Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 195

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.09.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Magnína Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál - 2009001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 252, fundargerð til staðfestingar, verði dagskrárliður 14.
Mál 2009013 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2020, mál til kynningar, verði dagskrárliður 30.
Mál 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi, mál til kynningar, verði dagskrárliður 31.
Aðrir dagskrárliðir færast til í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005034 - Fjallskil 2020
Fundargerðir fjallskilanefnda Fellsstrandar og Skógarstrandar lagðar fram. Ennfremur leiðbeiningar vegna Covid-19.
Sveitarstjórn staðfestir framlögð gögn frá fjallskilanefndum Fellsstrandar og Skógarstrandar.
Samþykkt samhljóða.

Fjallskilanefndir hafa ekki tilnefnt sóttvarnarfulltrúa í Flekkudalsrétt, Skerðingsstaðarétt, Gillastaðarétt, Skarðsrétt og Fellsendarétt. Sveitarstjórn samþykkir að fela réttarstjóra í þessum réttum hlutverk sóttvarnarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.

Leiðbeiningar um smitgát í réttum ganga út frá því að það sé hliðvörður þar sem líklegt er að þurfi að takmarka aðgengi. Þar sem talið er víst að ekki komi fleiri en 200 í réttina þá þarf ekki að takmarka aðgengi og því hliðvarsla óþörf. Sveitarstjórn samþykkir því eftirfarandi viðbót við leiðbeiningar um smitgát í göngum og réttum: „Í réttum þar sem reynsla undanfarinna ára er að fjöldi hefur ekki náð 200 manns er heimilt að sleppa hliðvörslu en smitvarnarfulltrúa ber að grípa inn í ef mannfjöldi í rétt verður meiri en venja er.“
Samþykkt samhljóða.
Fellsströnd - fundargerð 2020.pdf
Skógarströnd - fundargerð 2020.pdf
Skógarströnd - leitir 2020.pdf
COVID-19 _ Göngur og réttir _ Leiðbeiningar.pdf
COVID-19 _ Göngur og réttir _ Auglýsing.pdf
Skógarströnd - Fundargerð 31.8.2020.pdf
Leiðbeiningar vegna gangna og rétta 7_9_20.pdf
Smitvarnarfulltrúar.pdf
2. 2005003 - Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal
Bókun stjórnar Samkaupa lögð fram.
Tóku til máls: Einar Jón, Skúli,Eyjólfur.
Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum vegna afstöðu Samkaupa til mótmæla sem 320 íbúar í sveitarfélaginu undirrituðu sem og ályktunum sveitarstjórnar. Afkoma Samkaupa hefur verið jákvæð undanfarin ár, því skorar sveitarstjórn Dalabyggðar á Samkaup að birta bókhaldið sem sýnir fram á þann stöðuga og vaxandi taprekstur sem borið er við vegna reksturs verslunar í Búðardal. Þá óskar sveitarstjórn Dalabyggðar eftir skýringu Samkaupa á sjálfbærum rekstri sem þeir gera kröfu um. Samkaup hafa sagst leggja áherslu á „samfélagslega ábyrgð í allri starfsemi sinni“ á sama tíma og verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru í sumar sýnir að Krambúðin hafi oftast verið með hæsta vöruverðið. Því er spurning í hverju hin samfélagslega ábyrgð Samkaupa fellst.
Nýleg ákvörðun Samkaupa um að bjóða upp á vefverslun frá Nettó er undarleg þegar horft er til þess að með því eru Samkaup komin í samkeppni við eigin verslun. Sveitarstjórn óskar eftir svörum um hvernig þessi útfærsla sé raunverulega ódýrari þegar á hólminn er komið, heldur en að bjóða íbúum Dalabyggðar upp á sama vöruverð í Krambúðinni í Búðardal eins og gengur og gerist í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Verslun í heimabyggð er hagsmunamál íbúa. Því mun sveitarstjórn Dalabyggðar leggja til við Byggðarstofnun að gerð verði úttekt á verslunarrekstri á landsbyggðinni og m.a. kannað hvort fákeppni í verslunarrrekstri sé til staðar og sé að valda því að fólk á landsbyggðinni greiði hærra verð en íbúar á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt samhljóða.
Svar stjórnar Samkaupa við erindi Dalabyggðar og undirskriftalista frá íbúum.pdf
3. 2008005 - Málefni Auðarskóla
Úr fundargerð 251. fundar byggðarráðs 27.08.2020, dagskrárliður 1:
2008005 - Ráðning skólastjóra
Umræða um næstu skref vegna starfsloka skólastjóra Auðarskóla.
Ráðningarfyrirtækið Intellecta ehf. verður fengið til að koma að ráðningu skólastjóra. Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið um næstu helgi.
Byggðarráð beinir því til fræðslunefndar að skoða hvort ástæða sé til að gera skipulagsbreytingar samhliða ráðningarferlinu.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 98. fundar fræðslunefndar 01.09.2020, dagskrárliður 3:
2008005 - Málefni Auðarskóla
Úr fundargerð 251. fundar byggðarráðs 27.08.2020, dagskrárliður 1:
2008005 - Ráðning skólastjóra
Umræða um næstu skref vegna starfsloka skólastjóra Auðarskóla.
Ráðningarfyrirtækið Intellecta ehf. verður fengið til að koma að ráðningu skólastjóra. Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið um næstu helgi.
Byggðarráð beinir því til fræðslunefndar að skoða hvort ástæða sé til að gera skipulagsbreytingar samhliða ráðningarferlinu.
Samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd telur að rétt sé að skoða skipulagsbreytingar.

Fært í trúnaðarbók.
4. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Úr fundargerð 251. fundar byggðarráðs 27.08.2020, dagskrárliður 10:
1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Drög að áætlun lögð fram.
Mikilvægt er að sveitarstjórn taki ákvörðun um hvert skuli stefna varðandi Byggðasafnið og Staðarfell.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn felur byggðarráði að hefja viðræður við ríkið um að Byggðasafn Dalamanna verði staðsett á Staðarfelli. Forsenda fyrir því er að nægilegur fjárhagsstuðningur fáist til verkefnisins.
Tóku til máls: Einar Jón, Sigríður, Skúli, Eyjólfur.
Samþykkt með fimm atkvæðum,(RP,SG,ÞJS,EB,SHS)tveir sátu hjá,(EJG,PJ).
Endurbætur á skólahúsi á Staðarfelli 20200901 yfirlesið.pdf
Tölvupóstur - frá Svavari Garðarssyni vegna Staðarfells 10_09_2020.pdf
5. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Úr fundargerð 107. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.09.2020, dagskrárliður 4:
1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Í undirbúningi er bygging íþróttamannvirkja við Dalabúð og Auðarskóla. Fyrir liggur að taka þarf ákvörðun um næstu skref í ferlinu en ljóst er að vinna þarf nýtt deiliskipulag að svæðinu.
Fyrirhuguð uppbygging á íþróttamannvirkjum (íþróttahús og sundlaug) við Dalabúð og Auðurskóla mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar í tengslum við skólastarfsemi í Búðardal. Þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu mælist skipulagsnefnd til að sveitarstjórn samþykki að unnin verði tillaga að deiliskipulagi, í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: Kristján, Skúli.
Tillaga um að vinna deiliskipulag fyrir íþróttamannvirki.
Samþykkt samhljóða.
6. 2007002 - Deiliskipulag í landi Sólheima
Úr fundargerð 107. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.09.2020, dagskrárliður 5:
2007002 - Deiliskipulag í landi Sólheima
Qair Iceland óskar eftir að hefja vinnu að tillögu að deiliskipulagi fyrir vindorkuver í landi Sólheima í samræmi við áætlanir fyrirtækisins um uppbyggingu vindorkugarðs á jörðinni.
Tillaga að deiliskipulagi yrði unnin í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 þar sem afmarkað er iðnaðarsvæði fyrir vindorkuver á jörð Sólheima.
Nefndin leggst ekki gegn því að hafin verði vinna að nýju deiliskipulagi í landi Sólheima en bendir á að nýtt deiliskipulag tekur ekki gildi fyrr en að breyting á aðalskipulagi hefur öðlast gildi.

Samþykkt samhljóða.
Erindi vegna deiliskipulags.pdf
7. 2008008 - Ný jörð úr landi Sælingsdals, L137739
Úr fundargerð 107. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.09.2020, dagskrárliður 6:
2008008 - Ný jörð úr landi Sælingsdal, L137739
Í tilefni af fyrirhugaðri sölu á hluta af jörðinni Sælingsdal, ásamt húsakosti jarðarinnar, þá óska Ríkiseignir, f.h. landeiganda, Ríkissjóðs Íslands, eftir samþykki fyrir landskiptum á ríkisjörðinni, Sælingsdal, skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin skv. 13. gr. jarðalaga.

Tók til máls: Eyjólfur.
Tillagan er felld með fimm atkvæðum(EJG,EIB,PJ,SHS,ÞJS), einn sat hjá (SHG) og einn samþykkti (RP).
Loftmyndakort með hnitum.pdf
Óskað er eftir stofnun nýrrar jarðar úr landi Sælingsdals, L137739.pdf
Umsókn um stofnun nýrrar lóðar.pdf
8. 2008018 - Afmörkun lóðar Kvennabrekkukirkju 137949 og nýskráning lóðar undir kirkjugarð
Úr fundargerð 107. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.09.2020, dagskrárliður 8:
2008018 - Afmörkun lóðar Kvennabrekkukirkju 137949 og nýskráning lóðar undir kirkjugarð
Ríkiseignir f.h. ríkissjóðs Íslands óska eftir því að stofna lóðir undir kirkjugarð og kirkju úr landi Kvennabrekku skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna.

Samþykkt samhljóða.
Bréf frá Ríkiseignum.pdf
Lóð undir kirkju.pdf
Lóð undir kirkjugarð.pdf
Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá.pdf
9. 2005016 - Iðnaðarsvæði við Iðjubraut í Búðardal
Niðurstaða 107. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.09.2020, dagskrárliður 11:
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að
senda Skipulagsstofnun deiliskipulagið til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda að uppfylltum skilyrðum er varða skráningu fornleifa og úttekt á vistgerð svæðsins.

Samþykkt samhljóða.
7358-009 Iðjubraut Greinargerð-04.09.2020LOKA.pdf
7358-009 Iðjubraut Greinargerð-04.09.2020LOKASKJAL.pdf
Deiliskipulag við Iðjubraut - uppfærð útgáfa.pdf
10. 2009011 - Aðkoma skólabíla við leikskóla.
Tillaga um aðkomustæði fyrir skólabíla við leikskólann.
Tók til máls: Kristján.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Leikskóli_tillaga að hringakstri_sept20.pdf
11. 2009009 - Dagsetningar funda veturinn 2020-2021
Yfirlit yfir tímasetningar á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins lagt fram.
Tók til máls: Kristján.
Lagt fram til kynningar.
Fundadagskrá 2020-2021.pdf
Fundargerð
12. 2008001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 251
Samþykkt samhljóða.
13. 2006002F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 98
Samþykkt samhljóða.
14. 2009001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 252
Samþykkt samhljóða.
15. 2008003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 35
Samþykkt samhljóða.
16. 2007002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 107
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
17. 2002008 - Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Fundargerðir frá 3. maí og 20. ágúst lagðar fram til kynningar
Lagðar fram til kynningar.
Fundargerð Brunavarna Dala Reykhóla og Stranda nr 4. 20_08_20 - ÞP.pdf
Fundargerð Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda nr. 3. 05.02.20 - ÞP.pdf
18. 1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2019 - 2022
Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 28.08.2020, lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 886.pdf
19. 2002015 - Fundargerðir 2020 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerð stjórnar frá 3. september lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 03_09_2020.pdf
Mál til kynningar
20. 2008015 - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2020
Sökum aðstæðna verður hinn árlegi landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga haldinn sem fjarfundur þriðjudaginn 15. september. Að fundinum í ár standa Akureyrarbær og Jafnréttisstofa.
Til máls tók: Kristján.
Lagt fram til kynningar.
Dagskrá fjar-landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga 2020.pdf
21. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga.pdf
Reglugerð nr. 864, 2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.pdf
Leiðbeiningar vegna gangna og rétta 7_9_20.pdf
Minnisblað - 2003031 - COVID.pdf
Smitvarnarfulltrúar.pdf
22. 2002011 - Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði
Dagskrá ráðstefnu 17. september lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Ungt fólk og lýðræði 17. sept. 2020.pdf
Dagskrá 17. september 2020.pdf
23. 1903011 - Fundir Sorpurðunar Vesturlands 2019 - 2022
Fundargerð stjórnarfundar 12. ágúst og fundarboð eigendafundar 7. september lögð fram.
Til máls tók: Eyjólfur.
Lögð fram til kynningar.
Fundargerð.stjórnarfunar_12.ágúst.2020.pdf
Fundarboð_eigendafundur_7_sept_2020.pdf
Leiðir í úrgagnsmálum_1.pdf
Umsögn sambandsins um stefnu ráðherra.pdf
Tölvupóstur - tilkynning um eigendafund Sorpurðunar Vesturlands 13_08_2020.pdf
Tilnefning í starfshóp.pdf
24. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 2003004 - Sameining sveitarfélaga 3.pdf
25. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1911028 - íþróttamannvirki undirbúningur.pdf
26. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 107. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.09.2020, dagskrárliður 2:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
Í samræmi við 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir tillögu Storm Orku að matsáætlun fyrir vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða ásamt þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust stofnuninni og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim.
Lagt fram til kynningar.

Einnig lagt fram til kynningar svar Skipulagsstofnunar vegna auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi.

Til máls tók: Kristján.
Lagt fram til kynningar.
Vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum.pdf
27. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Lagt fram til kynningar svar Skipulagsstofnunar vegna auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi.
Lagt fram til kynningar.
Vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum.pdf
28. 2009006 - Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga
Lagt fram bréf frá Umboðamanni barna.
Lagt fram til kynningar.
Bréf til sveitarfélaga um ungmennaráð.pdf
29. 2002024 - Útivistarskógur í landi Fjósa
Úr fundargerð 107. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.09.2020, dagskrárliður 7:
2002024 - Útivistarskógur í landi Fjósa
Í tengslum við fyrirhugað skógræktarsvæði í landi Fjósa þarf að óska eftir skógræktarráðgjafa frá Skógræktinni. Hans hlutverk yrði að yfrfara fyrirhugað skógræktarsvæði, væntanlega með samningi um 10 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að óskað verði eftir skógræktarráðgjafa frá Skógræktinni í tengslum við fyrirhugaðan útivistarskóg.

Lagt fram til kynningar.
30. 2009013 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2020
Dagana 1. og 2. október nk. fer fram árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga. Ráðstefnan verður með breyttu sniði í ljósi aðstæðna og verður hún alfarið á netinu í 2 tíma hvorn dag.
Í kjölfarið verða svo vikulegir fundir út október þar sem farið verður í sérstök málefni sem að tengjast fjármálum sveitarfélaga. Þeir fundir verða kynntir sérstaklega þegar nær dregur.

Lagt fram til kynningar.
31. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir ráðstefnu um aukna nýtingu félagsheimila á Vesturlandi 17. September.
Lagt fram til kynningar.
Menningarhús og félagsheimili á Vesturlandi - dagskrá.pdf
32. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lögð fram til kynningar
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra september 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei