Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 288

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.04.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirfarandi máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2204016 - Sælingsdalslaug 2022
Gunnar Már Gunnarsson umsjónarmaður íþróttamannvirkja kemur á fundinn.

Ákvörðun um opnunartíma í sumar.

Samþykkt að hafa opnunartímann þann sama og sl. sumar.

Ekki er búið að manna laugina fyrir sumarið.
2. 2204019 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki IV
Heimild til að auka Stofnframlag til Bakkahvamms hses að kr. 1.500.000
Lækkun fjárfestinga upphæð v. Íþróttamannvirkja kr. 1.500.000
Ábyrgð og aðrar skuldbindingar utan efnahagsreiknins Dalabyggðar af fjárhagsáætlun 2022 vegna Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands umfram árlegt Framlag til stofnanna og birt verður í fjárhagsáætlunum
Dalabyggðar verður:
Hlutur Dalabyggðar í rekstrarafkomu SSV skv Fjárhagsáætlun 2022 kr. 123.000 þúsund
Hlutur Dalabyggðar í rekstrarafkomu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands skv Fjárhagsáætlun 2022 kr. 161.000.

Viðauki IV samþykktur samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Viðauki 4.pdf
3. 2204007 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Umsókn um styrk frá Björgunarsveitinni Ósk.
Umsókn um styrk samþykkt samhljóða.
Umsókn um styrk vegna fasteignagjalda.pdf
4. 1909023 - Stekkjarhvammur 7 - Húsaleigusamningur
Leigjandi óskar eftir framlengingu á leigusamningi.
Beiðni samþykkt og sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi.
5. 2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Úr fundargerð 285. fundar byggðarráðs 24.02.2022, dagskrárliður 9:
2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Úr fundargerð 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021, dagskrárliður 8:
2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Á 212. fundi sveitarstjórnar 09.12.2021 var eftirfarandi tillaga samþykkt undir dagskrárlið 2 (2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - Gjaldskrár 2022.) þegar gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps var samþykkt:
Anna gerir tillögu um að gera könnun á notkun sorpíláta út frá tunnuflokkum.
Borið upp að tillögu Önnu sé vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Byrjað verður á að kanna þær upplýsingar sem Íslenska gámafélagið hefur um notkun sorpíláta.
Samþykkt samhljóða.
Skv. upplýsingum frá Íslenska gámafélaginu er græna tunnan vel nýtt og yfirleitt orðin full hjá flestum á losunardögum. Gráa tunnan er einnig vel nýtt þó er vissulega minna í þeim tunnum þar sem fáir eru í heimili. Varðandi brúnu tunnuna þá er ekki alveg komin full reynsla á þá losunartíðni sem var sett á eftir áramót sem er á 6 vikna fresti.
Ákveðið að bíða með frekari ákvarðanir eftir skýrslu frá ÍG.

Magntölur úr öllum tunnum við heimili í Dalabyggð árið 2021
Samanburður á magntölum úr öllum tunnum við heimili í Dalabyggð árið 2021
Áreiðanlegar magntölur (kg/ári) fyrir úrgang frá hverri stofnun úr
grá‐, brún‐ og blátunnu.
Mánuður - Gráa tunnan - Græna tunnan - Brúna tunnan - Heyrúlluplast
Febrúar 5.410 22.740
Mars 7.080
Apríl 6.830 12.400
Maí 6.970 3.100 340
Júní 4.260 2.450 1.210
Júlí 4.680 3.780 1.490
Ágúst 4.480 640 2.420 6.960
September 4.660 3.380 940
Október 3.680 2.860 1.970
Nóvember 4.460 550 2.030
Desember 4.960 6.700 2.460
Alls 108.505 42.800 12.860 42.100
Skilagrein 2021.pdf
6. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg
Tillaga um opnun og bætt aðgengi skógarsvæða í Búðardal. Einnig sum 0,2 ha svæði til ræktun á öspum til afklippinga á stiklingum.
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga um Brekkuskóg.
Aðgengi skógarsvæðis í Búðardal.pdf
7. 2204017 - Vinnuskóli Dalabyggðar 2022
Ákvörðun um laun í vinnuskólanum.
Launatafla samþykkt samhljóða.
Tillaga um laun í Vinnuskóla 2022.pdf
8. 2203021 - Sveitarstjórnarkosningar 2022
Umræða um kynningarfund og vefsíðu.
Ákveðið að standa fyrir kynningarfundi 4. maí fyrir þá sem gefa kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum. Sömuleiðis verði sett upp upplýsingasíða þar sem þeim sem gefa kost á sér býðst að senda inn upplýsingar um sig og stefnumál sín.
9. 2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða.
Úr fundargerð stjórnar Bakkahvamms hses 25.04.2022, dagskrárliður 1:
Erindi til Dalabyggðar vegna viðbótarfjárveitingar
Bakkahvammur hses. óskar eftir því að Dalabyggð leggi stofnunni til 1,5 millj. króna í viðbótarstofnframlag vegna byggingar þriggja íbúða. Stjórnarformanni falið að senda erindi til byggðarráðs og sveitarstjórnar vegna þessa.
Samþykkt samhljóða.

Hækkun stofnframlags til Bakkahvamms hses um kr. 1.500.000 samþykkt samhljóða.
Bréf Bakkahvamms hses til Dalabyggðar 26_04_2022.pdf
Mál til kynningar
10. 2204018 - Laus störf 2022
Yfirlit um laus störf hjá Dalabyggð, bæði sumarstörf og föst störf.
Eftirtalin störf eru laus:
Silfurtún, 2 föst störf og 6 afleysingastörf.
Auðarskóli, 8 föst störf.
Félagsleg heimaþjónusta, 1 hlutastarf
Markavörður, 1 hlutastarf
Skipulagsfulltrúi, 1 fast starf
Vinnuskóli, 1 sumarstarf
Sælingsdalslaug, 4 sumarstörf
11. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022
Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.
Frumvarp til laga um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum 590 mál.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei