Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 144

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
19.03.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari
Lagt til að máli nr. 2403024 - Umsókn um byggingarleyfi, gróðurhús, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 10.

Lagt til að máli nr. 2403025 - Umsókn um byggingarleyfi, skemma, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 11.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308002 - Deiluskipulag í Búðardal 2023
Á fundinn mæta fulltrúar Arkís til viðræðu um fyrstu drög að deiliskipulagsáföngunum þremur í Búðardal.
Þar eru útfærðar nýjar lóðir, afmörkun núverandi lóða og byggingarreitir.

Þau Björn Guðbrandsson og Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir frá Arkís sátu fundinn undir lið 1. Einnig sat Kristján Ingi Arnarsson fundinn undir lið 1.Lagðar voru fram hugmyndir að deiliskipulagi í norðurhluta Búðardals og ræddar.
2. 2403018 - Framkvæmdaleyfi vegna Steinadalsvegar, Vestfjarðarvegur - Ólafsdalur
Framlögð umsókn Vegagerðar um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga 123/2010 um framkvæmdaleyfi vegna Steinadalsvegar, Vestfjarðarvegur - Ólafsdalur
Fyrirhuguð framkvæmd tekur til 7,1 km kafla og liggur um lönd Ólafsdals, Lindarholts, Litla-Holts og Stóra-Holts. Framkvæmdin felur í sér breikkun og styrkingu vegarins, nýlögn ræsa ásamt lögn bundins slitlags. Áætlað er að verkinu ljúki 1. ágúst 2025. Ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 21. apríl 2023 er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Vegagerðin mun taka efni úr áreyrum Ólafsdalsár og liggur fyrir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um efnistökuna þar sem mælt er með efnisflutningum utan hágöngutíma bleikju í júlí og ágúst og ábendingar um verklag m.a. að þess skuli gætt að olíur eða mengandi efni úr vinnuvélum berist ekki út í umhverfið og að takmarka umferð faratækja um farveginn eins og kostur er.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til veglagningar og efnistöku til hennar, sbr. umsókn og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Efnistaka úr áreyrum Ólafsdalsár fylgi verklagi og varúðarráðstöfunum sem fram koma í umsögn Hafrannsóknarstofnunar (fylgiskjali 4 í umsókn).
b) Vandlega verði gengið frá eftir jarðvinnu og efnistöku og leitast við að afmá ummerki.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um réttar magntölur.
Framkvædaleyfisumsókn - Endurbygging Steinadalsvegar 690_ Vestfjarðarvegur -Ólafsdalur..pdf
3. 2312007 - Breyting á aðalskipulagi í Ólafsdal - skipulagslýsing
Lögð fram til afgreiðslu lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er dags. 11. mars 2024.
Markmið aðalskipulagsbreytingar er að auka svigrúm fyrir gististarfsemi í Ólafsdal með því að breyta núverandi afþreyingar- og ferðamannasvæði AF10 við Ólafsdalsskóla í verslunar- og þjónustusvæði þar sem gert verði ráð fyrir gististarfsemi fyrir allt að 100 gesti samtímis auk starfsmanna. Á breytingarsvæðinu verður áfram í gildi óbreytt stefna um hverfisvernd, sbr. HV7, sem kveður m.a. á um öll uppbygging skuli vera í sátt við menningarlandslag og stuðla að varðveislu minjaheildar. Fornleifaskráning Ólafsdals hefur verið unnin.
Gerð verður breyting á gildandi deiliskipulaginu fyrir Ólafsdal samþykkt 2017 með þremur síðari breytingum til samræmis við aðalskipulagsbreytinguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsinguna til kynningar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og senda hana til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna skipulagslýsinguna og senda til umsagnar.
SA2402_lýsing_mars2024.pdf
Re: Endurbætt skipulagslýsing.pdf
4. 2403019 - Skógrækt á Skógum -tilkynning til ákvörðunar um matskyldu
Framlögð beiðni frá Skipulagstofnun um umsögn Dalabyggðar
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, líklegum áhrifum á umhverfisþætti og mótvægisaðgerðum í tilkynningu Lands og skógar. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021 að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laganna.
Tilkynning um skógrækt á Skógum.19.02.2024.pdf
5. 2403020 - Breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu
Framlagt til afgreiðslu breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga til auglýsingar.
Breytingartillagan felst í sameiningu lóða 52-57 í eina lóð ? lóð 52. Á henni má byggja eitt hús allt að 350 fm auk allt að 150 fm aukahús (skemmu, geymslu, gestahús). Byggingarheimild á öðrum frístundahúsalóðum verði allt að 250 fm í stað 145 fm áður. Einnig er gerð breyting á aðkomuvegi inn að frístundabyggðinni ? í stað nýs vegar verði núverandi vegslóði uppbyggður og nýttur sem aðkomuvegur. Umhverfisáhrif breytingartillögu eru metin óveruleg. Færsla aðkomuvegar hefur minna jarðrask í för með sér og fækkun lóða og breytingar á skilmálum eru eru ekki talin hafa umtalsverð áhrif í för með sér.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. 2403008 - Umsókn um niðurrif mannvirkja Sámsstaðaland
Framlögð umsókn um niðurrif mannvirkis í lands Sámsstaða.
Erindið var sent nefndinni milli funda og leitað samþykkis. Húsið var rifið í kjölfar þess samþykkis.
Umsókn.pdf
7. 2402018 - Umsókn um flutningsleyfi á frístundahúsi til Lauga 16
Framlögð umsókn um flutningsleyfi á frístundahúsi til Lauga 16
Nefndin leggur til að flutningur verði heimilaður.
8. 2402014 - Umsókn um skráningu nýrrar landeigna í fasteignaskrá
Framlögð umsókn um skráningu nýrrar landeigna í fasteignaskrá
Nefndin leggur til að erindip verði samþykkt.
9. 2402015 - Umsókn um stöðuleyfi - vindmælingamastur að Engihlíð
Framlögð umsókn um stöðuleyfi - vindmælingamastur að Engihlíð
Nefndin samþykkir stöðuleyfi til tveggja ára og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar flugmálayfirvalda.
10. 2403024 - Umsókn um byggingarleyfi - Gróðurhús
Framlögð umsókn um byggingarleyfi, gróðurhús.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara endanlega staðsetningu og samþykki Minjastofnunar.
11. 2403025 - Umsókn um byggingarleyfi - Skemma
Framlögð umsókn um byggingarleyfi,skemma.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara endanlega staðsetningu og samþykki Minjastofnunar.
12. 2403012 - Ræktun landgræðsluskóga
Framlagður samningur á milli Dalabyggðar, Skógræktarfélags Dalasýslu og Skógræktarfélags Íslands vegna uppbyggingar í og við Brekkuskóg.
Nefndin leggur til að samningurinn verði samþykktur.
Kristján Ingi Arnarsson sat fundinn undir lið 13.
13. 2401015 - Sorphirða og umhverfisdagar 2024
Fyrir liggja tvö minnisblöð frá umsjónarmanni framkvæmda. Annað með tillögum að breytingum á gjaldskrá og sorphirðu frá heimilum í sveitarfélaginu. Hitt fjallar um mögulegar breytingar á fyrirkomulag hreinsunarátaks í dreifbýli (málm- og timburgámar) sumarið 2024 og tillögur að færslu þriggja grenndarstöðva fyrir frístundahús.
Drög að dagskrá og hugmyndir fyrir umhverfisdaga í Dalabyggð 2024 til umræðu.

Nefndin er samþykk tillögunum sem koma fram í minnisblaði um móttöku og flokkun úrgangs og fela sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda að útfæra þær áfram. Nefndin samþykkir tillögur um hreinsunarátak.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei