| |
| 1. 2005034 - Fjallskil 2020 | |
Sveitarstjórn staðfestir framlögð gögn frá fjallskilanefndum Fellsstrandar og Skógarstrandar. Samþykkt samhljóða.
Fjallskilanefndir hafa ekki tilnefnt sóttvarnarfulltrúa í Flekkudalsrétt, Skerðingsstaðarétt, Gillastaðarétt, Skarðsrétt og Fellsendarétt. Sveitarstjórn samþykkir að fela réttarstjóra í þessum réttum hlutverk sóttvarnarfulltrúa. Samþykkt samhljóða.
Leiðbeiningar um smitgát í réttum ganga út frá því að það sé hliðvörður þar sem líklegt er að þurfi að takmarka aðgengi. Þar sem talið er víst að ekki komi fleiri en 200 í réttina þá þarf ekki að takmarka aðgengi og því hliðvarsla óþörf. Sveitarstjórn samþykkir því eftirfarandi viðbót við leiðbeiningar um smitgát í göngum og réttum: „Í réttum þar sem reynsla undanfarinna ára er að fjöldi hefur ekki náð 200 manns er heimilt að sleppa hliðvörslu en smitvarnarfulltrúa ber að grípa inn í ef mannfjöldi í rétt verður meiri en venja er.“ Samþykkt samhljóða. | | Fellsströnd - fundargerð 2020.pdf | | Skógarströnd - fundargerð 2020.pdf | | Skógarströnd - leitir 2020.pdf | | COVID-19 _ Göngur og réttir _ Leiðbeiningar.pdf | | COVID-19 _ Göngur og réttir _ Auglýsing.pdf | | Skógarströnd - Fundargerð 31.8.2020.pdf | | Leiðbeiningar vegna gangna og rétta 7_9_20.pdf | | Smitvarnarfulltrúar.pdf | | |
|
| 2. 2005003 - Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal | |
Tóku til máls: Einar Jón, Skúli,Eyjólfur. Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum vegna afstöðu Samkaupa til mótmæla sem 320 íbúar í sveitarfélaginu undirrituðu sem og ályktunum sveitarstjórnar. Afkoma Samkaupa hefur verið jákvæð undanfarin ár, því skorar sveitarstjórn Dalabyggðar á Samkaup að birta bókhaldið sem sýnir fram á þann stöðuga og vaxandi taprekstur sem borið er við vegna reksturs verslunar í Búðardal. Þá óskar sveitarstjórn Dalabyggðar eftir skýringu Samkaupa á sjálfbærum rekstri sem þeir gera kröfu um. Samkaup hafa sagst leggja áherslu á „samfélagslega ábyrgð í allri starfsemi sinni“ á sama tíma og verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru í sumar sýnir að Krambúðin hafi oftast verið með hæsta vöruverðið. Því er spurning í hverju hin samfélagslega ábyrgð Samkaupa fellst. Nýleg ákvörðun Samkaupa um að bjóða upp á vefverslun frá Nettó er undarleg þegar horft er til þess að með því eru Samkaup komin í samkeppni við eigin verslun. Sveitarstjórn óskar eftir svörum um hvernig þessi útfærsla sé raunverulega ódýrari þegar á hólminn er komið, heldur en að bjóða íbúum Dalabyggðar upp á sama vöruverð í Krambúðinni í Búðardal eins og gengur og gerist í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verslun í heimabyggð er hagsmunamál íbúa. Því mun sveitarstjórn Dalabyggðar leggja til við Byggðarstofnun að gerð verði úttekt á verslunarrekstri á landsbyggðinni og m.a. kannað hvort fákeppni í verslunarrrekstri sé til staðar og sé að valda því að fólk á landsbyggðinni greiði hærra verð en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Samþykkt samhljóða.
| | Svar stjórnar Samkaupa við erindi Dalabyggðar og undirskriftalista frá íbúum.pdf | | |
|
| 3. 2008005 - Málefni Auðarskóla | |
| Fært í trúnaðarbók. | | |
|
| 4. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell | |
Sveitarstjórn felur byggðarráði að hefja viðræður við ríkið um að Byggðasafn Dalamanna verði staðsett á Staðarfelli. Forsenda fyrir því er að nægilegur fjárhagsstuðningur fáist til verkefnisins. Tóku til máls: Einar Jón, Sigríður, Skúli, Eyjólfur. Samþykkt með fimm atkvæðum,(RP,SG,ÞJS,EB,SHS)tveir sátu hjá,(EJG,PJ). | | Endurbætur á skólahúsi á Staðarfelli 20200901 yfirlesið.pdf | | Tölvupóstur - frá Svavari Garðarssyni vegna Staðarfells 10_09_2020.pdf | | |
|
| 5. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð | |
Til máls tóku: Kristján, Skúli. Tillaga um að vinna deiliskipulag fyrir íþróttamannvirki. Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 6. 2007002 - Deiliskipulag í landi Sólheima | |
| Samþykkt samhljóða. | | Erindi vegna deiliskipulags.pdf | | |
|
| 7. 2008008 - Ný jörð úr landi Sælingsdals, L137739 | |
Tók til máls: Eyjólfur. Tillagan er felld með fimm atkvæðum(EJG,EIB,PJ,SHS,ÞJS), einn sat hjá (SHG) og einn samþykkti (RP). | | Loftmyndakort með hnitum.pdf | | Óskað er eftir stofnun nýrrar jarðar úr landi Sælingsdals, L137739.pdf | | Umsókn um stofnun nýrrar lóðar.pdf | | |
|
|
|
| 10. 2009011 - Aðkoma skólabíla við leikskóla. | |
Tók til máls: Kristján. Tillagan samþykkt samhljóða. | | Leikskóli_tillaga að hringakstri_sept20.pdf | | |
|
| 11. 2009009 - Dagsetningar funda veturinn 2020-2021 | |
Tók til máls: Kristján. Lagt fram til kynningar. | | Fundadagskrá 2020-2021.pdf | | |
|
| |
| 12. 2008001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 251 | | Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 13. 2006002F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 98 | | Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 14. 2009001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 252 | | Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 15. 2008003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 35 | | Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 16. 2007002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 107 | | Samþykkt samhljóða. | | |
|
| |
|
| 18. 1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2019 - 2022 | |
| Lögð fram til kynningar. | | stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 886.pdf | | |
|
| 19. 2002015 - Fundargerðir 2020 - Fasteignafélagið Hvammur ehf. | |
| Lögð fram til kynningar. | | Fasteignafélagið Hvammur ehf 03_09_2020.pdf | | |
|
| |
| 20. 2008015 - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2020 | |
Til máls tók: Kristján. Lagt fram til kynningar.
| | Dagskrá fjar-landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga 2020.pdf | | |
|
|
| 22. 2002011 - Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði | |
| Lagt fram til kynningar. | | Ungt fólk og lýðræði 17. sept. 2020.pdf | | Dagskrá 17. september 2020.pdf | | |
|
|
| 24. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining | |
| Lagt fram til kynningar. | | Minnisblað - 2003004 - Sameining sveitarfélaga 3.pdf | | |
|
| 25. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð | |
| Lagt fram til kynningar. | | Minnisblað - 1911028 - íþróttamannvirki undirbúningur.pdf | | |
|
| 26. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers | |
Til máls tók: Kristján. Lagt fram til kynningar.
| | Vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum.pdf | | |
|
| 27. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers | |
| Lagt fram til kynningar. | | Vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum.pdf | | |
|
| 28. 2009006 - Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga | |
| Lagt fram til kynningar. | | Bréf til sveitarfélaga um ungmennaráð.pdf | | |
|
| 29. 2002024 - Útivistarskógur í landi Fjósa | |
| Lagt fram til kynningar. | | |
|
| 30. 2009013 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2020 | |
| Lagt fram til kynningar. | | |
|
| 31. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi | |
| Lagt fram til kynningar. | | Menningarhús og félagsheimili á Vesturlandi - dagskrá.pdf | | |
|
| 32. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra. | |
| Lögð fram til kynningar | | Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra september 2020.pdf | | |
|