Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 187

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
13.02.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri
Lagt til að mál nr. 2002022 - Kosning varafulltrúa í stjórn byggðasamlags um brunavarnir verði tekið á dagskrá sem dagskrárliður 3. Aðrir dagskrárliðir færast til í samræmi við það.
Samþykkt í einu hljóði.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002014 - Kynning á nýrri vefsíðu
Ný vefsíða Dalabyggðar kynnt. Síðan kemur í stað eldri síðu frá og með deginum í dag.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnisstjóri kynnti nýja heimasíðu.
Til máls tóku í þessari röð: Kristján, Jóhanna.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Úr fundargerð 240. fundar byggðarráðs 22.01.2020, dagskrárliður 15:
1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Í fjárhagsáætlun 2020 til 2023 er gert ráð fyrir að á árinu 2020 verði framkvæmdir vegna íþróttamannvirkja í Dalabyggð undirbúnar.
Lagt er til við sveitarstjórn að skipaður verði þriggja manna starfshópur um verkefnið. Umsjónarmaður framkvæmda, skipulagsfulltrúi og skólastjóri Auðarskóla starfi með hópnum.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til að eftirtaldir skipi hópinn: Einar Jón Geirsson, Ragnheiður Pálsdóttir og Skúli Hreinn Guðbjörnsson.

Samþykkt samhljóða.
3. 2002022 - Kosning varafulltrúa í stjórn byggðasamlags um brunavarnir.
Skv. 7. grein stofnsamnings um Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda bs. eru sveitarstjórar aðilsdarsveitarfélaganna fulltrúar í stjórn byggðasamlagsins og hver sveitarstjórn kýs síðan einn varafulltrúa. Skipunin gildir til loka kjörtímabils.
Tillaga að Eyjólfur Ingvi Bjarnason verði varamaður í stjórn byggðasamlagsins.

Samþykkt samhljóða.
Stofnsamningur byggðasamlags Brunavarna Dala Reykh Stranda undirritaður.pdf
4. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Úr fundargerð 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.02.2020, dagskrárliður 4:
1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Fyrir fundinum lá bréf til sveitarstjórnar frá Jakobi K. Kristjánssyni um frestun á framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt á Hóli. Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir sveitarstjórn á að við afgreiðslu skógræktarumsóknar á Hóli var farið eftir markaðri stefnu svæðisskipulagsins sem tók gildi 2018 og markmiði landsskipulagsstefnu varðandi flokkun á landbúnaðarlandi. Þá bendir nefndin á að hafin er vinna við endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar og málefni sem varðar flokkun lands verður flýtt.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku í þessari röð: Einar, Ragnheiður, Eyjólfur, Einar (að öðru sinni), Ragnheiður (að öðru sinni), Skúli, Þuríður.

Einar leggur fram tillögu:
"Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir allar fyrirliggjandi umsóknir um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt í Dalabyggð. Með þeim fyrirvara að einungis skuli plantað trjám í landbúnaðarlandi í flokkum III og IV miðað við flokkun á landbúnaðarlandi samkvæmt endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar. Ennfremur skal fá samþykki eigenda aðliggjandi jarða og Minjastofnunar"

Tillaga Einars borin upp til afgreiðslu.
Tillagan felld með 4 atkvæðum (EIB, RP, SHS, SHG) 1 (EJG) samþykkur og 2 (PJ, ÞJS) situr hjá.
Bréf sveitarstjórn.pdf
5. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Minnisblað.
Til máls tóku í þessari röð: Kristján, Skúli, Eyjólfur.
Minnisblað - 1904034 - Sorphreinsun.pdf
6. 1908002 - Heinaberg á Skarðströnd - umsókn um byggingaráform
Úr fundargerð 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.02.2020, dagskrárliður 2:
1908002 - Heinaberg á Skarðströnd - umsókn um byggingaráform
Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðar og felur byggingarfulltrúa að annast málið.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða
Lóðaruppdráttur Hein óstimplaður.pdf
Skráningartafla: Heinaberg.pdf
7. 2001033 - Umsókn um lögbýli á Selárdal
Úr fundargerð 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.02.2020, dagskrárliður 3:
2001033 - Umsókn um lögbýli á Selárdal
Umsókn um að Selárdalur 137957, verði skráð lögbýli
Samkvæmt 2. gr. jarðalaga merkir Lögbýli sérhver jörð sem hefur þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað eða aðra atvinnustarfsemi og var skráð í jarðaskrá 1. desember 2003. Lögbýli teljast enn fremur jarðir sem hljóta síðar viðurkenningu sem ný lögbýli, sbr. 16.-22. gr. Ennfremur segir í 17. gr. jarðalaga er varðar umsókn um stofnun nýs lögbýlis að henni skulu fylgja gögn er sýni að umsækjandi hafi með þinglýstum kaupsamningi/afsali eða samningi um ábúð/leigi til a.m.k. 20 ára tryggt sér umráðarétt yfir landi og annarri búrekstrarstöðu og þinglýsingarvottorð. Með vísan í áðurnefndar greinar jarðalaga og þeirrar staðreyndar að engin mannvirki eru á jörðinni leggur nefndin til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku í þessari röð: Þuríður, Einar, Ragnheiður, Einar (að öðru sinni), Ragnheiður (að öðru sinni), Eyjólfur.

Þuríður leggur fram tillögu um að umsókn um lögbýli verði samþykkt.

Tillaga Þuríðar borin upp til samþykktar.
4 (EIB, PJ, EJG, ÞJS) eru samþykkir, 1 (RP) er á móti og 2 (SHS, SHG) sitja hjá.
Umsókn ásamt fylgigögnum.pdf
Ragnheiður vék af fundi undir dagskrárlið 8. Jón Egill Jónsson kom í hennar stað.
8. 2002001 - Áskorun, varðandi umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
Úr fundargerð 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.02.2020, dagskrárliður 5:
2002001 - Áskorun, varðandi umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
Nefndin þakkar Félagi sauðfjárbænda í Dalasýslu fyrir bréfið.
Samþykkt samhljóða.
Anna Berglind og Ragnheiður viku af fundi undir dagskrárlið 5.

Til máls tóku í þessari röð: Einar, Eyjólfur, Þuríður.

Áskorun til sveitarstjórnar og umhverfis og skipulagsnefndar.pdf
9. 1804023 - Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag
Úr fundargerð 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.02.2020, dagskrárliður 6:
1804023 - Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag
Þörf er á að endurauglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Gildubrekkur.
Lagður fram uppdráttur og greinargerð að nýju deiliskipulagi að Gildubrekkum í Hörðudal.
Nefndin samþykkir að endurauglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Gildubrekkna ásamt breytingum skv. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt með 6 (EIB, EJG, RP, ÞJS, SHS, SHG) atkvæðum, 1 (PJ) situr hjá.
Gildubrekkur - deiliskipulag - í vinnslu.pdf
Umsögn frá Skipulagsstofnun.pdf
Gildubrekkur lausn úr Landbúnaðarnotkun - útfyllt eyðublað.pdf
Umsögn frá Minjastofnun.pdf
Umsögn frá Umhverfisstofnun.pdf
Umsögn frá Vegagerðinni.pdf
Umsögn frá HeV.pdf
10. 1909005 - Breyting á notkun sumarhúss - Hrafnagil í Haukadal
Úr fundargerð 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.02.2020, dagskrárliður 7:
1909005 - Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðarhús.
Grenndarkynning á breytingunni hefur farið fram.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Grenndarkynning vegna breyttrar notkunar hússins hefur farið fram fyrir hagsmunaaðila og voru engar athugasemdir gerðar við breytinguna.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Tilkynning um grendarkynningu.pdf
Hrafnagil.pdf
Sigríður vék af fundi undir dagskrárlið 10. Jón Egill Jónsson kom í hennar stað undir þessum lið.
11. 2002003 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á tjaldsvæðinu í Búðardal
Úr fundargerð 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.02.2020, dagskrárliður 8:
2002003 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á tjaldsvæðinu í Búðardal
Dalahestar ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á tjaldsvæðinu í Búðardal. Um er að ræða eldhúss- og kaffiaðstöðu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsókn um stöðuleyfi verði samþykkt. Leyfið gildi til eins árs. Byggingarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða
12. 1909004 - Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal
Úr fundargerð 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.02.2020, dagskrárliður 9:
1909004 - Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal
Dalabyggð vinnur að mótun reglna um skilti og skreytingar í bæjarlandi Búðardals og er kynningarferli lokið.
Formlegu kynningarferli vegna draga að reglum um skilti og skreytingar í bæjarlandi Búðardals er lokið og bárust engar athugasemdir. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Drög að reglum um afnot af bæjarlandi Búðardals vegna skilta.pdf
13. 2001024 - Reglur um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélagsins
Úr fundargerð 95. fundar fræðslunefndar 05.03.2020, dagskrárliður 5:
2001024 - Reglur um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélagsins
Úr fundargerð 240. fundar byggðarráðs 22.01.2020, dagskrárliður 13:
2001024 - Reglur um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélagsins
Drög að reglum lögð fram.
Byggðarráð vísar drögunum til fræðslunefndar.
Fræðslunefnd gerir engar athugasemdir við drögin.
Samþykkt samhljóða.
Kristján Sturluson, sveitarstjóri, sat fundinn undir lið 5.

Til máls tók: Kristján

Samþykkt samhljóða.
DRÖG að reglum Dalabyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.pdf
14. 1909024 - Minningargarðar í Dalabyggð
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu.
Til máls tóku í þessari röð: Kristján, Einar, Ragnheiður, Einar (að öðru sinni), Kristján (að öðru sinni).

Samþykkt samhljóða.
Drög að viljayfirlýsingu. Dalabyggð og Tré lífsins 2.pdf
15. 1905022 - Stefnumótun í málefnum sveitarfélaga.
Afstaða til stofnunar samtaka minni sveitarfélaga.
Sveitarstjórn mun fylgjast með umræðunni áfram.
16. 1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda
Úr fundargerð 29. fundar stjórnar Silfurtúns 04.02.2020, dagskrárliður 4:
1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda
Greinargerð ráðgjafa lögð fram.
Stjórnin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir því að Heilbrigðisstofnun Vesturlands taki við rekstri Silfurtúns.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Ragnheiður

Samþykkt samhljóða.
Greinargerð_Silfurtún_Fellsendi (002).pdf
17. 2002004 - Áskorun til stjórnar Silfurtúns og sveitarstjórnar
Úr fundargerð 29. fundar stjórnar Silfurtúns 04.02.2020, dagskrárliður 5:
2002004 - Áskorun til stjórnar Silfurtúns og sveitarstjórnar
Áskorun frá starfsfólki og íbúum Silfurtúns varðandi ráðningu hjúkrunarframkvæmdastjóra
Tveir undirskriftarlistar lagðir fram með samtals 35 undirskriftum.
Stjórn Silfurtúns þakkar fyrir en getur ekki tjáð sig um málefni sem varða einstaklinga.

Áskoranir án undirskriftar.pdf
18. 2001025 - Rekstraraðili Vínlandsseturs
Samningur lagður fram.
Til máls tóku í þessari röð: Skúli, Kristján, Einar.

Samþykkt með 6 atkvæðum (EIB, EJG, JEJ, RP, SHG, ÞJS), 1 (SHS) situr hjá.
Samningur um rekstur Vínlandsseturs.pdf
Fylgiskjal ! - Búnarðarlisti í Leifsbúð.pdf
Pálmi vék af fundi undir dagskrárlið 18. Jón Egill Jónsson kom í hans stað.
19. 1807013 - Vínlandssetur, uppsetning sýningar.
Áætlaður kostnaður er 16 m.kr.
Til máls tók: Kristján

Samþykkt samhljóða að sveitarstjóri gangi frá samningi við Smíðakúnst ehf.
20. 1804010 - Tjaldsvæðið Búðardal
Beiðni um að samningur vegna tjaldsvæðisins í Búðardal færist frá Carolin A Baare Schmidt yfir á félag hennar Dalahestar ehf.
Samþykkt samhljóða
Tölvupóstur þar sem óskað er eftir að samningur vegna tjaldsvæðis færist til Dalahesta ehf.pdf
21. 2001040 - Niðurskurður í vetrarþjónustu
Dalabyggð hefur fengið óformlega þær upplýsingar að hjá Vegagerðinni séu til umræðu tillögur um að draga verulega úr snjómokstri/vetrarþjónustu á leiðinni frá Dalsmynni til Ísafjarðar og í Vesturbyggð. Fyrir Dalamenn snýr þetta að Bröttubrekku og Svínadal en þetta varðar líka þjónustu við íbúa í öllum sveitarfélögum norðan við Bröttubrekku.
Rætt er um að vegir sem eru í þjónustuflokki 3 verði einungis þjónustaðir einu sinni á dag. Það er ekki búið að taka ákvörðun um þetta formlega en skv. upplýsingum er ástæða fyrir þessum hugmyndum að Vegagerðin sé búin að nota yfir 80% af þeim fjármunum sem áætlaðir voru í þjónustu á yfirstandandi vetri.

Sveitarstjóri leitaði upplýsinga hjá Vegagerðinni um stöðu mála. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa ekki verið teknar neinar ákvarðandir að skerða eða minnka samþykkt þjónustustig. Gefin hafa verið gefin skýr fyrirmæli um að víkja ekki út frá þjónustureglum og gæta aðhalds í öllum aðgerðum þrátt fyrir það verði þeim kröfum sem settar eru fram á vef verði fylgt.

Til máls taka í þessari röð: Kristján, Einar, Eyjólfur.

Eyjólfur leggur fram bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar fagnar því að ekki standi til að draga úr vetrarþjónustu en lýsir verulegum áhyggjum yfir að slíkt hafi komið til umræðu. Einnig vill sveitarstjórnin leggja áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjármagn til þjónustunnar og að það komi ekki niður á öðrum verkefnum eins og viðhaldi vega.

Bókunin samþykkt samhljóða.
22. 2002012 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki II
Tillaga um að Dalabyggð ábyrgist framkvæmdalán til Bakkahvamms hses, allt að kr. 69.500.000. Ábyrgðin er tímabundin í fimm mánuði þar til lán frá HMS til 50 ára hefur verið greitt út og síðari hluti stofnframlags frá ríkinu.
Tillaga um að Dalabyggð sé heimilt að lána Bakkahvammi hses allt að kr. 40.000.000 til viðbótar það sem þegar hefur verið lánað. Lánið er tímabundið í fimm mánuði þar til lán frá HMS til 50 ára hefur verið greitt út og síðari hluti stofnframlags frá ríkinu.

Til máls tók: Kristján.

Samþykkt samhljóða.
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð II.pdf
23. 2002010 - Tilnefning í samráðshóp - frumforsendur nýrrar byggðalínu.
Landsnet óskar eftir að Dalabyggð tilnefni tvo fulltrúa í samráðshóp Landsnets, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps og Dalabyggðar til að yfirfara frumforsendur fyrir vali lagnaleiða og staðsetningu flutningsvirkja í tengslum við nýja kynslóð byggðalínu í landshlutanum.
Fyrsti fundur hópsins verður á Hvammstanga 14. febrúar nk. kl 13:00.

Tillaga um að Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Sigríður Huld Skúladóttir verði fulltrúar í hópnum.

Samþykkt samhljóða.
24. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál.
Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda nr 116-2012.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr 35-1970, um Kristnisjóð o fl með síðari breytingum (ókeypis lóðir) 50 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld 64 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr 76-2003 með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns) 119 mál.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
25. 2001006F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 29
Eftirtalin mál voru á dagskrá 29. fundar stjórnar Silfurtúns 04.02.2020:
1. 2001048 - Samningur vegna reksturs og þjónustu hjúkrunarheimila árin 2020 og 2021
2. 2001052 - Umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra fyrir árið 2020
3. 2001053 - Rekstur Silfurtúns 2020
4. 1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda
5. 2002004 - Áskorun til stjórnar Silfurtúns og sveitarstjórnar
6. 2001039 - Ráðning hjúkrunarframkvæmdastjóra

Samþykkt samhljóða.
26. 1905009 - Fundargerðir Eiríksstaðanefndar
Eftirtaldir dagskrárliðir voru ræddir á 18. fundi Eiríksstaðanefndar 17.01.2020:
1. Fjármögnum verkefnis
2. Staða framkvæmda og verkáætlun
3. Vinna listamanna og undirbúningur sýningar
4. Rekstur staðarins
5. Kynningarefni og markaðsmál
6. Önnur mál

Samþykkt samhljóða.
18. fundur Eiríksstaðanefndar.pdf
27. 1912005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 240
Eftirtalin mál voru á dagskrá 240. fundar byggðarráðs 22.01.2020:
1. 2001003 - Upplýsingaöflun í tengslum við afleiðingar óveðurs
2. 2001037 - Skólavist utan lögheimilssveitarfélags.
3. 1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
4. 2001004 - Þorrablót Ólafs Pá - tækifærisleyfi
5. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda
6. 1910027 - Valshamar, fasteignagjöld
7. 2001029 - Fasteignagjöld vegna lóðar í Hallsstaðalandi.
8. 1912030 - Kröfur Frón fasteignamiðlunar ehf.
9. 1807013 - Vínlandssetur, opnun 23. apríl.
10. 1807013 - Vínlandssetur, uppsetning sýningar.
11. 2001025 - Rekstraraðili Vínlandsseturs
12. 1911025 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2020
13. 2001024 - Reglur um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélagsins
14. 2001026 - Útleiga félagsheimila
15. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
16. 2001028 - Skoðun á sameiginlegu mötuneyti Silfurtúns og Auðarskóla.
17. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
18. 1905028 - Ægisbraut 2
19. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
20. 1912024 - Húsvarsla í Árbliki, ráðning
21. 2001014 - Upplýsingaöflun vegna stöðu jafnlaunavottunar
22. 1910032 - Fjárhagsáætlun HeV 2020
23. 2001011 - Ósk um að erindi v. fjarlægðar á bílhræjum verði svarað
24. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð

Til máls tóku í þessari röð: Einar, Kristján, Eyjólfur, Skúli.

Samþykkt samhljóða.
28. 1912001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 95
Eftirtalin mál voru á dagskrá 95. fundar fræðslunefndar 05.02.2020:
1. 1909027 - Skólastarf Auðarskóla 2019-2020
2. 2001054 - Skóladagatöl 2020 - 2021
3. 2001055 - Tómstundastarfið 2019 - 2020
4. 2001056 - Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar
5. 2001024 - Reglur um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélagsins
6. 2001043 - Styrkur vegna endurmenntunarverkefna 2020-2021

Samþykkt samhljóða.
29. 1911002F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 13
Eftirtalin mál voru á dagskrá 13. fundar atvinnumálanefndar 20.01.2020:
1. 2001021 - Atvinnustefna - Styðja við hugmyndir og þróun núverandi rekstrar fyrirtækja
2. 2001020 - Atvinnustefna - Heimavinnsla
3. 2001019 - Atvinnustefna - Laða að opinber störf
4. 1909020 - Atvinnustefna - Þrífasa rafmagn í Dalabyggð
5. 2001010 - Umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
6. 1911005 - Klofningur, áningastaður - hönnun og undirbúningur
7. 1911024 - Áfangastaðaáætlun
8. 1911012 - Verkefnisstjóri atvinnu-, markaðs- og menningarmála
9. 1807013 - Vínlandssetur

Samþykkt samhljóða.
30. 2001001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 102
Eftirtalin mál voru á dagskrá 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.02.2020:
1. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
2. 1908002 - Heinaberg á Skarðströnd - umsókn um byggingaráform
3. 2001033 - Umsókn um lögbýli á Selárdal
4. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
5. 2002001 - Áskorun, varðandi umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
6. 1804023 - Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag
7. 1909005 - Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðarhús.
8. 2002003 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á tjaldsvæðinu í Búðardal
9. 1909004 - Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal
10. 2001050 - Lagfæring á bátabrautinni í Hnúksnesi
11. 2001023 - Endurvinnsluhlutfall heimiliúrgangs í sveitarfélaginu

Samþykkt samhljóða.
31. 1910003F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 7
Eftirtalin mál voru á dagskrá 7. fundar menningarmálanefndar 22.01.2020:
1. 2001022 - Ársyfirlit 2019 - Héraðsbókasafn
2. 1910033 - Ársskýrsla Byggðasafns Dalamanna 2018
3. 1902006 - Byggðasafn Dalamanna
4. 2001002 - Bæjarhátíð sumar 2020
5. 1811013 - Merking eyðibýla
6. 1811012 - Skólasaga Dalasýslu
7. 2001035 - Skráing frásagna Dalamanna - umsókn um styrk í menningarsjóð Vesturlands
8. 1911012 - Verkefnisstjóri atvinnu- markaðs- og menningarmála

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
32. 2002015 - Fundargerðir 2020 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 14_01_2020.pdf
33. 1902003 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019 - 2022
Fundargerð 878. fundar 31.01.2020.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 878.pdf
34. 2002008 - Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Fundargerð Byggðasamlags nr. 2. 21.01.20 - ÞP.pdf
Stofnskjal og fundargerð 20.12.19 - ÞP.pdf
Fundargerð Brunavarna Dala Reykhóla og Stranda nr. 3. 05.02.20 - ÞP.pdf
35. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Til máls tók: Kristján.
Minnispunktar frá fundi 16_12_2019.pdf
Almannavarnanefnd - fundur 06_02_2020 - Minnispunktar.doc.pdf
Koronaveira_Stoduskyrsla_07022020_LOK.pdf
Mál til kynningar
36. 2001036 - XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Boðun landsþings XXXV.pdf
37. 2001048 - Samningur vegna reksturs og þjónustu hjúkrunarheimila árin 2020 og 2021
Úr fundargerð 29. fundar stjórnar Silfurtúns 04.02.2020, dagskrárliður 1:
2001048 - Samningur vegna reksturs og þjónustu hjúkrunarheimila árin 2020 og 2021
Samningurinn var undirritaður 8. janúar. Samningurinn kynntur.

Til máls tók: Kristján.
Samningur Silfurtún.pdf
38. 2001023 - Endurvinnsluhlutfall heimiliúrgangs í sveitarfélaginu
Endurvinnsluhlutfall heimiliúrgangs í sveitarfélaginu - skýrsla.pdf
39. 1907004 - Kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað í málunu. Niðurstaðan er að kærunni er vísað frá.
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.pdf
40. 2002011 - Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði
Ungmennaráð UMFÍ stendur nú í ellefta sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan fer fram 1.-3. apríl í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif?

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 þátttakendur að. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára.

UFL2020_kynningarbréf.pdf
41. 1911006 - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar - samningur um stofnframlag
Samningur milli Bakkahvamms hses og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar lagður fram.
Undirritaður samningur á milli Bakkahvamms hses og HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun).pdf
42. 1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi.
43. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Til máls tók: Kristján, Eyjólfur.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra febrúar 2020.pdf
44. 2002007 - Erindi vegna skólaaksturs
Fært í trúnaðarbók.
Ragnheiður vék af fundi undir dagskrárlið 44 og Jón Egill Jónsson kom inn á fund í hennar stað. Einnig sat Hlöðver Gunnarsson skólastjóri fundinn undir þessum dagskrárlið.
45. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Umræða um söluferli.

Fært í trúnaðarbók.
Lagt er til að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði haldinn fimmtudaginn 5. mars.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin, samþykkt og undirrituð.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei