Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 96

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.09.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 1909002 - Umsókn um stofnun lóðar
Óskað er eftir leyfi til að skipta lóðinni Nýpur 1, um er að ræða lóð fyrir ferðaþjónustu, stofnaða lóðin verð tekin ú landbúnaðarnotkun og að lögbýlarétturinn muni áfram fylgja landnúmerinu 137829.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
3. 1909004 - Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gera drög að reglum um uppsetningu skreytinga og auglýsingaskilta utan lóða í þéttbýlinu í Búðardal.
4. 1908014 - Tillaga um að hætta áramótabrennu og flugeldasýningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.

Nefndin leggur hins vegar til að gerðar verði verklagsreglur varðandi eftirlit og frágang með brennu.
5. 1908001 - Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu
Verklýsing fyrirhugaðs örútboðs vegna vinnu við nýtt aðalskipulag Dalabyggðar lögð fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 1811005 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Hróðnýjarstaða
Magnús B. Jóhannesson og Sigurður Eyberg Jóhannesson frá Storm Orku komu og kynntu afstöðu sína til málsins í upphafi fundar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar til bréfs sem lagt var fram á sveitarstjórnarfundi 15.08.2019 og leggur til að sveitarstjórn fundi með stjórnendum Storm Orku.
6. 1809040 - Ægisbraut 9 - Umsókn um byggingarlóð
Dalabyggð hyggst stofna lóð sem sótt hefur verið um.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið og að stofnun lóðarinnar fari í lögbundið grenndarkynningarferli.
7. 1909001 - Umsókn um byggingarleyfi - breyting
Sótt er um breytingu á notkun núverandi sumarhúss í íbúðahús í Dalakot í Dalabyggð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
8. 1909003 - Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðahús
Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðahús
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
9. 1909005 - Breyting á notkun sumarhúss
Sótt um breytingu á notkun núverandi sumarhúss, auk viðbyggingar í íbúðahús
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
10. 1802018 - Deiliskipulag Hvammar - umsagnir
Teknar fyrir umsagnir og athugasemdir er bárust vegna deiliskipulagstillögu og grenndarkynningar deiliskipulagstillögu,
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.
11. 1802017 - Deiliskipulag við Borgarbraut
Endurauglýsing deiliskipulags.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að endurauglýsa deiliskipulagstillögu Borgarbrautar í Búðardal samkvæmt lögbundnu auglýsingaferli.
12. 1804023 - Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag
Endurauglýsing deiliskipulags.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að endurauglýsa deiliskipulagstillögu Gildubrekkna samkvæmt lögbundnu auglýsingaferli þegar öll uppfærð skipulagsgögn hafa legið fyrir.
Mál til kynningar
13. 1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima
Lagt fram til kynningar.
14. 1908015 - Bréf vegna fjölgunar meindýra á svæðinu
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei