Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 115

Haldinn á fjarfundi,
09.04.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason varamaður,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða. Tillagan var auglýst 23. nóvember 2020 með athugasemdafresti til 20. janúar 2021.
Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og hagsmunaaðilum. Þess má geta að leitað var umsagnar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands en stofnunin ákvað að senda ekki inn umsögn.

Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum og stofnunum: Umhverfisstofnun, Orkustofnun, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Landgræðslunni, Landvernd, Veðurstofu Íslands, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Hagsmunum.is, Bjarna V. Guðmundssyni og Valdísi Einarsdóttur.

Í umsögn frá svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar dags. 23. mars 2021 eru ekki gerðar athugasemdir við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers á Hróðnýjarstöðum með þeim rökum að hún samræmist stefnu svæðisskipulagsins um eflingu atvinnulífs sem byggir m.a. á nýtingu auðlinda og auknu raforkuöryggi.

Athugasemdirnar kölluðu ekki á efnislegar breytingar á aðalskipulaginu að mati skipulagsnefndar heldur voru þættir eins og mælikvarði og innsláttarvillur lagfærðar.
Skipulagsnefnd telur að uppdráttur og greinargerð hafi því verið uppfærð til samræmis við athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila. Ítarleg svör sveitarfélagsins við athugasemdum eru að finna í minnisblaði sbr. fylgigagn, „Svör og viðbrögð Dalabyggðar við umsögnum og athugasemdum um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða.“

Þar sem ekki liggur fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun fyrir fyrirhugað iðnaðarsvæði á Hróðnýjarstöðum og óvíst er um framtíðarskipan mála varðandi stöðu vindorku með tilliti til slíkrar áætlunar verða fyrirhuguð iðnaðarsvæði skilgreind sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi Dalabyggðar í samræmi við F-lið greinar 6.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Með hliðsjón af framangreindu leggur skipulagsnefnd til að sveitarstjórn samþykki tillöguna ásamt svörum við athugasemdum og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar fyrir gildistöku með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
7358-003-ASK-006-001 Hróðnýjarstaðir vindorkugarður askbr.pdf
2. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Sólheima. Tillagan var auglýst 23. nóvember 2020 með athugasemdafresti til 20. janúar 2021.
Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og hagsmunaaðilum. Þess má geta að leitað var umsagnar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands en stofnunin ákvað að senda ekki inn umsögn.

Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum og stofnunum: Umhverfisstofnun, Orkustofnun, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Landgræðslunni, Landvernd, Veðurstofu Íslands, Húnaþingi vestra, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Hagsmunum.is, Bjarna V. Guðmundssyni, Valdísi Einarsdóttur, ábúendum í Bæ í Húnaþingi vestra, Helga I. Jónssyni f.h. eigenda jarðarinnar Hamra.

Í umsögn frá svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar dags. 23. mars 2021 eru ekki gerðar athugasemdir við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Sólheima með þeim rökum að hún samræmist stefnu svæðisskipulagsins um eflingu atvinnulífs sem byggir m.a. á nýtingu auðlinda og auknu raforkuöryggi.

Athugasemdirnar kölluðu ekki á efnislegar breytingar á aðalskipulaginu að mati skipulagsnefndar heldur voru þættir eins og mælikvarði og innsláttarvillur lagfærðar.
Skipulagsnefnd telur að uppdráttur og greinargerð hafi því verið uppfærð til samræmis við athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila. Ítarleg svör sveitarfélagsins við athugasemdum eru að finna í minnisblaði sbr. fylgigagn, „Svör og viðbrögð Dalabyggðar við umsögnum og athugasemdum um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna vindorkuvers í landi Sólheima.“

Þar sem ekki liggur fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun fyrir fyrirhugað iðnaðarsvæði í Sólheimum og óvíst er um framtíðarskipan mála varðandi stöðu vindorku með tilliti til slíkrar áætlunar verða fyrirhuguð iðnaðarsvæði skilgreind sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi Dalabyggðar í samræmi við F-lið greinar 6.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Með hliðsjón af framangreindu leggur skipulagsnefnd til að sveitarstjórn samþykki tillöguna ásamt svörum við athugasemdum og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til staðfestinar fyrir gildistöku með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
7358-003-ASK-007-V01 Sólheimar vindorkugarður askbr.pdf
3. 2103016 - Skógræktaráform á jörðinni Barmi
Heiðardalur ehf. áformar skógrækt á jörðinni Barmi í Búðardal á Skarðsströnd.
Með vísun í 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi er umrædd framkvæmd leyfisskyld sem felur í sér að leita þarf umsagnar viðeigandi stofnana.

Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi jörðum og leita eftir umsögnum frá viðeigandi stofnunum.
Barmur tillaga.pdf
Eyjólfur Ingvi Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
4. 2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu
Úr fundargerð 113. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 05.03.2021, dagskrárliður 2. 2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu:
Úr fundargerð 202. fundar sveitarstjórnar 11.02.2021, dagskrárliður 7:
2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu
Úr fundargerð 262. fundar byggðarráðs 28.01.2021, dagskrárliður 15:
2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu
Borist hefur fyrirspurn um hvort jörðin Sælingsdalstunga sé til sölu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Sælingsdalstunga verði sett í sölu. Áður en til þess komi verði gerð landskipting sem tryggi að Dalabyggð haldi eftir svæði m.t.t. vatnsöflunar í framtíðinni.
Til máls tóku: Anna og Skúli.
Sveitarstjórn felur umhverfis- og skipulagsnefnd að koma með tillögu að landsskiptum Sælingsdalstungu vegna vatnsöflunar til framtíðar og haldið verði eftir stærra svæði en þegar hefur verið skilgreint fyrir vatnsveitu til Búðardal.
Samþykkt samhljóða.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla gagna og gera tillögur að landskiptum.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að haldið verði eftir landinu fyrir ofan Vestfjarðarveg frá Hafragili og vestur í Mjósund.
Minnisblað - 2101036 - Landskipti Sælingsdalstungu.pdf
5. 2104001 - Búðardalur á Skarðsströnd - umsókn um byggingarleyfi
Heiðardalur ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 350 m2 vélaskemu við útihús í Búðardal á Skarðströnd.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið en bendir á að gögn eru ekki fullnægjandi.
Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
B350 - Kynningaruppdráttur.pdf
Mál til kynningar
6. 2005039 - Landvarsla við Breiðafjörð 2020
Skýrsla fyrir 2020 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Landvarsla við Breiðafjörð 2020.pdf
7. 2003038 - Mögulegt brottnám skipsins Blíðu SH-277 sem sökk á Breiðafirði
Svarbréf Umhverfisstofnunar vegna beiðni um frest hvað varðar mögulegt brottnám Blíðu til að unnt sé að kanna betur stöðu skipsins og umhverfisáhættu, ásamt því að grípa til aðgerða til að draga úr mengunaráhrifum.
Lagt fram til kynningar.
Bréf UST vegna frestbeiðni vegna mögulegs brottnáms Blíðu_undirritað.pdf
8. 2103047 - Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda og náttúrustofa
Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa verður að þessu sinni rafræn fundaröð dagana 8., 15. og 29. apríl Kl. 9-10:30.
Lagt fram til kynningar.
FW: Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda og náttúrustofa.pdf
Tölvupóstur - 07_04_2021 - Breytt dagsetning á fundi.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei