Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 104

Haldinn á fjarfundi,
08.06.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal varamaður,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir fulltrúi foreldra,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Haraldur Haraldsson skólastjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Endurskoðaðar reglur um skólaakstur til afgreiðslu.
Breytingar á reglum samþykktar og vísað til sveitarstjórnar.
2. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Spurningar til hagsmunaaðila.
1.Hver er núverandi aðstaða viðkomandi hagsmunaaðila?
2.Þarf að bæta aðstöðu hjá viðkomandi hagsmunaaðila og þá hvernig?
3.Hversu margir iðkendur viðkomandi hagsmunaaðila nýta sér starfsemi í húsinu og á hvaða hátt?
4.Hverjar eru raunhæfar óskir með tilkomu nýs íþróttakjarna (sundlaug og íþróttasalur)?
5.Hvernig sjáið þið fyrir ykkur nýtingu núverandi mannvirkja?

Mikilvægt að íþróttamiðstöð, verði farið í það verkefni, komist sem fyrst í gagnið. Skiptir mjög miklu máli fyrir faglegt starf Auðarskóla. Hanna byggingar þannig að þær ráði við að sveitarfélagið stækki. Gera ráð fyrir nægu geymsluplássi. Gera ráð fyrir útdraganlegum áhorfendapöllum. Gera ráð fyrir áhorfendum.
Mál til kynningar
3. 2105010 - Skólar á grænni grein (Grænfánaverkefnið)
Bréf vegna verkefnisins Skólar á grænni grein (Grænfánaverkefnið) sem rekið er af Landvernd.
BT_Fraedslunefndar_SGG.pdf
4. 2012024 - Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.
Opið bréf til sveitarfélaga lagt fram.
Opið bréf til sveitarfélaga.pdf
5. 2104033 - Vinnuskóli Dalabyggðar 2021
Vinnuskólinn verður starfræktur 10. júní til 15. júlí.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei