Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 218

Haldinn á fjarfundi,
11.04.2022 og hófst hann kl. 20:03
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Anna Berglind Halldórsdóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Fundurinn er haldinn í fjarfundi þar sem um er að ræða aukafund sem boðaður er með stuttum fyrirvara.

Lagt er til að eftirtöldu máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining, almennt mál, verði dagskrárliður 2.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Gögn vegna alútboðs lögð fram.
Til máls tóku: Anna, Kristján, Skúli,

Sveitarstjórn felur byggingarnefnd íþróttamannvirkja að ganga frá útboðsskilmálum sem liggja fyrir í samræmi við umræður á fundinum og að auglýsa alútboð í samræmi við þá. Jafnframt er byggðarráði falið að vinna tillögu um skipulag á fjármögnun verkefnisins og ræða við lánveitendur.

Samþykkt samhljóða.
2. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Sveitarstjórn samþykkti á 214. fundi sínum 10.02.2022 (dagskrárliður 5) að fram færi skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningum 14.05.2022 um sameiningarkosti. Samþykktar voru tvær spurningar. Sú fyrri var:
Ætti Dalabyggð að hefja sameiningarviðræður

Nei
Hef ekki skoðun
Sú siðari var:
Ef já, hvaða valkostur er æskilegastur að þínu mati?
A Sameining við Húnaþing vestra
B Sameining við Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit
C Annað, hvað? ________________________

Lagt er til að síðari spurningunni verð breytt og hún verði þannig:
Hvaða sameiningarvalkostur er æskilegastur að þínu mati?
A Sameining við Húnaþing vestra
B Sameining við sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
C Annað, hvað? ________________________


Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
3. 2203006F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 56
1. Rekstur Silfurtúns 2022 - 2201044
2. Viðhorfskönnun meðal íbúa og aðstandenda á Silfurtúni - 2201022
3. Samstarf um rekstur öldrunarheimilis - 2110023
4. Erindi frá SFV 2022 - 2202007

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
4. 1911028 - Fundargerðir bygginganefndar íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Fundargerðir 5. og 6. fundar byggingarnefndar lagðar fram til kynningar.
Til máls tóku: Anna, Kristján
Byggingarnefnd 5.pdf
Byggingarnefnd 6.pdf
5. 2201004 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2022
Fundargerð stjórnar Bakkahvamms hses frá 21.02.2022 lögð fram til kynningar.
Til máls tóku: Anna, Ragnheiður, Skúli, Anna (annað sinn), Skúli (annað sinn).
Fundur stjórnar Bakkahvamms 21022022.pdf
Mál til kynningar
6. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Samþykktir Nýsköpunarnets Vesturlands, Nývest, lagðar fram.
Samþykktir Nývest 6.4.2022.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei