Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 154

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.03.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi, Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Umsagnarferli um tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal er nú lokið skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga og þarf u&s nefnd að bregðast við framkomnum athugasemdum.

Um er að ræða skv. bókun á 152. fundi nefndarinnar skipulagssvæðið norðan Miðbrautar sem tekur til íbúðarbyggðar ÍB2 og ÍB3 við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Aðliggjandi er svæði fyrir samfélagsþjónustu S14 er reitur dvalarheimilisins Silfurtúns.
Ásamt miðsvæði M1 norðan Miðbrautar og aðliggjandi opins svæðis OP9.
Skipulagssvæðið sunnan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB5 við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og aðliggjandi opins svæðis OP4 suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Deiliskipulagið nær inn á útivistarsvæði OP3 meðfram ströndinni.

Nefndin fór yfir athugasemdir og fól skipulagsfulltrúa að fullvinna breytingar og funda með eigendum þar sem það á við og gera skipulagið tilbúið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
1.90 Deiliskipulagsuppdráttur A_02.12.2024..pdf
1.90 Deiliskipulagsuppdráttur B_02.12.2024..pdf
2. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Skipulagsfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi skipulagsmál og áform landeiganda um uppbyggingu.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu skv. 3. mgr. 41. greinar Skipulagslaga, með eftirfarandi breytingum:

1. Við framlagt deiliskipulag verði bætt tveimur íbúðarhúsalóðum.

2. Í athugasemdum við auglýsta tillögu kemur fram að endurskoðun friðunarákvæða Breiðafjarðar standi yfir og geti það haft áhrif á kvaðir á eigendur þeirra lóða sem til verða.

3.Nefndin tekur undir með tillögu Glaðs um að gera ráð fyrir reiðvegi um fjöru, í norðurátt frá réttinni, inn að fjarðarbotni.
3. 2502011 - Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastri
Framlögð beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmöstrum.
Nefndin bendir á að rúm 2 ár eru frá því að síðast féll úr gildi framlenging á stöðuleyfi. Ljósabúnaður hefur ekki verið í lagi, nema hluta þess tíma. Hætta getur skapast af ljóslausu mastri og nefndin telur að nauðsynlegt sé að fjarlægja þau hið fyrsta.

Nefndin samþykkir því ekki áframhaldandi stöðu mastranna og beinir staðfestingu á því til sveitarstjórnar.
4. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi
Kynntar framkomnar umsagnir og rædd viðbrögð vegna auglýstra tillagna vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagtillagna í Ólafsdal.
Nefndin ræddi fram komnar athugasemdir og drög að viðbrögðum. Skipulagsfulltrúa falið að klára viðbrögð í anda umræða á fundinum og leggja erindið þannig fyrir sveitarstjórn.
5. 2502012 - Umsókn um byggingarleyfi að Lækjarhvammi 22
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Lækjarhvammi 22 í Búðardal.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að afla nauðsynlegra gagna og að veita leyfið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei