| |
Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti, Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður byggðarráðs og Þuríður Jóney Sigurðardóttir sveitarstjórnarfulltrúi sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
| 1. 1906013 - Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum | |
Hrefna Jóhannesdóttir, Ellert Marísson og Arnlín Óladóttir, fulltrúar Skógræktarinnar, mættu á fundinn og kynntu landshlutaáætlanir í skógrækt og stöðu mála í Dalabyggð. | | |
|
2. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að taka svæðið út. | | |
|
3. 1909024 - Minningargarðar í Dalabyggð | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
4. 1910014 - Beiðni um nafnabreytingu, Krossland verði Skjön | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
5. 1910029 - Umsókn um lögbýli á Gautastöðum | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
6. 1910023 - Sjóvörn við Ægisbraut | |
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
7. 1910030 - Vindbú í Garpsdal - skipulags- og matslýsing | |
Nefndin gerir ekki athugasemd við skipulags- og matskýrsluna.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
8. 1811005 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Hróðnýjarstaða | |
Alls bárust 10 umsagnir frá stofnunum og aðilum og voru þær lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd.
Í áliti Skipulagsstofnunar segir að í áformum um vindorkuver í sveitarfélaginu séu vindmyllur staðsettar í minna en tveggja km fjarlægð frá frístundabyggð. Það stangist á við skýrslu um stefnumótun í vindorkumálum í Dalabyggð sem gefin var út árið 2018. Skipulagsnefnd bendir á að skýrslan er ekki stefna sveitarstjórnar og hefur ekki fengið afgreiðslu sem slík og er einungis vinnuplagg. Endanleg ákvörðun um fjarlægð vindmylla frá frístundabyggð verður tekin á seinni stigum skipulagsferlis, m.a. í deiliskipulagsvinnunni.
Skiplagsstofnun setur auk þess út á að þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi samþykkt að ráðast í gerð lýsingar vegna tveggja vindorkuvera er í hvorugri lýsingunni vikið að því hversu ákjósanlegt sé að reisa tvö slík ver í grennd hvors annars m.t.t. umhverfisáhrifa eða möguleika á orkuflutningi né lagt til að metin verði möguleg samlegðaráhrif vindorkuveranna á umhverfið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að bæði verkefnin eru staðsett nálægt tveimur aðskildum tengivirkjum og þá hefur Landsnet hafið undirbúning á aukinni flutningsgetu kerfisins í framtíðinni. Því er ekkert sem bendir til þess að nálægð þessarra tveggja vindorkuvera muni hafa áhrif á möguleika í orkuflutningi. Með tilliti til umhverfisáhrifa þessara verkefna þá mun í umhverfisskýrslu með aðalskipulagsbreytingunum verða skoðuð áhrif á umhverfisþætti. Auk þess mun breytingin á aðalskipulaginu gangast undir umhverfismat áætlana.
Í áliti skipulagsstofnunar kemur ennfremur fram að standi vilji sveitarfélagsins til að halda áfram með breytingu á gildandi aðalskipulagi, bendir stofnunin á nokkur atriði sem þurfi að hafa til skoðunar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur áherslu á að farið verður eftir ábendingum skipulagsstofnunnar ef sú leið verður farin.
Lögskil fyrir hönd hagsmunaaðila jarðanna Glerárskóga, Ljárskóga, Ljárkots, Vígholtsstaða og frístundabyggðar í landi þeirrar jarðar gerði einnig athugasemdir. Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar í minnisblað Hjalta Steinþórssonar, lögmanns, sem farið hefur yfir athugasemdir Lögskila.
Umsagnir bárust auk þess frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Strandabyggð, Húnaþingi Vestra, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Heilbrigðisteftirliti Vesturlands.
Tekið verður tillit til ábendinga þessarra stofnanna við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Einnig barst athugasemd frá einum einstaklingi, Bjarna V. Guðmundssyni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers á Hróðnýjarstöðum.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
9. 1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima | |
Alls bárust 6 umsagnir frá stofnunum og aðilum og voru þær lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd.
Í áliti Skipulagsstofnunar segir að í áformum um vindorkuver í sveitarfélaginu séu vindmyllur staðsettar í minna en tveggja km fjarlægð frá frístundabyggð. Það stangist á við skýrslu um stefnumótun í vindorkumálum í Dalabyggð sem gefin var út árið 2018. Skipulagsnefnd bendir á að skýrslan er ekki stefna sveitarstjórnar og hefur ekki fengið afgreiðslu sem slík og er einungis vinnuplagg. Endanleg ákvörðun um fjarlægð vindmylla frá frístundabyggð verður tekin á seinni stigum skipulagsferlis, m.a. í deiliskipulagsvinnunni.
Skipulagsstofnun setur auk þess út á að þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi samþykkt að ráðast í gerð lýsingar vegna tveggja vindorkuvera er í hvorugri lýsingunni vikið að því hversu ákjósanlegt sé að reisa tvö slík ver í grennd hvors annars m.t.t. umhverfisáhrifa eða möguleika á orkuflutningi né lagt til að metin verði möguleg samlegðaráhrif vindorkuveranna á umhverfið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að bæði verkefnin eru staðsett nálægt tveimur aðskildum tengivirkjum og þá hefur Landsnet hafið undirbúning á aukinni flutningsgetu kerfisins í framtíðinni. Því er ekkert sem bendir til þess að nálægð þessarra tveggja vindorkuvera muni hafa áhrif á möguleika í orkuflutningi. Með tilliti til umhverfisáhrifa þessara verkefna þá mun í umhverfisskýrslu með aðalskipulagsbreytingunum verða skoðuð áhrif á umhverfisþætti. Auk þess mun breytingin á aðalskipulaginu gangast undir umhverfismat áætlana.
Í áliti skipulagsstofnunar kemur ennfremur fram að standi vilji sveitarfélagsins til að halda áfram með breytingu á gildandi aðalskipulagi, bendir stofnunin á nokkur atriði sem þurfi að hafa til skoðunar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur áherslu á að farið verður eftir ábendingum Skipulagsstofnunnar ef sú leið verður farin.
Umsagnir bárust auk þess frá Landgræðslunni, Strandabyggð, Húnaþingi vestra, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun.
Tekið verður tillit til ábendinga þessarra stofnanna við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers á Sólheimum.
Samþykkt samhljóða. | | |
|