Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 289

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.05.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2101013 - Brunavarnaáætlun 2021-2026
Úr fundargerð 219. fundar sveitarstjórnar 03.05.2022, dagskrárliður 12:
2101013 - Brunavarnaáætlun 2021-2026
Brunavarnaáætlun lögð fram. Lagt er til að áætluninni verði vísað til byggðarráðs til staðfestingar.
Sveitarstjórn vísar afgreiðslu brunavarnaáætlunar til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Áætlunin samþykkt að því frátöldu að kaup á bíl 2023 verða ekki í framkvæmdaáætlun.
Brunavarnaráætlun Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda 2022-2026. Til kynningar.pdf
2. 2204024 - Ljósastaur á Sunnubraut
Erindi frá eigendum Sunnubrautar 2.
Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Samþykkt samhljóða.
3. 2202035 - Viðræður um lán vegna íþróttamiðstöðvar
Byggðarráð fundaði með Lánasjóði sveitarfélaga þann 4. maí sl.
Lánsumsókn verður lögð fyrir stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 23. maí eftir að niðurstöður alútboðs liggja fyrir.
4. 2205003 - Brotthvarf úr framhaldsskólum
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga lagt fram.
Erindinu vísað til fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða.
Skúli Guðbjörnsson víkur af fundi undir dagskárlið 5.
5. 2205006 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis veitingastaðar í flokki II - Sælureiturinn Árblik
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn um umsókn Sælureitsins Árblik ehf kt.410422-0500 um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, tegundir c-veitingastofa og greiðsala og g-samkomusalir, sem rekinn verður sem Sælureiturinn Árblik, að Kvennabrekku (F2118739), 371 Búðardalur.
Dalabyggð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.
Samþykkt samhjóða.
Ums.b.rek.V.II-Sælureiturinn Árblik,Kvennabrekku,Dalabyggð_2022014885.pdf
Skúli mætir aftir til fundar.
6. 2204025 - Mótmæli gegn fækkun póstdreifingardaga.
Svar barst frá Íslandspósti um fund í viku 19 (9. til 13. maí).
Ákveðið að fundi með Íslandspósti verði frestað þar til í byrjun júní.
Mál til kynningar
7. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.
Frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.
Frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.

Frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis) 482 mál.pdf
Frumvarp til laga um sorgarleyfi 593 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna 530 mál.pdf
8. 2203019 - Kvartanir vegna snjómoksturs
Svar frá Vegagerðinni lagt fram.
Bréf frá Vegagerðinni 27_04_2022.pdf
9. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Kvartað hefur verið til Umboðsmanns Alþingis vegna afgreiðslu innviðaráðherravarðandi breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar. Kvörtunin er lögð fram af Storm Orku og landeigendum Hróðnýjarstaða.
10. 2205008 - Sjálfboðavinnuverkefni 2022
Engar umsóknir hafa borist vegna sjálfboðavinnuverkefna.
11. 2204018 - Sumarstörf 2022
Staða varðandi ráðningar.
Búið er að ráða fjóra af sex í afleysingar í Silfurtúni.
Ekki hefur tekist að ráða starfsmenn í Sælingsdalslaug og vinnuskólann.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:40 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei