Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 42

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
30.10.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302014 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2023
Nick Spencer og Jana Osmerová koma á fund nefndarinnar fyrir hönd þrifafyrirtækis síns.
Nefndin þakkar Nick og Jana fyrir komuna.

Virkilega áhugavert að heyra af uppbyggingu þeirra á þrifafyrirtæki sínu.
Eins og fleiri atvinnurekendur hafa talað um nefndu þau að skortur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði væri vandamál þegar kemur að því að stækka fyrirtæki og/eða ráða inn starfsfólk.
Einnig nefndu þau að tungumálaörðugleikar væru nokkur þröskuldur þegar kemur að því opinbera, líkt og kringum bókhald og skattamál, þ.e. að efnið væri mikið til á íslensku.
2. 2210026 - Uppbygging innviða
Staða mála rædd.
Farið yfir stöðuna á undirbúningi uppbyggingingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
3. 2310011 - Landbúnaður í Dalabyggð 2023
Fimmtudaginn 26. október var haldinn baráttufundur ungra bænda.
Nefndin leggur fram ályktun varðandi starfsumhverfi og afkomu bænda.

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar tekur undir ályktun Samtaka ungra bænda er lögð var fram og samþykkt á baráttufundi þeirra í Salnum í Kópavogi 26. október sl.
Nefndin hvetur Samtök ungra bænda til dáða í áframhaldandi baráttu fyrir bættum kjörum.
SUB bækl. 181023.pdf
4. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023
Verkefnastjóri fer yfir áætlun markaðs- og kynningarmála, stöðuna 2023 og planið fyrir árið 2024.
Farið yfir drög að áætlun markaðs- og kynningarmála 2024.
5. 2208001 - Matarsmiðja í Tjarnarlundi
Kynnt drög að verðskrá.
Gjaldskrá - Tjarnarlundur - lítil matvælavinnsla - drög_JMS.pdf
Gæðahandbók-Eyðublöð-Skráningarblöð.pdf
Gæðahandbók-Tjarnarlundur-lítil-matvælavinnsla-tilbúin.pdf
6. 2301021 - Nýsköpunarsetur Dalabyggðar 2023
Nefndin stendur fyrir kaffispjalli í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar í nóvember. Rætt um hentuga dagsetningu.
Stefnt er að kaffispjalli atvinnumálanefndar miðvikudaginn 15. nóvember nk. kl.20:00 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar. Öll velkomin.
Mál til kynningar
7. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Skráð atvinnuleysi í september var 3,0% og hækkaði úr 2,9% í ágúst. Í september 2022 var atvinnuleysið hins vegar 3,2%.
Að meðaltali voru 5.734 atvinnulausir í september, 3.175 karlar og 2.559 konur.
Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni lítið breytast í október og gæti orðið á bilinu 2,9% til 3,2%.
Á flestum stöðum á landsbyggðinni hækkaði atvinnuleysi frá ágúst nema á Vesturlandi þar sem það fór úr 1,8% í 1,7%.

Lagt fram til kynningar.
atvinnuleysi-september-2023-skyrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:19 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei