerð 184. sveitarstjórnar 12.12.2019, dagskrárliður 15:
1905013 - Skoðun á sameiginlegu mötuneyti Silfurtúns og Auðarskóla.
Úr fundargerð 28. fundar stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns, 03.12.2019, dagskrárliður 2:
"Samningur um mötuneyti Silfurtúns rennur út um mánaðarmótin maí/júní á næsta ári. Stjórnin leggur til við sveitarstjórn að skoðaðir verði möguleikar á einu mötuneyti fyrir Silfurtún og Auðarskóla.
Samþykkt samhljóða."
Tóku til máls: Ragnheiður, Þuríður.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að leggja tillögu fyrir næsta fund byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
17. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
Í greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir 2020-2023 var eftirfarandi samþykkt:
"Farið verður yfir hvernig eignarhald á félagsheimilum er skilgreint en það er forsenda þess að eignirnar verði mögulega leigðar út eða seldar."

Búið er að fela héraðsskjalaverði að afla upplýsinga um eignarhaldið.
18. 1905028 - Ægisbraut 2
Söluumboð fyrir Fasteignasöluna Bæ vegna Ægisbrautar 2 lagt fram. Sölulaun eru 2%, að lágmarki kr. 400.000.
Samþykkt samhljóða.
Söluumbod_Ægisbraut 2.pdf
Mál til kynningar
19. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Fulltrúar Dalabyggðar áttu fund með fjármálaráðuneytinu sl. föstudag.
Gerð grein fyrir fundi fulltrúa Dalabyggðar með fjármálaráðuneytinu. Fundurinn var jákvæður.
Næsta skref er að ræða við menntamálaráðuneytið.
20. 1912024 - Húsvarsla í Árbliki, ráðning
Auglýst var eftir húsverði í Árbliki. Ein umsókn barst.
Starfssvið húsvarðar í Árbliki verður það sama og í Tjarnarlundi. Í því felst að húsvörður sér um ræstingar.
Núverandi húsverði er þakkað fyrir vel unnin störf.
Skúli vék af fundi undir dagskrárlið 20.
21. 2001014 - Upplýsingaöflun vegna stöðu jafnlaunavottunar
Bréf Jafnréttisstofu lagt fram og farið yfir drög að svarði.
Upplýsingaöflun vegna stöðu jafnlaunavottunar - sveitarfélög.pdf
22. 1910032 - Fjárhagsáætlun HeV 2020
Lagt fram til kynningar.
Utbrefheilnefnd 02_01_2020.pdf
Framlag sveitarfél til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands árið 2020.pdf
23. 2001011 - Ósk um að erindi v. fjarlægðar á bílhræjum verði svarað
Fært í trúnaðarbók.
24. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Auglýsing um leigu eða sölu lögð fram.
Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag, 22.01.2020.
Auglýsing um sölu eða leigu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei