Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 155

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
09.04.2025 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi, Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Á 154. fundi nefndarinnar var fjallað um stöðu mála og eftirfarandi bókað:

"Nefndin fór yfir athugasemdir og fól skipulagsfulltrúa að fullvinna breytingar og funda með eigendum þar sem það á við og gera skipulagið tilbúið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar."

Skipulagsfulltrúi hefur ekki náð sambandi við alla hlutaðeigandi aðila og málinu því frestað til næsta fundar.
2. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi
Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar voru kynntar framkomnar umsagnir og rædd viðbrögð vegna auglýstra tillagna vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagtillagna í Ólafsdal. Á milli funda hefur formaður nefndarinnar og skipulagsfulltrúi átt fund með fulltrúum Minjaverndar ehf.
Framlögð til afgreiðslu, skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal og tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals.
Tillögurnar voru kynntar samhliða frá 19. desember 2024 til 14. febrúar 2025. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Farið hefur verið yfir umsagnir og athugasemdir og er gerð grein fyrir viðbrögðum við þeim í samantekt umsagna og viðbragða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd fundaði með Minjavernd 31. mars 2025 um nauðsynlegar lagfæringar tillagna til að mæta athugasemdum, einkum er vörðuðu staðsetningu lítilla gistihúsa sunnan við haughús á reit 3.2.20.
Gerð hefur verið breyting frá auglýstri deiliskipulagstillögu sem felst í að byggingarreitur 3.2.20, sem ætlaður er fyrir lítil gistihús, er fluttur norðaustur fyrir skólahús og húsaþyrpinguna þar sem umhverfisáhrif slíkrar uppbyggingar eru talin minni. Jafnframt hafa verið gerða minniháttar lagfæringar á minjaskráningu skv. nýjustu gögnum og númerum byggingareita.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga og senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga með ofangreindum lagfæringum.
DÞ1601E_greinargerð_2025-04-04..pdf
DÞ1601E-Skýringaruppdráttur_2025-04-04..pdf
DÞ1601E-Olafsdalur_dskuppdr_2025-04-04..pdf
Aðalskipulagsbreyting. Ólafsdalur_samantekt umsagna og viðbrögð.9.4.2025.pdf
Deiliskipulagsbreyting-Ólafsdalur_Samantekt athugasemda og viðbrögð.9.4.2025.pdf
3. 2501041 - Boð um þátttöku í samráði v/Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna
Á 153. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sem haldinn var 5. febrúar sl. var framlagt boð frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um þátttöku í samráði um tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna. Umsagnarfrestur er til og með 24.04.2025.
Sveitarstjóra var falið að vinna drög að umsögn og kynna fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og sveitarstjórn áður en umsögn verður skilað inn f.h. Dalabyggðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að umsögn og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hana.
4. 2503006 - Úrgangsþjónusta - útboð 2025
Samningur við Íslenska Gámafélagið um úrgangsþjónustu rennur út í lok árs. Fara þarf í útboð á úrgangsþjónustu sveitarfélagsins.
Fyrst undirbúningur felst í vali á ráðgjafa við útboðið og umræðu um hvort gera eigi breytingar á þjónustu úrgangsmála.

Umhverfis- og skipulagsnefnd sér ekki ástæðu til að breyta tilhögun úrgangsþjónustu.
5. 2504002 - Umsókn um byggingarleyfi að Ásgarði
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi veiti leyfið með fyrirvara um að fullnægjandi gögn liggi fyrir.
6. 2504003 - Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging við fjárhús
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi veiti leyfið með fyrirvara um að fullnægjandi gögn liggi fyrir.
7. 2504008 - Umsókn um byggingarleyfi að Borgarbraut 2 og 4.
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Borgarbraut 2 og 4 í Búðardal.
Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi veiti leyfið með fyrirvara um að fullnægjandi gögn liggi fyrir.
Á fundinn mættu og sátu undir dagskrárlið nr. 8 fulltrúar Dalamannabrölts, þær Ingibjörg Jóhannsdóttir og Linda Guðmundsdóttir.
8. 2409022 - Merking stíga
Framlagt erindi frá Dalamannabrölturum sem óska eftir samtali við nefndina um stefnu í merkingum göngustíga.
Fulltrúar Dalamannabrölts ræddu merkingar við göngustíga, skilti, vegpresta og stikur og mögulegar útfærslur. Nefndin þakkar kærlega fyrir frumkvæðið og felur sveitarstjóra að finna málinu farveg.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei