Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 22

Haldinn á fjarfundi,
23.03.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa er gestur nefndarinnar undir dagskrárlið 1.
1. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021
Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa kemur á fund nefndarinnar til að ræða starfsemi og rekstrarhorfur verslunarinnar í Búðardal.
Nefndin ræðir við Ómar um stöðu verslunarinnar í Búðardal.
Rekstur verslana á landsbyggðinni er þungur. Verslunin sjálf í Búðardal lítur vel út í dag.
Rætt um vöruúrval, ekki verið að raða inn vörum sem seljast ekki.
Ferðmenn hafa gefið landsbyggðarverslunum byr, það varð samdráttur í rekstri í fyrra en þá var m.a. færra um erlenda ferðamenn.
Verslunarhegðun íslenskra ferðamanna er öðruvísi.
Rætt um fríðindi/afslætti fyrir heimamenn. Í dag er afsláttakort kaupfélaganna og verið að innleiða vildar-app.
Skuldbindingin er hjá versluninni - heimamaðurinn getur valið hvar hann verslar þó að verslun sé til staðar.
Hiti í umræðunni, þarf að taka allt með í umræðuna. Umræðan má t.d. ekki bitna á starfsfólki í verslunum. Samtalið þarf að vera málefnalegt.
Gegnumaksturs-verslun aðila er aukabúgrein fyrir verslanir en ekki minna mikilvæg.
Rætt um rafhleðslustöðvar, verið að skoða uppsetningu á ákveðnum stöðum.
Nefndin hvetur Samkaup til að nýta stærð sína til að geta boðið upp á nýrri og ferskari vörur í verslunum. Eins að skoða hvort hægt sé að koma á samningum við stærri aðila á svæðinu um vörukaup í gegnum verslunina.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi er gestur nefndarinnar undir dagskrárlið 2.
2. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi kemur á fund nefndarinnar og fer yfir stöðu mála vegna lóða fyrir iðnaðarhúsnæði, deiliskipulags íþróttamannvirkja og annað sem tengist mögulegri atvinnuþróun og uppbyggingu í sveitarfélaginu.
Þórður fer yfir stöðuna á skipulagi lóða fyrir iðnaðarhúsnæði. Fór til Skipulagsstofnunar í desember, var látið vita að yrði töf vegna forgagnsröðunar verkefna. Von er til að hægt verði að auglýsa skipulagið í B-deild eftir páska.
Varðandi íþróttamannvirkin, þá fór það í auglýsingaferli í janúar og fram í febrúar. Bárust fáar umsagnir, engar athugasemdir. Haldinn var kynningarfundur í stjórnsýsluhúsi. Minjavernd búin að taka út svæðið. Málið var síðast tekið fyrir hjá sveitarstjórn og þar samþykkt að senda málið til Skipulagsstofnunar. Gæti einnig legið fyrir fljótlega eftir páska, án þess að fullyrt sé um neitt.
3. 2011018 - Áfangastaðaáætlun 2021-2023
Áfangastaðaáætlun 2021-2023 hefur verið birt og er aðeins í vefútgáfu í þetta sinn: https://ssv.is/asa-vest-2021-2023/
Nefndin skoðar nýja áætlun og verkferla við endurskoðun og nauðsynlegar uppfærslur á henni.

Farið yfir áfangastaðaáætlun og framkvæmdaáætlun fyrir Dalabyggð.
4. 2103025 - Markaðsmál - sumar 2021
Nefndin fer yfir plön um markaðssetningu Dalabyggðar fyrir sumarið 2021.
Áætlun sumarsins kynnt fyrir nefndinni.
5. 2101018 - Nýting og möguleikar á aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 - Könnun
Nefndin skoðar og ræðir þær aðgerðir sem liggja fyrir á þessari stundu.
Nefndin hvetur atvinnurekendur í Dalabyggð til að skoða þau úrræði sem eru í boði og sækja sér ráðgjöf þar um, má þar m.a. benda á atvinnuráðgjafa SSV og ráðgjöf KPMG.
Nefndin mun óskar eftir upplýsingum um fjölda íbúa sem falla undir skilyrði "Hefjum störf".
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei