Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 295

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
28.07.2022 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varamaður,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Guðni Ágústsson embættismaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirfarandi málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2207023 - Umsókn um skólavist utan sveitarfélags, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Mál.nr.: 2203020 - Endurskipulagning sýslumannsembætta, almennt mál, verði dagskrárliður 10.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205019 - Prókúra fyrir Dalabyggð.
Lagt fyrir byggðarráð til fullnaðarafgreiðslu í orlofi sveitarstjórnar.
Afgreiðsla prókúru fyrir Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóra Dalabyggðar.

Prókura til Björns Bjarka Þorsteinssonar sveitarstjóra samþykkt samhljóða.
2. 2206024 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Lagt fyrir byggðarráð til fullnaðarafgreiðslu í orlofi sveitarstjórnar.
Úr fundargerð 223. fundar sveitarstjórnar 25.07.2022, dagskrárliður 1:
2206024 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Borist hefur kaupleigutilboð í Laugar.
Samþykkt samhljóða að leggja fram gagntilboð.

Efni gagntilboðs fært í trúnaðarbók.

Byggðarráði falið að vinna málið áfram og afgreiða í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Gagntilboð um kaupleigusamning vegna Lauga í Sælingsdal samþykkt samhljóða.
Eignirnar verða leigðar á kaupleigu frá 1.01.2023 til 15.01.2025. Söluverð er kr. 270.000.000.
Gagntilboð - Laugafell.pdf
Samþykkt tilboð.pdf
3. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
Lagt fyrir byggðarráð til fullnaðarafgreiðslu í orlofi sveitarstjórnar.
Eftir fund eigenda Félagsheimilisins á Staðarfelli (Dalabyggð, Kvenfél. Hvöt, Umf. Dögunn) er það lagt til að húsið verði sett í söluferli.

Samþykkt samhljóða að setja Félagsheimilið á Staðarfelli í söluferli.
Minnisblað - 2001030 - félagsheimilið á Staðarfelli.pdf
4. 2207010 - Umsögn um breytingu rekstrarleyfis úr flokki III í flokk IV - Gil gistiheimili, Skriðuland, 371 Búðardal
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn um beiðni Heljarskinn ehf kt.700821-3660, um breytingu á núgildandi rekstrarleyfi sínu REK-2021-021153 útgefnu 20. 12. 2021, til reksturs gististaðar í flokki III, stærra gistiheimili, sem rekinn er sem Gil gistiheimili að Skriðulandi (F2118337/2118336), 371 Búðardal.
Breytingin felst í ?ósk um breytingar á rekstrarleyfi til að geta selt bjór og léttvín með mat. Breyta á rekstrarleyfi úr flokki 3 í flokk 4."
Með umbeðinni breytingu færist reksturinn úr gististaður í flokki III (gisting með veitingum þó ekki vínveitingum) í gististað í flokki IV (gististaður með áfengisveitingum).
Hið breytta rekstrarleyfi yrði því til sölu gistingar í flokki IV, stærra gistiheimili, með gistirými fyrir 24 gesti.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við breytingu á rekstrarleyfi með þeim fyrirvara að rekstraraðili hafi gert samning vegna sorphirðu.
Samþykkt samhljóða.
ums.b.breyt.GIII>GIV-Gil gistiheimili/Gil guesthouse,Skriðuland,371 Búðardal.pdf
ums.b.breyt. GIII í GIV-Gil guesthouse,Skriðuland,Búðard_2021021153.pdf
5. 2207018 - Samstarfsverkefni Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um tómstundastarf
Fyrir liggur tillaga um samstarf Dala, Reykhóla og Stranda um tómstundamál. Hluti af tillögunni eru almenningssamgöngur einu sinni í viku milli byggðarlaganna. Þær yrðu nýttar af börnum og ungmennum aðra vikuna og eldri borgurum hina vikuna.
Byggðarráð vísar málinu til umsagnar í fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.
6. 2207011 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Tillaga um að flutningur dýrahræja til förgunar verði boðin út.
Samþykkt samhljóða að bjóða út flutning dýrahræja til förgunar.
7. 2207020 - Gönguleið milli Á á Skarðsströnd og Vogs á Fellsströnd
Óskað er álits Dalabyggðar varðandi gönguleið milli Á á Skarðsströnd og Vogs á Fellsströnd.
Byggðarráð fagnar lagningu gönguleiðar milli Á og Vogs.
Samþykkt samhljóða.
Gönguleið milli Áar og Vogs.pdf
h1331-gönguleið Skarðsströnd A1 25000 600.pdf
8. 2207021 - Stuðningur við kvennareið 2022
Ósk um stuðnings vegna árlegnrar kvennareiðar í Dölum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að miða við leigu fyrir lítinn sal í Tjarnarlundi og veita 50% afslátt af þeirri leigu.
Stuðnings ósk til Dalabyggðar.pdf
9. 2207023 - Umsókn um skólavist utan sveitarfélags
Óskað verður eftir umsögn skólastjóra Auðarskóla.
Samþykkt samhljóða.
10. 2203020 - Endurskipulagning sýslumannsembætta
Drög að frumvarpi til laga um sýslumann hafa verið lögð fram í samráðsgátt.
Drög að umsögn samþykkt samhljóða.
Drög að frumvarpi til laga um sýslumann.pdf
Umsögn Dalabyggðar um drög að frumvarpi til laga um sýslumann.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2207004F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 60
1. Rekstur Silfurtúns 2022 - 2201044
Samþykkt samhljóða.
12. 2207007F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 61

1. Rekstur Silfurtúns 2022 - 2201044

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
13. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022
Fundargerð 9. fundar 16.06.2022 lögð fram.
Byggingarnefnd 9.pdf
14. 2201005 - Fundargerðir Dalagisting 2022
Fundargerð Dalagistingar 25.07.2022 lögð fram.
Mál til kynningar
15. 2207009 - Framtíðaráform um varaafl raforku í Dalabyggð.
Byggðarráð sendi RARIK fyrirspurn um hver framtíðaráformin væru um varaafl raforku í Dalabyggð. Svar sem barst 13.07.2022 lagt fram.
Byggðarráð þakkar fyrir skjót svör.
2206011 - Niðurstaða byggðarráðs Dalabyggðar. Svar RARIK.pdf
16. 2104022 - Sex mánaða rekstraruppgjör.
Rekstraruppgjör fyrir janúar-júní lagt fram
Lagt fram.
Miðað við sex mánaða uppgjör er rekstur sveitarfélagsins í jafnvægi að frátöldum rekstri Silfurtúns sem er kominn um 14 m.kr. umfram fjárhagsáætlun. Einnig er t.d. fjárheimild vegna snjómoksturs orðin fullnýtt.
Uppgjör janúar-júní.pdf
17. 2207019 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VI
Gera þarf viðauka í ágúst m.a. vegna Silfurtúns og snjómoksturs.
Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir dagskrárliðum 16. og 17.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei