| |
1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal | |
Skipulagsfulltrúi hefur ekki náð sambandi við alla hlutaðeigandi aðila og málinu því frestað til næsta fundar. | | |
|
2. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi | |
Framlögð til afgreiðslu, skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal og tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals. Tillögurnar voru kynntar samhliða frá 19. desember 2024 til 14. febrúar 2025. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Farið hefur verið yfir umsagnir og athugasemdir og er gerð grein fyrir viðbrögðum við þeim í samantekt umsagna og viðbragða. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundaði með Minjavernd 31. mars 2025 um nauðsynlegar lagfæringar tillagna til að mæta athugasemdum, einkum er vörðuðu staðsetningu lítilla gistihúsa sunnan við haughús á reit 3.2.20. Gerð hefur verið breyting frá auglýstri deiliskipulagstillögu sem felst í að byggingarreitur 3.2.20, sem ætlaður er fyrir lítil gistihús, er fluttur norðaustur fyrir skólahús og húsaþyrpinguna þar sem umhverfisáhrif slíkrar uppbyggingar eru talin minni. Jafnframt hafa verið gerða minniháttar lagfæringar á minjaskráningu skv. nýjustu gögnum og númerum byggingareita. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga og senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga með ofangreindum lagfæringum.
| DÞ1601E_greinargerð_2025-04-04..pdf | DÞ1601E-Skýringaruppdráttur_2025-04-04..pdf | DÞ1601E-Olafsdalur_dskuppdr_2025-04-04..pdf | Aðalskipulagsbreyting. Ólafsdalur_samantekt umsagna og viðbrögð.9.4.2025.pdf | Deiliskipulagsbreyting-Ólafsdalur_Samantekt athugasemda og viðbrögð.9.4.2025.pdf | | |
|
3. 2501041 - Boð um þátttöku í samráði v/Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að umsögn og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hana. | | |
|
4. 2503006 - Úrgangsþjónusta - útboð 2025 | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd sér ekki ástæðu til að breyta tilhögun úrgangsþjónustu. | | |
|
5. 2504002 - Umsókn um byggingarleyfi að Ásgarði | |
Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi veiti leyfið með fyrirvara um að fullnægjandi gögn liggi fyrir. | | |
|
6. 2504003 - Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging við fjárhús | |
Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi veiti leyfið með fyrirvara um að fullnægjandi gögn liggi fyrir. | | |
|
7. 2504008 - Umsókn um byggingarleyfi að Borgarbraut 2 og 4. | |
Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi veiti leyfið með fyrirvara um að fullnægjandi gögn liggi fyrir. | | |
|
Á fundinn mættu og sátu undir dagskrárlið nr. 8 fulltrúar Dalamannabrölts, þær Ingibjörg Jóhannsdóttir og Linda Guðmundsdóttir.
| 8. 2409022 - Merking stíga | |
Fulltrúar Dalamannabrölts ræddu merkingar við göngustíga, skilti, vegpresta og stikur og mögulegar útfærslur. Nefndin þakkar kærlega fyrir frumkvæðið og felur sveitarstjóra að finna málinu farveg. | | |
|