Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 70

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.06.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason formaður,
Guðrún Erna Magnúsdóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2406000 - Forvarnarmál
Til fundar mætir Jón Arnar Sigurþórsson frá lögreglunni á Vesturlandi.
Farið yfir stofnun forvarnarhóps í Dalabyggð.

Jón Arnar kynnti hvernig staðið er að forvörnum og skipan í forvarnarhópa á Vesturlandi á hverjum stað fyrir sig í samstarfi lögreglu og sveitarfélaga.
Félagsmálanefnd samþykkir að stofna forvarnarhóp í Dalabyggð og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að koma með tillögu að skipan hópsins á næsta fund félagsmálanefndar.
Sigríður Jónsdóttir verkstjóri heimaþjónustu sat fundinn undir lið 2.
2. 2402007 - Félagsmál 2024
Í framhaldi af umræðu á síðasta fundi félagsmálanefndar þá eru hér lögð fram drög að reglum stoð- og stuðningsþjónustu og einnig varðandi fjárhagsaðstoð og heimaþjónustu í Dalabyggð.
Félagsmálanefnd samþykkir uppfærðar reglur um félagslega heimaþjónustu með áorðnum breytingum.

Félagsmálanefnd samþykkir uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar skv. lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga með áorðnum breytingum.

Varðandi drög að reglum um stoð- og stuðningsþjónustu Dalabyggðar þá samþykkti félagsmálanefnd að vinna með drög að reglunum áfram og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að vinna skjalið áfram á milli funda.
Mál til kynningar
3. 2405011 - Farsældardagur Vesturlands 2024
Verkefnastjóri fjölskyldumála sagði frá "Farsældardegi Vesturlands" og kynnti fyrir félagsmálanefnd og aðkomu fulltrúa Dalabyggðar að honum.
4. 2405012 - Farsældarráð Vesturlands
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti verkefnið fyrir félagsmálanefnd.
Verkefnastjóri fjölskyldumála sagði frá því að sveitarfélög á Vesturlandi væru með í bígerð stofnun hóps stjórnenda í velferðarþjónustu í kjölfar samkomulags sem undirritað var á Farsældardegi Vesturlands fyrir skömmu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei