Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 203

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.03.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Anna Berglind Halldórsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarson, umsjónarmaður framkvæmda
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Málnr. 1911006 - Fulltrúaráð Bakkahvamms hses., almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Málnr. 2102006F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 42, fundargerð til staðfestingar, verði dagskrárliður 14.
Málnr. 2102012 - Aðalfundur Lánasjóðs Sveitarfélaga, fundarboð, mál til kynningar, verði dagskrárliður 30.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Niðurstöður valkostagreiningar lagðar fram.
Til máls tók: Eyjólfur
Verkefnishópur leggur til við sveitarstjórn Dalabyggðar að annars vegar sveitarstjórn Húnaþings vestra og hins vegar sveitarstjórnum Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar verði boðið til fundar til að ræða hvort hefja skuli viðræður um mögulega sameiningu við Dalabyggð. Leiði þeir fundir í ljós að vilji sé til sameiningarviðræðna verði tekin afstaða til þess hvort hafnar verði formlegar eða óformlegar sameiningarviðræður. Þá verði ákveðinn tímarammi fyrir þær viðræður og óskað eftir framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við verkefnið.
Samþykkt samhljóða
04.03.21.Dalabyggð-loka.pdf
Minnisblað - 2003004 - Sameiningarvalkostir.pdf
Breiðafjörður.pdf
Dalabyggð og Húnaþing.pdf
Norðurland vestra.pdf
Strandir og Reykhólar.pdf
Stykkishólmur og Helgafell.pdf
Vesturland.pdf
2. 2102023 - Viðhald á slökkvibílum
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 4:
2102023 - Viðhald á slökkvibílum
Ræða þarf hvort fara skuli í viðgerðir á slökkvibíl. Slökkviliðsstjóri mætir á fundinn.
Ákveðið að ráðast ekki í viðhald á þriðja bíl slökkviliðsins og hann verði tekinn úr umferð. Talið er fullnægjandi að vera með tvo bíla.
Lagt verður til við sveitarstjórn að bíllinn verði seldur.
Samþykkt samhljóða.
Ívar Örn Þórðarson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 4.

Samþykkt samhljóða.
3. 2102003 - Íbúðarhúsið Skuld
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 6:
2102003 - Íbúðarhúsið Skuld
Tillaga um að húsið verði selt. Fasteignamat hússins er kr. 15.650.000.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að húsið verði selt. Sveitarstjóra falið að láta verðmeta eignina.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Kristján.
Samþykkt samhljóða.
4. 2101001 - Umsögn um frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur).
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 32:
2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.
Frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).141. mál.
Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.
Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.
Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

Umsögn um frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál:
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að í umsögn verði lagst gegn breytingum á kosningaaldri úr 18 árum í 16 ár. Það byggir á því að eðlilegt sé að sami aldur eigi við um kjörgengi og kosningaaldur. Einnig að rétt sé að kosningaaldur sé sá sami og sjálfræðis- og fjárræðisaldur. Hins vegar verði mælt með að um kosningaaldur gildi að kosningarétt og kjörgengi miðist við almanaksárið sem einstaklingurinn nær 18 ára aldri.

Tillaga byggðarráðs að umsögn samþykkt samhljóða.
Frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur) 188 mál.pdf
Tölvupóstur 22_02_2021 frá nefndarsviði Alþingis.pdf
5. 2102017 - Umhverfis- og skipulagsnefnd - erindisbréf
Úr fundargerð 113. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.03.2021, dagskrárliður 1:
2102017 - Umhverfis- og skipulagsnefnd - erindisbréf
Gengið frá erindisbréfi nefndarinnar.
Við VII kafla bætist eftirfarandi setning: Sama á við ef um er að ræða fyrirtæki eða félög sem fulltrúi tengist.

Til máls tók: Eyjólfur.
Erindisbréfið samþykkt samhljóða.
Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar með viðbót frá nefndinni.pdf
6. 2011019 - Sælingsdalur ný lóð
Úr fundargerð 113. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.03.2021, dagskrárliður 3:
2011019 - Sælingsdalur ný lóð
Óskað er eftir stofnun íbúðarlóðar úr ríkisjörðinni Sælingsdal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að kanna hvort fara þurfi í deiliskipulagsvinnu vegna stofnun lóðarinnar.

Ríkiseignir f.h. landeiganda, Ríkissjóðs Íslands, óskar eftir stofnun íbúðarlóðar, sem fær nafnið Sælingsdalur 2, úr ríkisjörðinni Sælingsdal, L137739. Um er að ræða 10.856 m2 lóð, stofnuð undir íbúðarhús á jörðinni. Ræktað land upprunajarðarinnar, Sælingsdals, L137739, minnkar sem nemur stærð nýju lóðarinnar.

Erindinu var frestað á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 4. desember sl. og var skipulagsfulltrúa falið að kanna hvort fara þurfi í deiliskipulagsvinnu vegna stofnun lóðarinnar.
Ekki er þörf á deiliskipulagi fyrir svæðið í tengslum við erindið og gerir skipulagsnefnd því ekki athugasemd við áformuð landskipti. Nefndin samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða.
Bréf - Sælingsdalur 2.pdf
F550 Sælingsdalur 2.pdf
Sælingsdalur 2 lóðablað.pdf
7. 2009005 - Deiliskipulag - íþróttamannvirki við Dalabúð og Auðarskóla
Úr fundargerð 113. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.03.2021, dagskrárliður 5:
2009005 - Deiliskipulag - íþróttamannvirki við Dalabúð og Auðarskóla
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar í Búðardal. Í upphafi skipulagsferlisins var fallið frá gerð skipulagslýsingar, sbr. 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins lágu fyrir í aðalskipulagi Dalabyggðar, sbr. fund sveitarstjórnar 10.12.2020.

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 10.12.2020 að auglýsa tillöguna. Hún var kynnt umsagnaraðilum skv. skipulagsreglugerð og var auglýst frá 6. janúar til 18. febrúar 2021 í Skessuhorni og Morgunblaðinu. Skipulagsgögnin voru til sýnis á skrifstofu og heimasíðu Dalabyggðar.

Kynningarfundur var haldinn þann 26. janúar 2021 og bárust umsagnir og athugasemdir frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Minjastofnun og Vegagerðinni.

Ekki voru gerðar athugasemdir í umsögnum frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og krefjast þær því ekki viðbragða. Minjastofnun gerir auk þess ekki athugasemd í umsögn stofnunarinnar en Minjavörður Vesturlands skoðaði svæðið á vettvangi þann 28. janúar sl. og er umfjöllun þess efnis bætt við kafla 2.2. í greinargerð deiliskipulagsins.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagið til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.
16081-004-dsk-Auðarsk-iþr-eft-augl (ID 202965) - tillagauppdráttur.pdf
16081-004-dsk-grg-Auðarsk-íþr-eft-augl (ID 202932) - tillagagreinargerð.pdf
8. 2103014 - Sveitarstjórnarfundur unga fólksins
Lagt er til að fundurinn verði haldinn 20. maí kl. 15.
Til máls tóku: Skúli, Kristján.
Tillaga að sveitarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn 10. júní n.k.
Samþykkt samhljóða.
9. 1911006 - Fulltrúaráð Bakkahvamms hses.
Samkvæmt 7. gr. samþykkta fyrir Bakkahvamm hses skal Dalabyggð tilnefna sex fulltrúa í fulltrúaráð stofnunarinnar. Tilnefningar skulu vera til fjögurra ára.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að tilnefna fulltrúa Dalabyggðar í fulltrúaráð Bakkahvamms hses.
Samþykkt samhljóða.
Bakkahvammur hses - Samþykktir.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2101005F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 21
1. Eiríksstaðir 2020 - 2003025
2. Tjaldsvæðið í Búðardal 2020 - 2101032
3. Nýting og möguleikar á aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 - Könnun - 2101018
4. Kræklingaræktun í Breiðafirði - 2011022
5. Stefna atvinnumálanefndar 2021 - 2102016
6. Könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna - 2102010
7. Fréttir af ferðaþjónustu í Dalabyggð 2021 - 2102020

Samþykkt samhljóða.
11. 2102002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 263
1. Umframkostnaður vegna fráveituframkvæmda - athugun endurskoðanda. - 1911008
2. Viðbragðsáætlanir hafna 2021 - hafnir Dalabyggðar - 2101040
3. Erindi vegna hafnarinnar í Skarðsstöð - 2102009
4. Viðhald á slökkvibílum - 2102023
5. Ósk um afslátt á leigu fyrir Tjarnarlund - 2102002
6. Íbúðarhúsið Skuld - 2102003
7. Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar - 2102004
8. Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19 - 2009024
9. Að vestan 2021 - 2102030
10. Sorphreinsun - útboð 2020-2022 - 1904034
11. Framlög frá ríkinu til fráveituframkvæmda. - 2011037
12. Erindi vegna bátabrautarinnar við Hnúksnes - 2101037
13. Umsókn um skólavist utan sveitarfélags - 2102005
14. Umsókn um skólavist í Dalabyggð - 2102026
15. Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags - 2008011
16. Nýsköpunarsetur í Dalabyggð - 2005027
17. Erindi varðandi gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa. - 2102025 18. Erindi, varðandi förgunargjald dýrahræja - 2102006
19. Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 - 2102019
20. Áskorun til byggðarráðs Dalabyggðar - 2102022
21. Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga - 2008012
22. Vegmyndavélar á vegi fyrir strandir - 2102027
23. Sælingsdalslaug sumarið 2021 - 2102028
24. Umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra - 2102032
25. Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019 - 2102018
26. Fjárhagsáætlun 2020-2023 - 1903025
27. Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum - endurskoðun - 2102013
28. Stuðningur við Seyðisfjörð - Erindi frá Svavari Garðarssyni - 2006009
29. Stefnumótun í málefnum sveitarfélaga. - 1905022
30. Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell - 1912011
31. Umsögn vegna vatnsveitu - Þurranes - 2102031
32. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021 - 2101001

Til máls tóku: Einar um lið 32, Kristján um lið 21, Anna um liði 25 og 30, Kristján öðru sinni um liði 25 og 30, Eyjólfur um liði 25 og 30 og Skúli um lið 30.
Samþykkt samhljóða.
12. 2101004F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 14
1. Jörvagleði 2021 - 2009003
2. Menningarþörf íbúa Dalabyggðar - 2101024
3. Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna - 1902006
4. Könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna - 2102010
5. Eignarhald félagsheimila - 2001030
6. Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 - 2102019

Samþykkt samhljóða.
13. 2102005F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 113
1. Umhverfis- og skipulagsnefnd - erindisbréf - 2102017
2. Fyrirspurn um Sælingsdalstungu - 2101036
3. Sælingsdalur ný lóð - 2011019
4. Ægisbraut 9. Umsókn um lóð. - 2101038
5. Deiliskipulag - íþróttamannvirki við Dalabúð og Auðarskóla - 2009005
6. Gröf Laxárdal - Umsókn um byggingarleyfi - 2103012
7. Bolabrekka - Umsókn um byggingarreit og byggingarleyfi - 2103013
8. Afmörkun lóða í Búðardal - 2103011
9. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
10. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
11. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041

Samþykkt samhljóða.
14. 2102006F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 42
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. Erindi frá SFV 2021 - 2102015
3. Tilmæli til hjúkrunarheimila innan SFV vegna COVID-19 - 2003010
4. Samstarfssamningur við Fellsenda - 2102024
5. Umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra - 2102032

Til máls tók: Anna um dagskrárlið 1.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
15. 2102014 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2021
Fundargerð nefndar 10.02.2021 lögð fram.
Til kynningar.
165. fundur Fundargerð 10_02_2021.pdf
16. 2101003 - Fundargerðir stjórnar - Dalaveitur - 2021
Fundargerðir stjórnar 25.02.2021 og 8.03.2021 lagðar fram.
Til kynningar.
Dalaveitur ehf - 35.pdf
Dalaveitur 36.pdf
17. 2101002 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar - 2021
Fundargerðir nefndar 7.01.2021 og 13.01.2021 lagðar fram.
Til kynningar.
Breiðarfjarðarnefnd 187 fundur.pdf
Breiðarfjarðarnefnd 186 fundur.pdf
18. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Fundargerð 895. fundar 26.02.2021 lögð fram.
Til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 895.pdf
19. 2101006 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2021
Fundargerð stjórnar 4.03.2021 lögð fram.
Til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 04.03.2021.pdf
20. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Fundargerð nefndar 2.03.2021 lögð fram.
Til kynningar.
AVN fundur 2021-03-02 Minnispunktar.pdf
Mál til kynningar
21. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Úr fundargerð 113. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.03.2021, dagskrárliður 9:
2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Fyrir liggja frumdrög að uppdrætti og greinargerð aðalskipulags Dalabyggðar en áætlað er að vinnslutillaga aðalskipulagsins verði tilbúinn í vor.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: Kristján og Eyjólfur.
Frumdrög til kynningar.
ASK_Dalabyggdar-greinargerð-vinnuskjal (ID 176795).pdf
MB Frumdrög - Aðalskipulag Dalabyggðar (ID 203746).pdf
22. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Tillaga til þingsályktunar um verndun og varðveislu skipa og báta, 243. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 259. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.
Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.
Frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.
Frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum., 470. mál.

Til máls tók: Kristján.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga til þingsályktunar um verndun og varðveislu skipa og báta 243 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr 5_1998, með síðari breytingum (kosningaaldur) 272 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar 259 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr 7_1998 (menntun og eftirlit) 562 mál.pdf
Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa) 273 mál.pdf
Frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu hlutverk o fl) 561 mál.pdf
Frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o fl nr 35_1970 með síðari breytingum 470 mál.pdf
23. 2103002 - Aðalfundur SSV 2021
Aðalfundarboð lagt fram.
Til kynningar.
aðalfundarboð 2021.pdf
24. 2103004 - Tilkynning til sveitarfélaga - Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og Jafnréttisstofu lagt fram.
Til kynningar.
Tilkynning til sveitarfélaga v. nýrra jafnréttisla.pdf
25. 2012016 - Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi
Lokaeintak skýrslu um aðgerðaáætlun í úrgangsmálum fyrir Vesturland.
Til kynningar.
Aðgerðaáætlun fyrir Vesturland_tillögur_starfshóps.pdf
26. 2011023 - Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026
Svar vegna umsagnar Dalabyggðar um tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu.
Til kynningar.
Dalabyggð.pdf
LSK-21-tillagaSkst-til-radherra.pdf
27. 2103005 - Kvörtun til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa
Kvörtun vegna hækkunar á gjaldi fyrir geymslupláss á Fjósum.
Til kynningar.
28. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað ? 2003031 - punktar_covid_sveitarstjórn mars.pdf
29. 2102012 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga, fundarboð.
Fundarboð aðalfundar 26.03.2021 lagt fram.
Til kynningar.
Fundarboð 2021 útsent.pdf
30. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra mars 2021.pdf
Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 15. apríl.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei