Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 118

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
28.02.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir fulltrúi foreldra,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301030 - Skólastefna 2023 -
Kynnt staða mála við gerð skólastefnu Dalabyggðar.
Beðið er eftir niðurstöðum úr Skólapúlsi þar sem nemendur og foreldrar tóku þátt. Næstu skref verða stigin í kjölfar þess að þær niðurstöður liggja fyrir.
2. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Rætt um framhaldsnám fyrir ungmenni í Dalabyggð.
Kynnt útkoma úr könnunum sem voru lagðar fram fyrir stuttu fyrir nemendur og foreldra.
Samþykkt að óska eftir fundi með skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar til að ræða mögulegar útfærslur á samstarfi á milli Dalabyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar.
Niðurstöður kannana um framhaldsskóla (1).pdf
3. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023
Rætt um skólastarf í Auðarskóla, framlagt minnisblað frá skólastjóra.
Skólastjóri kynnti stöðu mála í skólastarfinu.

Rætt um skíðaferð nemenda á mið- og elsta stigi grunnskólans. Búið er að fresta ferð sem vera átti á næstu dögum vegna veðurs og er nú stefnt að því að fara 20. til 22. mars n.k., vonandi verða veðurguðir hagstæðir. Auðarskóli tekur á sig kostnað vegna ferðarinnar sem boðið verður upp á í þetta sinn og verður fjárveiting tekin af liðnum kynningarstarfsemi.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að þetta verði að árlegum viðburði og frá og með skólaárinu 2023-2024 verði heildarkostnaði skipt til helminga á milli skóla og nemenda.

Skólastjóri sagði frá þróunarsjóði sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi námsgögn.
4. 2301058 - Skóladagatal leikskóladeildar Auðarskóla
Framlögð fyrstu drög að skóladagatali leikskóladeildar 2023-2024.
Farið yfir drög/tillögu að leikskóladagatali fyrir skólaárið 2023-2024. Það er í fullu samræmi við drög að skóladagatali grunnskólans sama tímabil hvað varðar lykiltímasetningar. Leikskólinn mun opna eftir sumarfrí n.k. sumar þann 8. ágúst 2023. Rætt um hvað sé hentugt varðandi tímasetningu á opnun eftir sumarfrí 2024.
Skólastjóra falið að ræða fyrirliggjandi tillögu við starfsmenn og í kjölfar að staðfesta skóladagatalið og kynna.
Jón Egill íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 5, 6 og 7.
5. 2208010 - Tómstundir
Sumarstarf og leikjanámskeið sumar 2023.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá þeim samskiptum sem hafa átt sér stað með félagasamtökum í Dalabyggð varðandi undirbúning sumstarfs n.k. sumar. Horft er til þess að um verði að ræða starf í 4 vikur í júní. Næsti fundur fyrirhugaður þann 15. mars n.k.
6. 1509018 - Félagsmiðstöðin Hreysið
Rætt um eftirfarandi varðandi Félagsmiðstöðina Hreysið.

a)Rætt um tillögu að uppfærðum reglum fyrir félagsmiðstöð ungmenna.

b)Rætt um þörf á að verklagsreglum varðandi stuðning á viðburðum á vegum félagsmiðstöðvar.

c)Viðbótarstarf í félagsmiðstöð

Varðandi lið a, uppfærðar reglur, þá er samþykkt að fresta afgreiðslu þeirra þar til nemendum hefur verið gefinn kostur á að kjósa um nafn á félagsmiðstöðina.

Varðandi lið b, verklagsreglur varðandi stuðning á viðburðum, þá kynnti íþrótta- og tómstundafulltrúi hvers hann hefði orðið áskynja um hjá öðrum sveitarfélögum hvað þennan þátt varðar. Niðurstaðan er að þeir nemendur sem fá stuðning innan skóla fái stuðning einnig á viðburðum á vegum félagsmiðstöðva en ekki eru til skráðar reglur um þennan þátt innan félagsmiðstöðvanna sem slíkra. Íþrótta- og tómstundafulltrúi falið að skoða málið frekar m.t.t. reglugerða, trygginga og mögulegrar aðkomu foreldra.

Varðandi lið c, viðbótarstarf í félagsmiðstöð. Heimild er fyrir því að auglýsa eftir starfsmanni í 20% starf í félagsmiðstöð og fer hún í loftið innan skamms.

Rætt var almennt um þátttöku/mætingu í félagsmiðstöð. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun skila inn gögnum hvað mætingu í félagsmiðstöð varðar á næsta fundi fræðslunefndar.
7. 2211009 - Ungmennaráð 2022-2023
Rætt um tímasetningu og framkvæmd fundar ungmennaráðs.
Íþrótta- og tómstundsfulltrúi hefur náð tali af fulltrúum í ungmennaráði og er fyrirhugaður fyrsti fundur með þeim þann 8. mars n.k. Þar verður farið yfir hlutverk ráðsins og erindisbréf kynnt. Í framhaldinu verður boðað til fundar ungmennaráðs með sveitarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei